Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202124 Síðastliðinn fimmtudag voru af- hentar umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021. Ákveðið var að hafa sama hátt á og í fyrra að fulltrúar úr Skipulags- og umhverfisráði fóru og afhentu viðurkenningar fyrir utan heim- ili fólks. Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi og formaður nefndar- innar stýrði dagskrá, ásamt Guð- ríði Sigurjónsdóttur nefndarmanni og Sigurði Páli Harðarsyni sviðs- stjóra. Þess ber að geta að Ólafur Adolfsson, sem sæti á í nefndinni, átti ekki heiman gengt þennan dag. Viðurkenningarnar voru vandað- ur skjöldur og viðurkenningarskjal í ramma. Í aðdraganda þessa vals gafst íbúum kostur á að senda inn tilnefningar sem ráðið fór síðan yfir en kallaði til liðs við sig Hel- enu Guttormsdóttur lektor við um- hverfisskipulagsbraut LbhÍ. Að sögn Ragnars B Sæmundssonar var markmiðið að vekja í víðum skiln- ingi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli og verðlauna það sem vel er gert í umhverfismálum. Falleg einbýlishúsalóð Hjónin Vilborg Helgadóttir og Jón Þór Þorgeirsson fengu viðurkenn- ingu í flokknum falleg einbýlishúsa- lóð fyrir garðinn við Hólmaflöt 8. Endurgerð lóðar er vel heppnuð, aðkoma er falleg með fjölbreyttum gróðri sem liggur milli gangstétt- ar og skjólveggs. Mikið úrval reyni- tegunda setja skemmtilegan svip á lóðina. Falleg fjölbýlishúsalóð Íbúar við Akralund 2 fengu viður- kenningu fyrir fallega fjölbýlishúsa- lóð, en lóðin er einstaklega snyrti- leg með fallegu samræmi milli að- komu og efnisvals í skjólveggjum, merkingum, ruslageymslum o.s.fv. Skálína er í steypti gönguleið og tilkomumikið náttúrugrjót setur fallegan svip á aðkomu. Hvatningarverðlaun Hvatningaverðlaunin fengu eigendur að Deildartúni 4. Viðar Sigurðsson tók við þeim fyrir sína hönd og annarra eigenda hússins. Verðlaunin eru fyrir miklar endur- bætur utan húss. Í ljós kemur glæsi- leg tignarleg bygging með falleg- um yfirbyggðum svölum og skraut- steypu sem einkennir mörg steypt hús á Akranesi frá upphafi síðustu aldar. Hús með mikið varðveislu- gildi. Vel heppnaðar endurbætur Hjónin Sigurður Már Jónsson og Sigríður Hallgrímsdóttir fengu viðurkenningu fyrir vel heppnað- ar endurbætur á húsi og lóð við Krókatún 8, en húsið er í daglegu tali kallað Sandar. Niðurstaðan er vel uppgert steinhús sem stendur við sjávarlóð, í einum elsta hluta bæjarins. Lóðin situr djúpt og er einstaklega opin og falleg sjávar- megin frá strandstígnum, þar sem einfalt lágvaxið gróðurval vinn- ur með náttúrunni og ströndinni. Endurgerð húss, pallur baka til og gróður skapa sterka upplifun af staðaranda svæðisins. Tré ársins Tré ársins er fallegur ilmreynir sem stendur við aðkomu að raðhúsi þeirra Vigdísar Elfu Jónsdóttur og Hjálms Dórs Hjálmssonar að Jör- undarholti 133. En gaman er að segja frá því að þau Jón Þór og Vil- borg, sem áttu fallegustu einbýl- ishúsalóðina, gróðursettu reynitréð á sínum tíma. Samfélagsverðlaun Loks voru samfélagsverðlaun af- hent. Þau hlaut Helga Ólöf Oli- versdóttir. Helga hefur sýnt ótrú- lega samfélagslega virkni með dag- legum göngum og kaffibollaver- kefni sínu á Covidtímum þar sem hún fór með kaffi og bolla og drakk utan dyra ýmist ein eða með öðr- um og sendi kveðju til vina og ætt- menna á samfélagsmiðlum. Á sama tíma hefur hún gengið í gegnum erfið veikindi, búin að vera mikið ein en sýnt fordæmi sem hvatt hef- ur marga til dáða. mm Viðurkenningar fyrir falleg hús og umhverfi á Akranesi Akranes í haustblíðunni. Ljósm. frg. Vilborg og Jón Þór taka við viðurkenningu fyrir fallega einbýlishúsalóð. Hólmaflöt 8. Hluti íbúa við Akralund 2 tóku við viðurkenningu fyrir fallega fjölbýlishúsalóð. Akralundur 2. Viðar Sigurðsson tekur við hvatningarverðlaunum f.h. íbúa við Deildartún 4. Deildartún 4.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.