Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 20212
Góður göngutúr er alltaf hressandi
og ekki verra ef makinn eða einhver
úr fjölskyldunni kemur með. Gott
er að spjalla í rólegheitum um ým-
islegt á göngu, dást að náttúrunni
og því sem ber fyrir augu. Sumir
kjósa að ganga einir með tónlist eða
kannski hlaðvarp í eyrunum í sín-
um eigin heimi og svo eru aðrir sem
taka hundinn á heimilinu með til að
viðra hann um leið. Þá kemur fyr-
ir að maður hitti kunningja eða vini
á göngunni og þá er stoppað um
stund, nýjustu fréttir ræddar og ann-
að sem vert er að spjalla um í amstri
dagsins.
Á fimmtudag og föstudag er gert
ráð fyrir norðaustan 10-18 m/s,
hvassast verður um landið norðvest-
anvert. Víða rigning, einkum austan-
lands og norðvestan til, en úrkomu-
lítið suðvestan til. Hiti 1 til 7 stig. Á
laugardag er útlit fyrir norðaust-
læga átt 5-13 m/s. Rigning með köfl-
um, einkum fyrir austan en birtir til
suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig yfir
daginn. Á sunnudag verður frem-
ur hæg norðaustlæg átt. Skýjað með
köflum og úrkomulítið sunnan- og
vestanlands, en annars dálitlar skúrir
eða él. Heldur kólnandi veður.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvað í fari annarra angr-
ar þig mest?“ 71% svarenda sögðu
„Óheiðarleiki“ 10% sögðu „Óstund-
vísi“ 7% sögðu „Mislyndi“ 7% sögðu
“Leti“ 4% sögðu „Metnaðarleysi“ og
1% prósent sagði „Annað.“
Í næstu viku er spurt:
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska
boltanum?
Hjónin Louise Bassigny og Bogi Örn
Emilsson hafa síðustu ár unnið hörð-
um höndum við að koma svonefndu
1919 húsi sem stendur við Borgar-
braut 7 í Borgarnesi í gott horf . Hús-
ið var í mikilli niðurníðslu og hef-
ur það tekið miklum stakkaskiptum.
Viðtal er við þau Louise og Boga í
Skessuhorninu í dag. Þau eru Vest-
lendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Lágstemmd
menningarhátíð
GRUNDARFJ: Menn-
ingarhátíð Grundfirðinga,
Rökkurdagar 2021, er nú
haldin hátíðleg, þó með
minna sniði en áður. Á vef
bæjarins segir að dagskráin nái
yfir dagana 24. til 31. október
2021 og taki m.a. til eftirfar-
andi: Listasýning leikskóla-
barna - Leikskólinn Sólvell-
ir hefur sett upp listsýningu
í gluggum Sögumiðstöðvar-
innar. Laufblaðaganga grunn-
skólabarna þar sem nemend-
ur skólans ganga um bæinn
og skilja eftir kærleiksorð við
hús bæjarins í tengslum við
Grænfánavinnu skólans. Íbú-
ar eru hvattir til að kveikja á
hvítu seríunum í verkefninu
Ljósin í myrkrinu, og lýsa upp
skammdegið. „Við hvetjum
ykkur einnig eindregið til að
útfæra lýsinguna á skemmti-
legan hátt, t.d. skúlptúra, tré
eða hvað sem ykkur dettur í
hug,“ segir í frétt bæjarins.
Loks verður Græna Kompaní-
ið með skemmtilega dagskrá í
tilefni Rökkurdaga. Sjá nánar
á grundarfjordur.is -mm
Körfuboltavöllur
að verða til
STYKKISH: Uppbygging
körfuboltavallar á lóð Grunn-
skólans í Stykkishólmi geng-
ur vel en það verkefni er þriðji
áfangi í uppbyggingu skóla-
lóðarinnar. Völlurinn er upp-
hitaður 28x15 metrar að stærð
með tveimur stórum körf-
um og fjórum minni. „Þetta
verkefni er vel við hæfi í ljósi
þeirra áherslna okkar um efl-
ingu körfuboltans í Stykkis-
hólmsbæ,“ segir Jakob Björg-
vin Jakobsson, bæjarstjóri
Stykkishólmsbæjar í samtali
við Skessuhorn. Verkefnið
er unnið í samvinnu Stykkis-
hólmsbæjar við Umf. Snæfell.
-arg/ Ljósm. sá
H-veitingar taka
við Food Station
BORGARNES: Í gær var
formlega gengið frá því að H
Veitingar taka við rekstri Food
Station eða Fóðurstöðvarinn-
ar í Borgarnesi af Kaupfélagi
Borgfirðinga. Nýr matseðill
tekur gildi á morgun, fimmtu-
dag, og mun í tilefni þess
söngvarinn Eyjólfur Krist-
jánsson, eða Eyfi, skemmta
gestum fram á kvöld. Kald-
ur verður á krana og kynnt-
ar verða spennandi nýjungar.
-vaks
Á aðalfundi Starfsmannafélags
Dala- og Snæfellssýslu (SDS) sem
haldinn var síðastliðinn fimmtu-
dag í Grundarfirði og á fjarfundi,
var borin upp tillaga um samein-
ingu félagsins við Kjöl stéttarfé-
lag starfsmanna í almannaþjónustu.
Tillagan var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum og tekur sam-
einingin þegar gildi, en bókhalds-
leg sameining verður um næstu
áramót.
Kjölur stéttarfélag starfsmanna í
almannaþjónustu er eitt af stærstu
aðildarfélögum BSRB. Félagið er
deildaskipt og í kjölfar samein-
ingarinnar verður stofnuð SDS
deild innan Kjalar. Aðrar deildir
félagsins eru á Dalvík, Siglufirði,
Akureyri, í Skagafirði, Húnavatns-
sýslum og Borgarfirði. Við sam-
eininguna tekur Helga Hafsteins-
dóttir fráfarandi formaður SDS,
sæti í stjórn Kjalar en SDS-deild er
tryggt sæti á lista til stjórnar Kjalar
stéttarfélags samkvæmt lögum fé-
lagsins.
Félagsaldur félagsmanna SDS
flyst að fullu til sjóða Kjalar stéttar-
félags, orlofssjóðs og starfsmennta-
sjóðs. Til næstu áramóta verður af-
greiðsla styrkja starfsmenntasjóðs
og afgreiðsla orlofshúsa SDS með
óbreyttu sniði.
mm/ Ljósm. Kjölur.
Rétt rúm fimm prósent fyrirtækja
á lista Creditinfo yfir Framúrskar-
andi fyrirtæki ársins eru á Vestur-
landi, eða 43 af 853. Útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki eru áberandi á
listanum, en annars er um að ræða
fjölbreytt fyrirtæki af margvíslegum
toga; stór, meðalstór og lítil. Fimm
efstu sæti listans á Vesturlandi eru
öll í flokki stórra fyrirtækja, en þau
skipa Borgarverk í Borgarnesi, sem
er í 92. sæti á heildarlista Fram-
úrskarandi fyrirtækja yfir landið,
Hraðfrystihús Hellissands (í 101.
sæti), útgerðin Runólfur Hallfreðs-
son ehf. (133. sæti), Sementsverk-
smiðjan á Akranesi (207. sæti) og
loks útgerðarfyrirtækið Sæfell í
Stykkishólmi í 219. sæti.
Eitt fyrirtækjanna 43 á Vestur-
landi hefur átt sæti á lista Creditin-
fo yfir Framúrskarandi fyrirtæki allt
frá upphafi, en það er jarðvinnu-
verktakafyrirtækið Bjarmar ehf. á
Akranesi. Þá koma sex vestlensk
fyrirtæki ný inn á listann; Fisk-
markaður Snæfellsbæjar í Ólafs-
vík, Telnet, Eðallagnir og Oliver á
Akranesi, Guðmundur Runólfsson
Sex ný fyrirtæki á Vesturlandi
á úrvalslista Creditinfo
Frá viðburði í Hörpu þegar Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditin-
fo á Íslandi, afhenti viðurkenningar fyrir Framúrskarandi fyrirtæki.
hf. Grundarfirði og verktakafyrir-
tækið Kolur í Búðardal.
Stöðugur rekstur
í þrjú ár
Creditinfo birti í síðustu viku
lista yfir Framúrskarandi fyrir-
tæki á landinu öllu fyrir rekstrar-
árið 2020. Þetta er í tólfta sinn sem
fyrirtækið veitir Framúrskarandi
fyrirtækjum á landinu viðurkenn-
ingu. Í ár eru 853 fyrirtæki á list-
anum eða um 2% allra virkra fyrir-
tækja á Íslandi. Skráningum á list-
ann fjölgar lítillega á milli ára en
á sama tíma í fyrra voru 842 fyrir-
tæki á listanum. „Rétt er að árétta
að til ársloka geta enn bæst fyrir-
tæki á listann. Samsetning listans
getur breyst nokkuð á milli ára,
en til að teljast til Framúrskar-
andi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að
uppfylla ströng skilyrði um stöð-
ugan rekstur þrjú ár aftur í tím-
ann. Fyrirtæki raðast á listann eft-
ir ársniðurstöðu, en í ár vermir
Marel efsta sæti listans. Fyrirtækið
hefur nú verið á lista Framúrskar-
andi fyrirtækja samfleytt frá árinu
2013. Í öðru sæti er Eyrir Invest
sem kom nýtt inn á lista 2019 og í
því þriðja Landsvirkjun, sem setið
hefur á listanum frá árinu 2018,“
segir í tilkynningu frá Creditinfo.
Þá segir að það sem einkenni
listann í ár er að byggingafyrir-
tækjum fjölgar líkt og í fyrra og
eru nú orðin 127 talsins. Fyrir-
tækjum sem flokkast undir ferða-
þjónustu fækkar verulega á list-
anum, eða úr 70 fyrirtækjum í lok
síðasta árs niður í 23 núna. Fækk-
unin er vegna áhrifa Covid-19 far-
aldursins og tilheyrandi fækkunar
ferðamanna. Þá fjölgar fyrirtækj-
um í sjávarútvegi úr 60 í 69.
mm
SDS samþykkir sameiningu við Kjöl
Fráfarandi stjórn SDS: Frá vinstri, Helga, Lilja, Kristjana og Guðrún Birna. Á
myndina vantar Kristínu, Aðalstein og Jófríði.
Stækkun Leikskólans í Stykk-
ishólmi gengur vel og er upp-
steypa nú að klárast. Að sögn Páls
Þorbergssonar verktaka er verkið
á áætlun en áætluð verklok eru 28.
febrúar 2022. „Við erum vel innan
þess ramma,“ segir hann og bætir
við að nú þegar sé hafin smíði inn-
réttinga og því sem á að vera inni
í byggingunni. „Við erum bara á
mjög góðu róli,“ segir Páll.
Að sögn Jakobs Björgvins Jak-
obssonar bæjarstjóra verður
stækkunin kærkomin viðbót við
það rými sem fyrir er í skólan-
um. Hann segir mikla ásókn vera í
skólann. „Sú þróun sem við sáum
fyrir okkur fyrir tveimur árum
er að raungerast, fjölgun íbúa og
breytt aldurssamsetning þeirra.
Það eru fleiri barnafjölskyldur að
koma og yngra fólk. Lýðheilsu-
kúrfan okkar er orðin mjög heil-
brigð myndi ég segja,“ segir Jak-
ob. arg/ Ljósm. sá
Framkvæmdir ganga vel við
Leikskólann í Stykkishólmi