Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Page 33

Skessuhorn - 27.10.2021, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 33 Sif Agnarsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Mjöll. Ljósm. arg una nú í síðasta mánuði. Gunnar er meðferðarnuddari og sem nuddari beitir hann gjarnan blönduðum aðferðum af svæðanuddi, hefð- bundnu nuddi, kínversku nuddi og japönsku nuddi. Ég hef verið að æfa karate í um 25 ár og stofnaði karatefélag í Reykjavík með öðrum manni. Hann er líka nuddari sem lærði í Japan og ég hef lært mikið af honum,“ segir Gunnar. „Ég er fyrst og fremst meðferðanuddari, beiti djúpvefjanuddi og blönduðum að- ferðum eftir hverjum og einum því enginn kúnni er eins. Ég er svolít- ill fantur í þessu en þó ekki svo að ég fari yfir mörkin,“ segir hann og hlær. „Það er mín reynsla að þétt nudd skilar oftast mestu, þó svo það eigi ekki alltaf við alla. Sum- ir þurfa bara létt nudd eða jafnvel bara að á þá sé hlustað. Stór þáttur nuddarans er að hlusta á fólk. Það sem byrjar sem stoðkerfisvandamál á bekknum á oftar en ekki rætur dýpra í sálarlífi viðkomandi. Nafnið Zentai kemur úr japönsku og þýð- ir heild. Ég lít á nuddið sem hluta af heildarvinnu einstaklingsins í átt að heilsu,“ segir Gunnar Hallberg. Til þess að hafa samband við Gunnar er hægt að finna Heilsu- setrið Mystik eða Nuddstofuna Zentai þar sem er að finna allar upplýsingar. Snyrtistofan Mjöll Í lok ágúst opnaði Sif Agnars- dóttir snyrtistofuna Mjöll í hús- næði Mystík við Sunnubraut 13. Þar býður hún upp á allar almenn- ar snyrtimeðferðir; litun og plokk- un, vaxmeðferðir, andlitsmeðferð- ir, fótsnyrtingar og fleira. „Litun og plokkun og fótsnyrting eru lang vinsælustu meðferðirnar hjá mér,“ segir Sif en sjálf elskar hún fót- snyrtingu. „Ég veit ekki hvað það er en ég bara elska fætur,“ segir hún og hlær. „Þegar ég var á nema- samningi var mikið að gera í fót- snyrtingu á stofunni og mér fannst það bara alltaf ótrúlega skemmti- legt.“ Sif mun ljúka námi í fótaað- gerðafræði í desember og stefnir á að bjóða upp á bæði snyrtingar og fótaaðgerðir á stofunni á næsta ári. Sif er fædd og uppalin í Stykkis- hólmi en hún kynntist fyrrverandi manninum sínum sem bjó á Akra- nesi og flutti til hans árið 2003 og hefur búið á Skaganum síðan. Hún lauk námi frá Snyrtiakademíunni í Kópavogi árið 2006 og hefur unnið á nokkrum snyrtistofum í Reykja- vík síðan. „Ég hef verið svona hér og þar. Var á sömu stofunni frá 2008-2013, en þegar ég fór að eiga börnin mín minnkaði ég aðeins við mig,“ segir Sif en hún á fimm börn, 7 og 9 ára og þrjú stjúpbörn, 13, 15 og 17 ára. Spurð hvaðan nafnið á stof- unni kemur segir Sif það koma frá dóttur hennar sem heitir Alexandra Mjöll. „Ég var búin að hugsa mikið út í allskonar nöfn og langaði í nafn tengt fegurð, eins og Bonita sem þýðir fegurð á spænsku. En það er til stofa sem heitir þessu nafni svo ég gat ekki notað það. Svo bara datt mér þetta nafn í hug, Mjöll eins og dóttir mín. Henni finnst það nú pínu skrýtið samt,“ seg- ir Sif og hlær. Til að fylgjast með snyrtistofunni og hafa samband við Sif er hægt að finna Snyrtistof- una Mjöll á Facebook og senda skilaboð. Hægt er að panta tíma á noona appinu, noona.is/snyrtistof- anmjoll. arg Gunnar Hallberg nuddari á nuddstofunni Zentai. Ljósm. aðsend „Hugmyndin að sýningunni varð til þegar Guðríður dóttir mín hvatti mig til þess að halda sýn- ingu á handverki mínu í tilefni af 80 ára afmælinu mínu, sem var á síðasta ári, en Covid faraldurinn kom í veg fyrir að af sýningunni gæti orðið þá,“ segir Guðlaug Bergþórsdóttir hannyrðakona á Akranesi í spjalli við tíðindamann Skessuhorns. „Guðríður hafði samband við Halldóru Jónsdóttur forstöðumann bókasafnsins á síð- asta ári og tók hún vel í þessa hug- mynd. Var því ákveðið að hafa sýninguna núna á Vökudögum í Bókasafni Akraness og verður hún opnuð föstudaginn 29. október klukkan 16 og verður svo opin á opnunartíma bókasafnsins.“ Guðlaug segir að uppistað- an á sýningunni sé prjónaskapur, en einnig eru þar saumaðir dúkar og rúmföt. Dúkarnir eru meðal annars þeir sem hún gerði í barna- skóla og einnig aðeins af því hand- verki sem hún gerði þegar hún var nemandi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. „Ég kynntist fyrst handavinnu þegar ég var í barnaskóla í Leirársveitinni,“ segir Guðlaug sem er frá Súlunesi í Melasveit. „Ég byrjaði í farskól- anum tíu ára og var eina barnið úr Melasveitinni sem var í farskól- anum á þeim tíma. Ég fór oftast á bæi í Leirársveit þar sem börn- um úr sveitunum var kennt. Var það misjafnt á hvaða bæ var kennt hverju sinni. Kennarinn okkar hét Pernille Guðrún Bremnes og bjó á Akranesi. Hún var afskaplega góð- ur kennari og kenndi okkur með- al annars handavinnu. Þar byrj- aði ég í útsaumnum og áhuginn kviknaði. Ég hef í gegnum tíð- ina alltaf haft eitthvað á prjónun- um og notið mín vel í því. Ég hef verið að prjóna vettlinga og peys- ur. Þá hef ég mikið prjónað fyr- ir Handprjónasambandið. Einnig hef ég saumað mikið harðangur og klaustur og heklað milliverk í rúmfatnað fyrir fjölskylduna. Fyrir utan að prjóna fyrir Handprjóna- sambandið þá hef ég bara not- ið þess að prjóna á börnin mín, barnabörnin og þeirra börn.“ Guðlaug og eiginmaður hennar Sigurjón Hannesson eiga í dag átta barnabörn og fjögur langömmu- börn. Guðlaug flutti á Akranes árið 1960 og starfaði fyrst hjá Pósti og Síma í um tvo áratugi. Var á skipti- borðunum, eða „miðstöð“ sem þá hét, og endaði síðan sem bréfberi þegar tæknin sló skiptiborðun- um út. Eftir það hóf hún störf hjá Akraneskaupstað árið 1985 og starfaði allt til ársins 2008, eða í um 23 ár á símaskiptiborðinu og sem móttökuritari eins og það heitir í dag. Sá auk þess um ýmis önnur störf eins og m.a. að senda út gögn fyrir skrifstofuna. Eftir starfslok hefur Guðlaug svo tekið virkan þátt í félagsstarfi aldraðra og hannyrðunum að sjálfsögðu. se: Guðlaug með tvo langömmuprinsa í fanginu, þá Magnús Karl og Hlyn Ágúst. Þeir eru báðir í peysum sem langamma prjónaði. Ljósm. Guðríður Sigurjónsdóttir. „Hef alltaf notið mín vel með prjónana“ Segir Guðlaug Bergþórsdóttir sem heldur sýningu á munum sínum á Vökudögum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.