Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 39
FAXI 39 Þegar Covid-19 var farið að kynna sig fyrir heiminum var ég nýbyrjuð í lögfræði- námi. Ég hafði talað um það í nokkur ár að mig langaði að læra lögfræði og var spennt þegar ég komst inn í háskólann. Ég er reyndar ekkert svo viss hvað það var við lögfræðina sem heillaði mig eða hvort hún hafi gert það yfir höfuð. Að einhverju leyti fannst mér ég eiga að hafa áhuga á henni þegar ég bar mig saman við jafnaldra mína. Ég flutti frá Keflavík til Reykjavíkur og leigði stúdentaíbúð þar sem eldhúsið mitt var jafnframt stofan mín og svefnherbergi, allt er þá þrennt er. Þetta var skemmtilegur en krefjandi tími. Það er skrýtið að flytja frá heimili stórrar fjölskyldu yfir í það að vera ein með sjálfri mér á nokkrum fermetrum að læra um réttarsögu frá miðöldum eða birtingu laga. Mér leiddist. Og mér finnst ógeðslega leiðinlegt að leiðast. Það var eitthvað við heimsfaraldurinn sem hvatti mig til að gefa skít í það sem ég hélt ég ætti að vera að gera. Það er ekkert sem gleður mig við páfagaukalærdóm eða einkunnagjafir, prófastress og menntasnobb. Það hversu miklum svefni ég var tilbúin að fórna til að læra eitthvað utanbókar rétt fyrir próf, til þess eins að gleyma því svo nokkrum dögum síðar, segir lítið til um hæfni mína yfir höfuð. Í dag getum við lært bókstaflega allt á þokkalega skömmum tíma og það úr öllum áttum. Við þurfum ekki að lesa hundruð bóka eða sitja klukkutímun- um saman að hlýða á einræður kennara á fyrirlestrum í skólastofum fyrir sólarupprás. Menntakerfið þarf að þróast í takt við sam- félagið sem það tilheyrir - og ef það gerir það ekki þá er það kannski samfélagið sjálft sem þarf að rífa sig í gang og fara að vinna í þessu háskólagráðublæti sínu. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk tala um plan A og plan B þegar það talar um framtíðina sína. Plan A er draumurinn og plan B er leiðinlega öryggið sem tryggir það að þú verðir ekki gjaldþrota. Vanalega þarf draumurinn að lúta í lægra haldi fyrir örygginu sem gerir það að verkum að fólk finnur sig allt í einu á miðjum aldri, í vinnu sem það finnst hundleiðinleg og veitir því litla sem enga hamingju. Mín von er sú að með nýjum kynslóðum og aukinni tækni komi þetta til með að breytast. Að fólk upplifi að samhliða draumnum sínum geti öryggið fylgt með, enda fagni samfélagið fjölbreytileikanum í atvinnulífinu og meti ekki gráar háskólagráður ofar hæfileikum og mannkostum. Ég þekki sjúklega margt klárt, ómenntað fólk. Ég þekki líka marga menntaða og vitlausa. Háskólagráður segja nefnilega ekki allt og oftast lítið sem ekkert um viðkomandi. Gott dæmi um klárt, ómenntað fólk er unga fólkið okkar, börnin okkar. Þau sem eru ekkert að flækja hlutina að óþörfu eða hjakka í sama farinu „því þetta hefur alltaf verið svona“. Það myndi gagnast okkur heil- mikið ef við hlustuðum meira á börnin okk- ar og fylgdum þeirra fyrirmælum frekar en öfugt. Þegar ég var barn var fullorðna fólkið það sem maður leit upp til. Fólkið sem vissi betur en maður sjálfur, sem maður átti að treysta á og læra af. Svo fullorðnast maður sjálfur og áttar sig á því að fullorðið fólk eru bara krakkagormar í gömlum líkama. Þau rífa kjaft á Facebook, keyra hægt á vinstri akreininni og fussa og sveia yfir þessu vegan rugli. Ég skal reyndar hafa mig hæga í því að alhæfa um svo stóran hóp fólks en við getum eflaust verið sammála um það að margt í samfélaginu er að breytast og að mínu mati, margt til hins betra. Ég bind vonir við það að með hækkandi sól og nýju ári geti ömmur og afar þessa lands gert minna af því að segja ókunnugu fólki að halda kjafti á samfélagsmiðlum og meira af því að fara með barnabörnunum í leikhús, að þið hafið hugrekkið til þess að segja upp grútleiðinlegu vinnunni ykkar og elta draumana og að við getum æft okkur í því að hlusta á hvort annað, án þess að vera nú þegar tilbúin með svarið. Ég vona að hátíðirnar færi ykkur hlýju og hamingju. Það er nefnilega eitthvað fal- legt við hvern einasta dag sem við þurfum bara svolítið að einbeita okkur að sjá. Það er fallegt að heyra í rokinu og fylgjast með snjónum falla, þó það geti verið þreytandi að blotna í fæturna. Hér og nú Tuttugu og fimm Sólborg Guðbrandsdóttir Ég varð tuttugu og fimm ára gömul fyrir nokkrum dögum síðan. Árunum fylgir víst aukin ábyrgð. Ég er flutt að heiman, þarf að drulla mér fram úr rúminu sjálf á morgnana og enginn ýtir við mér til að passa það að ég sofi ekki yfir mig. Ég þarf að greiða reikningana mína, ryksuga íbúðina og reyna að átta mig á því hver munur- inn er á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Ég er á þeim aldri þar sem jafnaldrar mínir eru ýmist að ramma inn meistara- gráðurnar sínar eða að láta skíra þriðja barnið sitt.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.