Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202118 Faxaflóahafnir héldu málþing með notendum sínum fimmtudaginn 21. október í salnum Björtuloftum í Hörpu. Tilgangur þingsins var að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum og fræða notend- ur um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins. Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóa- hafna stýrði fundi og fyrst á mæl- endaskrá var Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, varastjórnarformaður Faxa- flóahafna. Hún ræddi um áhrif heimsfaraldurs á rekstur Faxa- flóahafna og sagði fyrirtækið hafa unnið varnarsigur í baráttunni við hann og sýnt jákvæða rekstrar- niðurstöðu. Hún greindi frá því að allan tímann sem faraldurinn hefur staðið yfir hefur ekki komið upp eitt einasta covid tilvik meðal starfsmanna. Mikil aukning hefur orðið í skipakomum í ár, mun meira en Faxaflóahafnir áttu von á sagði Þórdís Lóa og færði hún jafnframt starfsfólki þakkir fyrir vel unn- in störf í erfiðum kringumstæð- um. Þórdís Lóa fór yfir hin ýmsu verkefni Faxaflóahafna sem eru í vinnslu, hafa klárast og eru að hefj- ast. Faxaflóahafnir eru að flytjast úr Hafnarhúsinu á komandi árum sem verður heimili safns Nínu Tryggva- dóttur auk þess sem húsið verð- ur áfram miðstöð myndlistar og menningar. Hún minntist á endur- gerð söluhúsanna sem tilnefnd hafa verið til Hönnunarverðlauna Ís- lands. Þá nefndi hún einnig endur- heimt votlendist á Katanesi við Grundartanga. Langstærsta verkefni Faxaflóa- hafna segir Þórdís Lóa vera land- tengingu flutningaskipa við Sunda- höfn sem er samstarfsverkefni Faxaflóahafna, Eimskip, Samskipa, Veitna og umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins sem mun draga veru- lega úr mengun á höfuðborgar- svæðinu. Uppbygging hafnsæk- innar ferðaþjónustu á Akranesi Þá kom Þórdís Lóa inn á áhugaverð verkefni á Akranesi og á Grundar- tanga. Hún nefndi lengingu hafnar- garðsins á Akranesi auk tengingar nýs miðbæjar við hafnarsvæðið sem er til þess fallin að tryggja góða, nútímalega og umhverfisvæna upp- byggingu. Þórdís Lóa segist sjá fyr- ir sér samvinnuverkefni milli Faxa- flóahafna og Akraneskaupstaðar þar sem höfnin verður betur tengd við samfélagið og stuðlað verður að uppbyggingu á hafnsækinni ferða- þjónustu og atvinnulífi. Á Grundartanga sagði Þórdís að væri gríðarmikið að gerast. Þar hefur Þróunarfélag Grundartanga unnið frábæra undirbúningsvinnu við að þróa áfram hugmyndir að grænum iðngarði og hringrásar- garði. Þá vinna Faxaflóahafnir að viðskiptaþróun fyrir svæðið og seg- ir Þórdís Lóa að mikill áhugi sé á framleiðslu rafeldsneytis. Hún benti á að á Grundartanga væru tvö stóriðjufyrirtæki sem losuðu sam- tals um milljón tonn af koltvísýr- ingi á ári. Ef hægt væri að binda bara hluta þess með að framleiða rafeldsneyti á svæðinu gæti þró- ast þarna merkilegt grænt iðnaðar- svæði. Ein af forsendum slíks verk- efnis sagði Þórdís Lóa vera aðgengi að áfyllingarhöfn en á staðnum er góð höfn. Þetta er afar spennandi þróun og Faxaflóahafnir munu vinna áfram með Þróunarfélagi Grundartanga og öðrum eigendum þess að uppbyggingu á Grundar- tanga. Samdráttur í lönduðum afla Næstur á mælendaskrá var Magn- ús Þór Ásmundsson hafnarstjóri. Hann fjallaði um áherslur og skipulag Faxaflóahafna auk þess sem hann kynnti ýmsa tölfræði úr rekstri fyrirtækisins. Magnús Þór sagði frá vinnu við eigenda- stefnu Faxaflóahafna, meðal annars góðum fundi sem haldinn var á Breiðinni á Akranesi. Hann fjall- aði um mikilvægi hafnarinnar og að hún væri í raun hjartað í „lóg- istík“ fyrir atvinnulífið. Hann sagði Faxaflóahafnir vilja vera í forystu- hlutverki um þróun hafna að styðja rannsóknir og þróun auk þess að vera að vinna í orkuskiptum á sjó. Magnús Þór sagðist telja að Faxa- flóahafnir vera mikilvægar í því að viðhalda og auka samkeppnishæfni landsins með góðum hafnarinnvið- um og skilvirkum lausnum. Magnús Þór fjallaði um nýtt skipulag Faxaflóahafna sem kynnt var á þessu ári. Tilgangurinn með hinu nýja skipulagi væri ekki að gera byltingu heldur að skýra starf- semina, skerpa sýn á tekjustrauma fyrirtækisins, auka viðskiptahugs- un og þróun í fyrirtækinu, skýra ábyrgð og skerpa áherslu á öryggi, umhverfi og mannauð. Því næst fjallaði Magnús Þór um tölfræði varðandi skipakom- ur. Þar sjást skýr merki um covid en skipakomum fækkaði mikið árið 2020. Skipakomum hefur hins vegar farið mjög fjölgandi á þessu ári. Þá sagði hann frá því að skip sem kæmu séu almennt að stækka. Einnig lýsti hann ánægju með að milli- og framhaldsflutningar þar sem Sundahöfn er umskipunarhöfn hafa aukist verulega og nefndi hann siglingar til Grænlands sérstaklega í þessu sambandi. Þá fjallaði Magn- ús Þór um landaðan afla í höfnum Faxaflóahafna en þar hefur orðið verulegur samdráttur. Nánast allar farþegaskipakomur farþegaskipti Magnús fjallaði um aukinn áhugi slíkra útgerða á ferðum til Íslands og sagði að aukningin væri mik- il í ferðum þar sem farþegar fljúga til Íslands, fara um borð í skip og taka hringsiglingu um Ísland eða til Grænlands. Þetta segir Magn- ús Þór vera verðmæta farþega, í raun verðmætari en þeir sem koma með stóru farþegaskipunum, því þeir staldra lengur við, þeir taka gistinætur, fara á veitingastaði og svo framvegis. Fimm slíkar skipa- komur voru til dæmis til Akraness í sumar. Nánast allar farþegaskipa- komur í sumar voru að sögn Magn- úsar Þórs slík farþegaskipti. Af 190 skipakomum sem bókaðar hafa ver- ið á næsta ári eru 98 vegna farþega- skipta. Hvað varðar næstu framtíð seg- ir Magnús Þór að fram undan séu mikil fjárfestingaár. Tæknin breyt- ist hratt og til þess að fylgja þróun- inni þurfi Faxaflóahafnir að vera á tánum. Samkvæmt þróunaráætl- un næstu ára mun 1,9 milljörð- um verða varið í fjárfestingarverk- efni á næsta ári, 3 milljörðum árið 2023, 3,5 milljörðum árið 2024 og 3 milljörðum árið 2025. Með- al stórra fjárfestingarverkefna eru orkuskipti Faxaflóahafna, land- tengingar og fleira. Einnig fjall- aði hann um mögulega vetnisfram- leiðslu á Grundartanga. Sparnaður ef Faxaflóa- hafnir verða snjallhöfn Yngvi Björnsson, prófessor og sér- fræðingur í gervigreind við Há- skólann í Reykjavík, tók næstur til máls. Í erindi sínu fjallaði hann um fjórðu iðnbyltinguna og mögu- leg áhrif hennar á hafnir og sjávar- útveg. Hann fjallaði um þátt nets hlutanna og gervigreind í fjórðu iðnbyltingunni. Hann útskýrði hvernig þessir þættir geta hjálp- að til við öflun rauntímaupplýsinga sem hafa upplýsingar á alla ákvarð- anatöku auk þess að gera kleift að auka sjálfvirknivæðingu sem leið- ir til betri og aukinnar þjónustu. Yngvi útskýrði hvernig hlutir læra að skynja umhverfið, læra af reynsl- unni og taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á því. Hvað varðar umferð í höfn- um fjallaði Yngvi um sjálfvirkni- væðingu og sjálfsiglandi skip og að Norðurlöndin séu framarlega á þessu sviði. Jafnframt fjallaði hann um hvernig hafnir geta orðið snjall- hafnir, smart-ports. Hann benti líka á að mikill kostnaður getur sparast fyrir Faxaflóahafnir að verða snjall- höfn. Hús Sjávarklasans líktist oft meira flugvelli Nanna Ósk Jónsdóttir, rekstrar- stjóri Húss sjávarklasans, tók næst við boltanum og sagði frá Íslenska sjávarklasanum, starfseminni, sam- starfi á alþjóðavettvangi og Sjáv- arakademíunni. Upphafið að Húsi sjávarklasans sagði Nanna Ósk vera hugmynd dr. Þórs Sigfússonar og var rannsóknarverkefni hans við Málþing Faxaflóahafna fór fram í Hörpu í síðustu viku Mikil aukning í skipakomum á þessu ári eftir slakt covidár Grundartangahöfn er hluti af Faxaflóahöfnum. Ljósm. úr safni. Gestir á málþingi Faxaflóahafna. Ljósm. frg. Hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn, en húsið var áður kallað Bakkaskemman. Ljósm. af Facebook síðu Sjávarklasans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.