Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 8
8 FAXI Kærustuparið Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru höfundar 60 ára afmælissýningar LK, Fyrsti kossinn, sem sýnd hefur verið í Frumleik- húsinu við miklar vinsældir. Hún er jafnframt 100. sýning LK og vegna vinsælda verður sýningum haldið áfram eftir áramót. Brynja Ýr er dóttir Guðnýjar og Júlla og það verður ekki annað sagt en leiklistin sé henni í blóð borin. Þau fetuðu að auki í sömu spor og foreldrar hennar, kynntust hjá Leikfélagi Keflavíkur. Leikritið hverfist um hljómsveitina Grip, sem skipuð er fjórum töffurum og söng- konunni Hönnu, sem Brynja Ýr leikur, þó hennar njóti ekki alltaf við á ferli sveitar- innar. Söngvarinn Róbert, sem leikinn er af Sigurði Smára Hanssyni verður ástfanginn af Júlíu, sem leikin er af Töru Rós Svein- björnsdóttur en Júlía er systir Adda, trommuleikara sveitarinnar, leiknum af Ingvari Elíassyni og honum líkar ekki alls kostar vel samdráttur þeirra Róberts og Júl- íu. Nöfnin, ásamt tíðum söng Júlíu ofan af svölum, minnir óneitanlega á stef úr Rómeó og Júlíu og Brynja og Guðlaugur staðfesta það. „Að auki er Júlía vísun í Júlíusson og R í Róbert vísun í Rúnar, en við vildum alls ekki að söngvarinn héti Rúnar, því þá myndu allir halda að þetta væri afi, sem er alls ekki,“ leggur Brynja Ýr áherslu á. Hér sé einungis stuðst við lög sem afi hennar kom með einhverjum hætti að á sínum tónlist- arferli og söguþráðurinn uppspuni. Mikill stígandi er í sýningunni, tónlistin verður hraðari og ólgan meiri. „Já, rokkaðri lögin koma seinna í sýningunni því þá er allt að verða brjálæðislegra og óreglan eykst og ýmislegt fer úr böndunum.“ En hvaðan höfðuð þið þessa innsýn inn í hljómsveitarlífið? „Þetta er tilbúningur. Við vorum bara mjög spennt fyrir því bæði að gera eitthvað öðru- vísi, ekki vera með þetta fasta form sem er alltaf. Þess vegna er mikið um óreglu og óreiðu og það var bara eitthvað sem okkur fannst spennandi að sýna,“ segir Brynja. Guðlaugur bætir við að þar sem þau hafi bæði verið í kringum tónlistarstúss, þá viti þau hvernig þetta geti orðið hjá þeim sem ætli sér að slá í gegn og lifi í ákveðnu frelsi sem þeir kjósa. Því fylgir oft djamm og vesen, stelpur og óregla. Áttu að vera bara Hljómalög en sögu- þráðurinn þá of þröngur Bæði Guðlaugur og Brynja höfðu gengið með þann draum í maganum að gera kefl- vískan söngleik sem síðan varð að veruleika þegar þau kynntust og urðu kærustupar. En kom Rúnar heitinn Júlíusson við sögu hjá þeim báðum? Guðlaugur grípur orðið: „Ég er aðkomumaður, flutti hingað 21 árs fyrir nokkrum árum og byrjaði fljótlega að taka þátt í uppfærslum hjá leikfélaginu. Ég heyrði þessa hugmynd einhvern tímann innan leikfélagsins og greip hana á lofti. Það var ekkert að gerast á þeim tíma og mér fannst það góð hugmynd, að setja upp kefl- vískan söngleik. En það var ekki endilega Rúnar Júlíusson sem ég var að hugsa um, það er svo mikil tónlistarflóra á þessu svæði sem ég aðkomumaðurinn gerði mér ekkert endilega grein fyrir fyrr en ég kom hingað.“ Guðlaugur fór að skoða lög til að setja í söngleikinn en þar sem hann hafði á þeim tímapunkti litlar tengingar við bæjarfélag- ið gerði hann ekkert meira með það. „Svo kynnist ég Brynju og þá á hún þann draum að setja upp sýningu til heiðurs afa sínum og þá small þetta.“ Þau byrjuðu að skrifa verkið fyrir þremur árum síðan og átti það upprunalega að fara á svið í vor. Búið var að ráða Karl Ágúst Úlfsson sem leikstjóra og einnig danshöfund og tónlistarstjóra. Blessunarlega náðist að sýna á afmælisárinu þó uppsetningin hafi tafist um hálft ár. Brynja segir að upprunalega pælingin hafi verið að hafa bara Hljómalög í sýn- ingunni og fyrsta uppkastið að söngleiknum var bara með þeim lögum. „En það var frekar þröngt sjónarhorn og flöt atburðarás af því að lögin fléttast inn í atburðarásina. Þá ákváðum við að hafa bara lög sem tengjast afa á einhvern hátt.“ Þau segjast hafa byrjað á því að búa til sögupersónurnar áður en þau hófust handa við atburðarásina. „Þetta er það besta sem maður gerir“ Hljómsveitin Grip ásamt rótara sínum, sem leikinn er af Elmari Aroni Hannah. Fremstir f.v. Arnór Sindri Sölvason sem Pétur, Sigurður Smári Hansson sem Róbert og Ingvar Elíasson sem Addi. Baksvið sést rétt glitta í Guðlaug Ómar Guðmundsson sem Bessi. Ljósm. Eyþór Jónsson Leikfélag Keflavíkur 60 ára:

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.