Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 26

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 26
26 FAXI örvaði hjartsláttinn nokkuð. Er ég að fara til útlanda að keppa? Það var ekki það sem ég hafði verið að stefna að en þegar ég fór að hugsa þetta betur þá fannst mér þetta ótrúlega spennandi og mikið tækifæri, svo ég ákvað að skella mér. Og ég fann þjálfara sem var til í að vinna með mér og hann tók tæknina alveg í gegn og við erum enn að vinna í henni því hún hefur svo mikið að segja með þyngdirnar. Því betri tækni, þeim mun léttari verður lyftan.“ Þjálfari Elsu heitir Kristleifur Andrésson og er með mikla reynsuí lyftingum. Hann hittir hún þrisvar til fjórum sinnum í viku til að vinna í tækninni. Eftir að Elsa fór að vinna með Kristleifi gat hún aftur hleypt B-manneskjunni að því æfingarnar fara nú fram síðdegis. Það gefur betra svigrúm upp á tímastjórnunina því á morgnana heldur Elsa til vinnu í Stapaskóla og vill ekki þurfa að hætta í miðri æfingu. Áður hafði Elsa starfað í Reykjavík og tók þá æfingar einu sinni í viku með Kraftlyft- ingafélagi Kópavogs og þjálfara sem hún hafði aðgang að þar. „Það hjálpaði mér ótrúlega mikið á fyrstu stigum, þjálfaði mig m.a. í því að keppa á mótum.“ Þegar heims- faraldurinn reið yfir fannst Elsu ekki rétt að vera að fara á milli tveggja stöðva svo hún flutti sig alfarið suður. Þá hitti hún Kristleif. Elsa valdi einnig að keppa fyrir hönd Massa kraftlyftingafélags þegar boð á fyrsta mótið kom, enda í hennar heimabæ. „Mér fannst það aldrei spurning.“ Elsa segist ekki lengur hafa tölu á þeim bikar- og Íslandsmótum sem hún hafi keppt í hvað þá titlunum frá þeim mótum, þeir séu komnir eitthvað á fimmta tug. Gaf allt í þetta Fyrsta mót Elsu á erlendri grundu var Evrópumót í Tékklandi í júlí á þessu ári. Þar gekk henni ótrúlega vel, setti fimm heimsmet og um leið Evrópumet. „Ég setti heimsmet strax í fyrstu tilraun í hnébeygju, þannig að önnur lyftan var aftur heimsmet því ég bætti mig og enn í þriðju tilraun- inni. Þess vegna teljast þetta svona mörg heimsmet. Svo setti ég heimsmet í rétt- stöðunni og heimsmet fyrir samanlagðan árangjur, þ.e. samanlagða þyngd.“ Hvað erum við að tala um mikla þyngdaraukningu á milli tilrauna? „Það er ofboðslega misjafnt. Yfirleitt er talað um að í fyrstu lyftu verður þú að taka þyngd sem þú ert alveg viss um að geta tekið svo þú náir að fá eina gilda lyftu í öllum greinum, þannig eru mótareglurnar. Ein tilraun af þeim þremur sem maður fær verður að vera gild, annars er mótið ónýtt. Svo má ekki lækka sig. En þetta getur hlaupið á 10 kílóa þyngingu, jafnvel meira, nema kannski í bekkpressunni, þar er yfirleitt minni þynging á milli tilrauna. Þetta er oft svolítið stressandi, því þú vilt taka örugga þyngd án þess að vera að taka alltof létt. Í annarri tilraun fer maður oft nálægt sínu besta og í þriðju tilraun reynir maður að bæta sitt besta. Oftast er minna á milli annarrar og þriðju lyftu. Það hefur yfirleitt gengið hjá mér en ef það er mikil samkeppni og þú ert að keppa við einhvern sem er á sama stað og þú, þá hefur maður tilhneigingu til að hækka sig meira og tekur meiri áhættu.“ Eftir gott gengi á Evrópumótinu var Elsu boðið að keppa á heimsmeistaramótinu í klassískum lyftingum sem haldið var í Svíþjóð í september sl. Elsa sló til enda þótti henni kjörið að fylgja eftir góðum árangri á Evrópumótinu tveimur mánuðum áður. „Þar voru fleiri keppendur og sterkari einstaklingar, en markmið mitt var að bæta heimsmetin og það gekk eftir, þó það hafi ekki verið þrautalaust. Ég gerði bæði miðju- lyftuna í hnébeygjunni og réttstöðulyftunni ógilda. Í hnébeygjunni var ég grunlaus um að ég hafði gert ógilt, taldi mig hafa gert allt rétt, en þeir mátu það svo að ég hafi ekki farið nógu neðarlega. Þetta er líka sálfræði- legt. Þá tek ég sömu þyngd aftur. Í réttstöð- unni, sem er alltaf síðasta greinin á mótum, lyfti ég upp fyrstu lyftunni, en í annarri lyftunni þá er stöngin svo níðþung að ég bara næ henni ekki upp. Það var tilraun til að bæta heimsmetið og ég hugsaði, ég læt þetta ekki gerast. Ég þurfti að fara í andlega vinnu í pásunni á milli lyfta og svo bara gaf ég allt í þetta. Það bjargaði mótinu að sú lyfta fór upp, ég hefði aldrei verið sátt við þennan árangur ef sú lyfta hefði ekki farið upp.“ Það má heyra að það þarf stáltaugar í þessa íþrótt. Þarna setti Elsa heimsmet í hnébeygju og réttstöðulyftu og samanlagðri þyngd. Árangurinn byggir alltaf á því hvað þú leggir í þetta Hvað varðar andlegu hliðina segist Elsa vera búin að fara margoft yfir keppnina í huganum þegar að móti kemur, segir mælt með því að keppendur geri það og í raun mjög mikilvægt. „Þegar maður er búinn Elsa að taka á því í réttstöðulyftu á Evrópumótinu. Ljósm. European Powerlifting Federation Verðlaunapeningarnir frá heimsmeistara- mótinu í Svíþjóð í september sl. Eleiko er nafnið á stærsta styrktaraðila keppninnar. Ljósm. Svanhildur Eiríks Bikararnir frá Evrópumótinu í Tékklandi í sumar. Ljósm. Svanhildur Eiríks Verðlaunapeningarnir sem Elsu hlotnuðust á Evrópumótinu í Tékklandi í júlí í sumar. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.