Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202116 Á morgun, fimmtudaginn 28. október, verður fyrstu lömbunum slátrað í nýju viðurkenndu örslátur- húsi Grímsstaðakjets ehf. á Gríms- stöðum í Reykholtsdal. Hjónin Jó- hanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson keyptu Grímsstaðajörðina árið 2017 af foreldrum hennar og tóku um leið við sauðfjárbúi í fullum rekstri. Þau hófu fljótlega undirbúning að stofn- un kjötvinnslu og sláturhúss. Árið 2020 var kjötvinnsluhúsið byggt og síðasta haust var það tilbúið með viðeigandi leyfum til vinnslu. Nú hefur verið byggt við kjötvinnslu- húsið aðstaða þar sem hægt er að slátra lömbum og geitum við viður- kenndar aðstæður. Öll tilskilin leyfi fyrir sauðfjárslátrun voru í höfn 6. október síðastliðinn. Til að þau fengjust þurfti meðal annars að afla réttinda til að aflífa og blóðga og sláturaðstaðan sömuleiðis að vera úr viðurkenndum efnum, svo sem ryðfríu stáli. Örsláturhús eru skil- greind þannig að leyfilegt er að slátra allt að 30 lömbum á dag en dýralæknir er ætíð viðstaddur, líkt og í öðrum sláturhúsum. Gríms- staðakjet er fyrsta viðurkennda ör- sláturhúsið á Vesturlandi, en fyr- ir er Sláturhús Vesturlands í Brák- arey með mun víðtækara leyfi, en næsta sláturhús við það er alla leið norður á Hvammstanga eða aust- ur á Selfossi. Næsta örsláturhús er hins vegar í Birkihlíð í Skagafirði. Ætla að fullvinna allt kjöt heima Jóhanna Sjöfn og Hörður eiga um 370 kindur á vetrarfóðrum. Þar sem sláturtíð er nú langt komin þetta árið reikna þau með að einungis um 120 gimbrum úr þeirra eigin rækt- un verði slátrað í nýja sláturhúsinu í haust, en hrútlömbin sendu þau til slátrunar á Hvammstanga. Næsta haust munu þau svo bjóða öðrum bændum að slátra og vinna kjöt sitt hjá Grímsstaðakjeti. „Okkar áætlanir ganga út á að slátra öllum okkar eigin lömbum sjálf og fullvinna kjötið hér heima. Nýta allan innmat og það sem til fellur. Þannig sjáum við fyrir okkur að auka til muna virði framleiðslu okkar. Bændur fá nú um 520 krón- ur fyrir kílóið af lambakjöti hjá slát- urleyfishöfum og eru 5500 krónur innheimtar fyrir skrokkinn í heim- töku. Við seljum kjötið frá okkur á 1300 krónur kílóið. Erum því að taka hingað heim allan milliliða- kostnaðinn og aukum þannig virði okkar eigin framleiðslu. Einnig get- um við nýtt innmat, hausa og annað sem til fellur af skepnunni. Kjötið seljum við að hluta til í Hönnubúð í Reykholti, sem við eigum og rekum sjálf, en að öðru leyti markaðssetj- um við og seljum kjötið í gegnum Facebook síðu Grímsstaðakjets.“ Auka vinnu heima fyrir Fénu á Grímsstöðum er öllu ekið á Arnarvatnsheiði í júní og smal- að til réttar í Fljótstungu um miðj- an september. Þau byrja því ekki heimaslátrun úr eigin ræktun fyrr en eftir þann tíma, en segja ekkert því til fyrirstöðu að geta hafið sum- arslátrun í ágúst fyrir aðra bændur sem láta fé sitt ganga í heimahög- um. Þau Jóhanna Sjöfn og Hörð- ur segjast ekki í vafa um að helstu tækifærin í sauðfjárrækt felist í auk- inni verðmætasköpun heima fyrir og hvetja aðra bændur til að íhuga möguleikana sem í þessu felast. „Við viljum fullvinna eigin fram- leiðslu og láta reyna á að hægt sé að lifa af sauðfjárrækt. Með til- komu Grímsstaðakets, slátrun og vinnslu, þá sjáum við fyrir okkur að við munum geta unnið meira hér heima á búinu og minnkað við okkur vinnu utan bús,“ segja þau en Jóhanna Sjöfn rekur versl- un í Reykholti og Hörður vinn- ur við smíðar. „Það er mikill virð- isauki sem felst í þessari starfsemi og gefur okkur ótal möguleika. Ekki er heldur slæmt að geta boðið neytendum upp á gæða kjötafurðir beint frá bónda. Það er viðurkennt að þegar slátrað er heima losna bændur við að flytja lömbin lifandi um langan veg, jafnvel milli lands- hluta, en við það minnkar stressfa- ktorinn í skepnunni áður en henni er slátrað. „Við látum sláturlömb- in á kerru hér heima og keyrum með þau nokkur hundruð metra hingað að sláturhúsinu þar sem þau standa í rólegheitunum þar til röðin kemur að þeim. Eftir slátr- un eru skrokkarnir látnir hanga í fimm daga en eftir það fara þeir ýmist beint í úrbeiningu eða í frost. Við getum því boðið upp á meyrara kjöt því í stóru sláturhúsunum er ekki aðstaða til að láta kjötið hanga og brjóta sig eins lengi og æskilegt er.“ Stefna á fullvinnslu Jóhanna Sjöfn segir að nú hafi hún leyfi til að salta kjöt og var hún einmitt að salta í fötur þegar blaða- maður Skessuhorns leit þar við í síðustu viku. „Ef ég svo vil bæta við vinnsluna, til dæmis framleiða grillkjöt, kæfu eða aðra vöru, þarf ég fyrst að skila inn innihaldslýs- ingu á vörunni, því öll framleiðsla fer í gegnum gæðahandbók og er háð ströngu eftirliti Matvælastofn- unar. Nú er fram undan hjá mér að sækja um leyfi til framleiðslu á til dæmis grillkjöti því við ætlum að nýta allar afurðir sem best til að hámarka virðið. Síðar munum við til dæmis koma okkur upp reykað- stöðu þannig að fólk geti pantað jólahangikjötið beint frá okkur,“ segir Jóhanna Sjöfn að endingu. mm Gjaldskrá Íslandspósts mun um næstu mánaðamót taka breytingum. Þær eru gerðar til að að uppfylla lög sem Alþingi samþykkti í sumar sem kveða á um að gjald endurspegli raunkostnað. Gjaldskrá mun því hækka á einhverjum stöðum, eink- um í þéttbýli, en lækka á öðrum. Hækkanirnar lenda fyrst og fremst á íbúum og fyrirtækjum á lands- byggðinni. Í tilkynningu frá Íslands- pósti vegna hækkunarinnar segir að fyrri lög hafi kveðið á um að sama gjaldskrá væri fyrir póstsendingar, óháð hvar á landinu sendandi eða móttakandi væri staddur. Mark- mið þeirra laga var að kostnaður við sendingar á pósti væri sá sami um allt land. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir við- skiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Lagabreytingar frá því í sumar kveða á um að gjald fyrir sendingar á 0-10 kg pökkum endurspegli raunkostnað við flutn- ing og mun ríkið einnig hætta að niðurgreiða kostnað við sendingar. Gildistaka laganna þýðir að Póst- urinn þarf að aðlaga gjaldskrá sína á pökkum innanlands 0-10 kg sem sums staðar verður til þess að verð hækka en annars staðar munu þau lækka. Einnig tekur 1. nóvember gildi ný verðskrá fyrir fjölpóst sem tek- ur mið af breyttum raunkostnaði við slíkar sendingar. „Fjölpóstur hefur í gegnum tíðina fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum sem varð til þess að viðbótarkostnaður við þessa dreifingu var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnað- ar. Vegna fækkunar á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kall- ar hins vegar á viðkomu á hverjum stað og hefur raunkostnaður við dreifingu hans því aukist. Ný verð- skrá fyrir fjölpóst tekur mið að þess- um breytingum,“ segir í tilkynningu frá Íslandspósti. Póstinum er áfram heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum undir 51 grammi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á verðskrá að svo stöddu og mun Pósturinn því eftir sem áður sinna póstsendingum til allra lands- manna fyrir hönd ríkisins. mm Verðbreytingar hjá Íslandspósti á pökkum innanlands og fjölpósti Jóhanna Sjöfn hellir pækli yfir væntanlegt saltkjöt. Grímsstaðakjet byrjar sauðfjárslátrun í vikunni Hörður Guðmundsson og Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir framan við nýja sláturhúsið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.