Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 41
FAXI 41 Birgir Þórarinsson - Sjálfstæðisflokki Hvaða hagsmunamál er brýnast að hljóti framgang fyrir Reykjanesið á þessu kjörtímabili? Brýnustu málin fyrir Suðurnesin eru að mínu mati heilbrigðismálin og atvinnu- málin. Samgöngumálin eru að sjálfsögðu einnig mjög mikilvæg og nú hillir undir að tvöföldun Reykjanesbrautar í Hvassahrauni verði boðin út en að því er stefnt á vor- mánuðum og að framkvæmdir hefjist í framhaldinu. Það er mikið fagnaðarefni. Hverju munt þú helst beita þér fyrir á þessu kjörtímabili? Heilbrigðismálin liggja þungt á fólki hér á Suðurnesjum. Uppbygging HSS hefur því miður ekki verið í takt við það mikla álag sem er á stofnuninni. Það vantar einfaldlega fjármuni, starfsaðstöðu og fleira starfs- fólk til að hægt sé að veita þá þjónustu sem farið er fram á. Úr þessu verður að bæta. Sífellt fleiri íbúar á svæðinu leita til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir heilbrigðisþjónustu. HSS er einfald- lega of vanbúin til að sinna þeim mikla fjölda sem býr á Suðurnesjum, farþegum Keflavíkurflugvallar og ekki síst vaxandi fjölda hælisleitenda sem dvelja á svæðinu og þurfa einnig heilbrigðisþjónustu. Ég efa það ekki að starfsfólk HSS reynir hvað það getur að sinna öllum sem leita til þeirra af bestu getu. Ég tel að nýta eigi tækifærið þegar ný heilsugæsla verði byggð og semja við einkaaðila um rekstur hennar. Ánægja hefur ríkt með þetta rekstrarform á Höfuðborgar- svæðinu um árabil. Brýnt er að leiðrétta það óréttlæti að opinberar stofnanir á Suðurnesjum fá lægri fjárframlög heldur en sambærilegar stofn- anir á landsvísu. Þetta birtist okkur einkum í fjárveitingum til HSS, lögreglunnar og Fjölbrautaskólans. Reykjanes Geopark er einnig dæmi um þetta. Ríkisvaldið hefur í fjárveitingum sínum til svæðisins ekki horft til þeirra fordæmalausu fjölgunar íbúa eins og t.d. í Reykjanesbæ. Veirufaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á atvinnustigið á Suðurnesjum. Við höfum þurft að horfa upp á mikið atvinnuleysi og það hæsta á landinu. Lýtur það m.a. að því að fjölmargir starfa við flugið og ferðaþjónustuna. Ég tel mikilvægt að við aukum fjölbreytni at- vinnulífsins á svæðinu, séum ekki eins háð fluginu eins og við erum í dag. Þetta eru verkefni sem ég tel brýnt að horfa til á kjör- tímabilinu. Auk þess hef ég talað fyrir því að opinber störf verði flutt til Suðurnesja. Útlendingastofnun er dæmi um stofnun sem ég tel að eigi vel heima í námunda við flugvöllinn og mun ég beita mér fyrir því. Hversu líklegt finnst þér að stefnumál og áherslur þíns flokks fái framgang á kjörtímabilinu? Í byrjun þingsins lagði ég fram í annað sinn þingsályktunartillögu um sérstaka rannsókn á nýgengi krabbameins á Suðurnesjum. Suðurnesin hafa hæst nýgengi krabbameins af öllum stöðum á landinu. Þetta er mikið áhyggjuefni. Ég tel mjög brýnt að tillagan verði samþykkt sem fyrst og bind vonir við að svo verði. Ég hef einnig lagt áherslu á að Ísland standi við skuldbindingar sýnar gagnvart NATO þegar kemur að viðhaldi varnarmannvirkja á Suðurnesjum og eftir atvikum nýframkvæmdum sem taldar eru nauðsynlegar. Það eru spennandi verkefni framundan á svæðinu eins og skipaþjónustuklasinn í Njarðvík og græni sprotagarðurinn í Helgu- vík, svo eitthvað sé nefnt. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Suðurnesja á komandi kjör- tímabili. Það er mikilvægt að vera jákvæður í garð svæðisins og læra af erfiðleikunum hverju sinni. Birgir Þórarinsson Guðbrandur Einarsson Guðbrandur Einarsson - Viðreisn Hvaða hagsmunamál er brýnast að hljóti framgang fyrir Reykjanesið á þessu kjörtímabili? Það er brýnt að heilbrigðisþjónustan á svæðinu verði efld í fleiri en einu sveitar- félagi á Suðurnesjum. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að hefja byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ þá dugar það hvergi nærri til og óvíst hvenær slík stöð verður tekin í notkun. Þá hefur það dregist úr hömlu að hefja byggingu nýs hjúkrunarheimilis og brýnt að það verkefni verði unnið fljótt og vel. Hverju munt þú helst beita þér fyrir á þessu kjörtímabili? Það er að mörgu að hyggja. Heilbrigðismál- in eru mér hugleikin og það þarf að tryggja að Suðurnesin sitji við sama borð og aðrir landshlutar þegar kemur að úthlutun sam- eiginlegra fjármuna. Þá er það óásættanlegt að ekki sé hægt að tryggja afhendingu raforku til svæðisins. Mikið af fyrirtækjum sem vilja gjarnan hefja rekstur á Suðurnesjum geta það ekki vegna þess og því þarf að breyta. Hversu líklegt finnst þér að stefnumál og áherslur þíns flokks fái framgang á kjörtímabilinu? Viðreisn er ekki aðili að ríkisstjórn og það hefur ekki verið venjan á þinginu að stjórnarandstöðuflokkar nái miklu fram. Við munum hins vegar ekki láta okkar eftir liggja, munum styðja við góð mál en vera hörð í stjórnarandstöðu þar sem þurfa þykir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.