Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 23
við haldið. Hlaðnir túngarðar grípa
augað og eru þeir merki um óslit-
inn þráð búskaparsögu um langan
tíma. Auðséð er að búið er í full-
um rekstri þar sem ýmis tæki þar að
lútandi eru vel sýnileg. Umgengni
snyrtileg.
Sigurbjörg hlaut samfé-
lagsviðurkenningu
Loks hlaut Sigurbjörg Ólafsdótt-
ir íbúi við Berugötu í Borgarnesi
samfélagsviðurkenningu umhverf-
is- og landbúnaðarnefndar. Í niður-
stöðu dómnefndar segir að Sigur-
björg hafi hreinsað trjábeð með-
fram Berugötunni upp á sitt eins-
dæmi. Trén voru að hverfa í grasi
og torfi og því mikil vinna sem hún
lagði á sig óumbeðin til að fegra sitt
nærumhverfi. Hún hreinsaði beðið
með framallri götunni (utan lóða-
marka) og í samstarfi við sveitar-
félagið er nú búið að snyrta tré
og skipta um girðingu og ásýnd
götunnar hefur batnað til muna.
Í texta sem fylgdi með þessari til-
nefningu segir m.a.: „Sigurbjörg
Ólafsdóttir í Berugötu hefur unnið
þrekvirki í götunni. Algjör hvunn-
dagshetja. Hún byrjaði sl. sum-
ar að höggva upp torf í trjábeðinu
meðfram götunni. Trén voru alveg
að koðna niður - voru ber að neð-
an og svo smá brúskar efst. Sigur-
björg hjó og flutti torfið burt í hjól-
börum. Hún tók svo aftur til við
fyrra verk nú í vor og hefur haldið
áfram í allt sumar og oft langt fram
á kvöld. Hún hefur örugglega flutt
fleiri hundruð hjólbörufarma burt
úr beðinu. Hún hefur nú lokið
verkinu alveg frá Berugötu 12 að
Berugötu 30 (öll gatan). Nágrann-
ar hafa dáðst að henni og undrast
atorku hennar. Hún fékk Ámunda
Sigurðsson í áhaldahúsinu til að
saga niður runnana - með samþykki
allra í götunni, því hún sá að niðri í
moldinni undir öllu torfinu leynd-
ust angar af lifandi greinum. Kurl
verður sett í beðin. Gatan er allt
önnur. Enn fylgist Sigurbjörg með
beðinu og hreinsar upp eltingu og
fleira sem skýtur upp kollinum hér
og þar. Hún á aldeilis skilið viður-
kenningu frá Borgarbyggð. mm
Horft inn með Berugötu þar sem Sigurbjörg hefur lagt drjúga vinnu í fegrun umhverfisins í sjálfboðavinnu. Ljósm. mm.
Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir bændur á Brekku. Ljósm. mm.
Fallegt er heim að líta á Brekku. Ljósm. mm.
MEGA BLOKS
Vinnusett
Verð 5.990,-
TOY STORY
Verð frá 3.990,-
PLAY DOH hús
Verð 4.990,- NÝTT
Spil
Verð 3.990,-
CARS brunabíll
Verð 7.490,-
PJ MASK
Verð 3.490,-
NÝTT
PEPPA PIG
Verð 3.290,-
Hvolpasveit
Verð frá 990,-
Barbie
Verð frá 1.990,-
ALLA VIRKA DAGA 13-18
ALLAR HELGAR 11-15
Smiðjuvöllum 32 á Akranesi
OPNUNARTÍMI
NÝTT
LENGRI OPNUN 27. OKT - 29. OKT
MIÐVIKUDAG - FÖSTUDAG: 13:00 - 20:00
Snyrtitöskur
Verð frá 2.990,-