Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202114 Fyrir tveimur árum var ætlunin hjá Rótarýklúbbi Borgarness að standa fyrir atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi en vegna heimsfar- aldursins varð hins vegar ekkert af sýningunni. Nú á að blása til sókn- ar á ný og næstkomandi laugardag verður hún haldin í þriðja skiptið en hún var einnig haldin árin 2012 og 2014. Birna G. Konráðsdótt- ir er ein af skipuleggjendum sýn- ingarinnar og sagði hún í spjalli við Skessuhorn að undirbúningur- inn hefði farið í fullan gang í byrjun september. Ríflega 30 fyrirtæki og stofnanir hafa skráð sig til þátttöku til að kynna starfsemi sína og sagði Birna að von væri á því að fleiri myndu bætast við á næstu dög- um. Sýningin hefst klukkan 10.30 á laugardeginum með málstofu sem ber nafnið Matvælalandið Ísland; Loftslagsmál og kolefnisspor en þar eru frummælendur þau Guðmund- ur I. Guðbrandsson umhverfisráð- herra, Haraldur Benediktsson al- þingismaður, Kristján Oddsson bóndi og Ragnheiður I. Þórarins- dóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Áætlað er að málstofunni ljúki um klukkan 12.30. Milli kl. 12 og 13 verður hægt að fá íslenska kjötsúpu sem nemend- ur í Menntaskóla Borgarfjarðar sjá um að bera fram og þá verða þeir einnig með vöfflukaffi eftir klukkan 14 en nemendurnir eru að safna sér fyrir útskriftarferð. Klukkan 12.30 hefst svo atvinnu- sýningin og segir Birna að hún sé fyrst og fremst hugsuð til kynn- ingar á því fjölbreytta starfi sem er í gangi í grunnsamfélaginu og því mestmegnis fyrirtæki og stofnan- ir í Borgarbyggð sem munu kynna sig og sína starfsemi í Hjálma- kletti á laugardaginn. Þá sagði hún að á sýningunni væru einnig aðil- ar sem ekki væru með höfuðstöðv- ar á svæðinu en með starfsstöðv- ar. Birna sagði enn fremur að hún vonaðist til að þátttakan yrði góð og markmiðið væri að 500 til 700 manns myndu sækja sýninguna. Þátttakan á hinum tveimur sýn- ingunum var um eða yfir þúsund manns. Hún sagði einnig að þau telji að þessi sýning sé sannarlega þess virði að fólk komi og kíki við og bendir á að aðgangur sé ókeypis og öllum heimill. Skemmtiatriði verða á boðstóln- um á sýningunni þar sem Ásta Marý Stefánsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson skemmta gestum með spili og söng. Þá stígur Krílakórinn á stokk en það eru börn á aldrinum 3-5 ára sem syngja með sínu nefi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur. „Markmið verkefnisins er sem fyrr að gefa rekstraraðilum á starfs- svæði klúbbsins tækifæri til að kynna starfsemi sína á heimavett- vangi og vekja þannig athygli sam- félagsins á hinni fjölbreyttu starf- semi sem fer fram á svæðinu. Jafn- framt og ekki síður að efla sam- stöðu rekstraraðila á þeirra heima- svæði,“ sagði Birna G. Konráðs- dóttir að lokum. vaks Síðastliðið mánudagskvöld stóð Slökkvilið Borgarbyggð- ar fyrir kynningu á starfseminni. Slökkviliðið þarf að fjölga í hópnum til að ná að fullmanna allar starfsstöðvar og var því vonast eftir að fá nokkra áhugasama með að bjóða upp á kynningu. Mætingin fór hins vegar fram úr björtustu vonum slökkviliðsins, en alls mættu 32 á kynninguna. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri bauð gesti velkomna en því næst fór Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri yfir starfsemina og þau skilyrði sem sett eru til inngöngu í slökkviliðið. Heið- ar Örn segir að nú séu lausar stöður á öllum starfsstöðvum Slökkviliðs Borgarbyggðar; á Hvanneyri, í Reykholti, á Bif- röst og í Borgarnesi. Auk þeirra kynnti Neisti, félag slökkvi- liðsmanna í Borgarbyggð félagið sitt. Í dag eru 36 starfandi slökkviliðsmenn í Borgarbyggð. Heiðar Örn segir að brýnast sé að fjölga í hópnum á nokkrum stöðvanna til að hámarka öryggi ef eldsvoði verður eða önn- ur óhöpp sem slökkviliðsmenn eru kallaðir til. Bæði Heið- ar Örn og Bjarni voru hæstánægðir með mætinguna á mánu- daginn. Fólk víðs vegar af starfssvæðinu hefði mætt en slíkt væri einmitt styrkleiki fyrir lið í víðfeðmu og stóru héraði til að lágmarka útkallstíma eins og kostur er. Áhugasamir ný- liðar geta sótt um inngöngu í slökkviliðið fyrir 8. nóvem- ber næstkomandi og munu þeir gangast undir þrekpróf, loft- hræðslukönnun, innilokunarpróf og viðtöl áður en ákvörðun verður tekin um ráðningu. Meðfylgjandi myndir frá kynningarkvöldinu fá að tala sínu máli. mm Atvinnusýningin í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugardaginn Frá Atvinnusýningunni árið 2014. Á myndinni eru þeir Pálmi Þór Sævarsson og Gísli Karel Halldórssón sem þá störfuðu báðir hjá Verkís verkfræðistofu. Fjölmenni mætti á nýliðakynningu slökkviliðsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.