Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 24. árg. 27. október 2021 - kr. 950 í lausasölu Í BRAUÐRASPI DEEP FRIED BREADED SHRIMP 999 kr. Tilboð gildir út október 2021 arionbanki.is *Skv. MMR 2021 Ert þú með besta bankaappið? Ef þú ert ekki með Arion appið getur þú sótt það í App Store eða Google Play FRAPPÓ HEFUR ÞÚ PR ÓFAÐ? Fyrr í þessum mánuði fékk Slökkvilið Borgarbyggðar kærkomið tækifæri til æfinga. Sótt hafði verið um leyfi fyrir niðurrifi á gömlu húsi sem stóð í Galtarholts- landi og var ákveðið að kveikja eld og leyfa slökkviliðsmönnum að spreyta sig. Að sögn Heiðars Arnar Jónssonar varaslökkviliðsstjóra eru æfingar sem þessar kærkomnar, en þar fá liðsfélagar í slökkviliðinu m.a. tækifæri til að æfa lestur í eld og reyk, yfirtendrun við bruna og sitthvað fleira. Við slíkt tækifæri er einnig upplagt að taka góða hópmynd. Sjá einnig frétt um nýliðakvöld slökkviliðsins á bls. 14 Ljósm. Rolando Diaz. Fiskverð hefur verið í hæstu hæðum á fiskmörkuðum lands- ins síðustu vikur. Að sögn Andra Steins Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskmarkaðs Snæ- fellsbæjar, er skýringin á þessu háa verði sú að miklar ógæftir hafa verið og lítið framboð ver- ið af fiski. Andri segir að þegar bátar hafa komist á sjó hafi afl- inn verið góður og nefnir að línu- bátar hafa fengið 150 til 200 kíló á bala sem telst mjög gott á þess- um árstíma. Handfærabátar hafa sömuleiðis aflað vel þegar gefið hefur til róðra og sama megi segja um dragnótarbáta. „Ég held að hátt fiskverð muni allavega haldast fram að jólum og spilar þar 13% skerðing á þorskkvóta inn í verð- hækkunina,“ segir Andri og bætir við að jafnframt telji hann að fisk- verð haldist hátt á komandi vertíð og minni sveiflur verði á verði en á síðustu árum. Örvar Marteinsson, skipstjóri á línubátnum Sverri SH frá Ólafs- vík, segir að hann sé ánægður með verðið. „En hins vegar eru miklar brælur og bátar ekki komist á sjó í langan tíma. Það er meira um fisk á grunnslóð en undanfarin ár,“ segir Örvar og bætir við að það sé erfitt að forðast ýsuna á línu- bátum og finnst honum ótækt að bátar í krókaaflakerfinu megi ekki velja sín veiðarfæri eins og að leyfa þeim að fara á netaveiðar. af Gott fiskverð þegar menn komast á sjó Línubáturinn Sverrir SH á veiðum í síðustu viku. Var aflinn fimm tonn og meðal- verð á þorski í þessum róðri var 505 krónur. sími 437-1600 Næstu viðburðir á Söguloftinu STORMFUGLAR Einars Kárasonar Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:00 Miðasala á tix.is og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.