Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 43
FAXI 43 • Efla lögregluembættið. Fjölga lögreglu- mönnum og bæta starfsaðstöðu þeirra. Flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja. • Efla verknám og nýsköpunargreinar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keili og Fisktækniskólanum og stuðning við stofnanir og fyrirtæki í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Samgöngu- og loflagsmál Ljúka þarf tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst og auka samvinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um lagningu göngu- og hjóla- stíga. Styrkja flutningsgetu rafmagns með öflugri Suðurnesjalínu. • Efla og styrkja Keflavíkurflugvöll sem umhverfislega, félagslega og efnahags- lega sjálfbæra miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlandshafi. Í ljósi eldsumbrot- anna við Fagradalsfjall og mögulegs vatnsverndarsvæðis þarf að leggja af öll áform um byggingu flugvallar í Hvassahrauni og meta Keflavíkurflug- völl sem kost fyrir innanlandsflug. • Hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. • Ýta undir nýsköpun í umhverfismálum og möguleika á að skapa verðmæti úr sorpi. Styrkja fráveituframkvæmdir sveitarfélaga og tilraunir með lífrænar rotþrær. Samfylkingin setur fjölskylduna í forgang með óskertum barnabótum að meðallaun- um, bættum kjörum eldra fólks og öryrkja og aðgerðum í húsnæðismálum. Öflugra heilbrigðiskerfi er sérstakt áherslumál ásamt því að renna fleiri stoðum undir atvinnu- lífið, ráðast í kröftugar aðgerðir í lofts- lagsmálum, setja nýja stjórnarskrá aftur á dagskrá ásamt auðlindarákvæði sem ver hag þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að ESB. Vilhjálmur Árnason - Sjálfstæðisflokki Hvaða hagsmunamál er brýnast að hljóti framgang fyrir Reykjanesið á þessu kjörtímabili? Reykjanesið er svæði tækifæranna í landi tækifæranna. Framtíðin býður upp á fjölda möguleika á uppbyggingu á fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi, sem mun styðja við okkar öfluga samfélag. Fjölbreytt, öflugt nýsköpunardrifið atvinnulíf er það mikil- vægasta sem Reykjanesið þarf á að halda til að draga úr því hversu viðkvæm við erum fyrir öllum þeim hagsveiflum sem koma. Þá er ekki gott að einstaka fyrirtæki geti haft of mikil áhrif á svæðið í heild sinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að grunnþjónusta- og grunninnviðir byggist upp og styrkist verulega hér á svæðinu. Fjölga þarf heilsugæslustöðvum og auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu, tryggja fjöl- breytta menntun ásamt því að byggja upp grunninnviði eins og dreifikerfi raforku, vegi, hafnir og flugvöllinn. Þetta verða áfram stóru verkefni okkar þingmanna ásamt fjölda annarra mála sem munu stuðla að því að gera okkar góða samfélag hér á Reykjanesi enn betra. Hverju munt þú helst beita þér fyrir á þessu kjörtímabili? Mitt grunnmarkmið og helsta áhersla er alltaf að fólk finni að það hafi það betra í dag en í gær. Að allt samfélagið taki fram- förum. Öll viljum við búa við öryggi og geta rekið heimili þar sem öllum helstu þörfum fjölskyldunnar er mætt. Því hef ég frá því að ég var kjörinn á Alþingi lagt áherslu á þau mál sem ég kom inn á hér að ofan, þ.e. grunnþjónustu og grunninnviði. Kemur það líklegast til vegna þess bakgrunns sem ég hef sem lögreglumaður og að hafa alist upp í sveit á landsbyggðinni. Ég trúi því að ef stjórnvöld einbeiti sér að öflugri grunnþjónustu og innviðaupp- byggingu, þar sem þörfum fjölskyldunnar er mætt og stuðlað er að öryggi muni samfélaginu ganga vel. Hversu líklegt finnst þér að stefnumál og áherslur þíns flokks fái framgang á kjörtímabilinu? Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög öflugan þingflokk sem fylgir stefnumálunum fast eftir. Hér í Suðurkjördæmi eru fjórir af tíu þingmönnum kjördæmisins frá Sjálfstæðis- flokknum. Þingmennirnir hafa yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu að ráða. Nú er ljóst að flokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn. Þetta allt gefur mér miklar vonir um að við munum ná góðum árangri í að koma okkar stefnumálum áfram sem tengjast öll bættu samfélagi á Reykjanesi sem og á landinu öllu. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748 Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Vilhjálmur Árnason

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.