Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202132
Þær Anna Guðnadóttir og Erla Rut
Kristínardóttir opnuðu nú í byrj-
un hausts heilsusetrið Mystik við
Sunnubraut 13 á Akranesi en þær
höfðu áður verið að vinna saman
með litla stofu í Reykjavík. Þær
fengu til liðs við sig Sif Agnars-
dóttur og Gunnar Hallberg og opn-
uðu fjórar snyrti- og heilsustofur í
setrinu; snyrtistofuna Mjöll, nudd-
stofuna Zentai, nálastungustofuna
Huoli nálar og ilmkjarnaolíustof-
una Sigurósk ehf. Skessuhorn tók
púlsinn á þessari nýju starfsemi sem
er til húsa í fyrrum höfuðstöðvum
Verkalýðsfélags Akraness.
Huoli nálar
Anna Guðnadóttir hefur opn-
að nálastungu- og kínversku lækn-
ingastofuna Huoli nálar í heilsu-
setrinu Mystik á Akranesi. „Ég beiti
kínverskri læknisfræði í minni með-
höndlun,“ segir Anna í samtali við
Skessuhorn. En hvað er kínversk
læknisfræði? „Það er í raun lækn-
isfræðin sem nálastungur byggja
á. Nálastungur eru notaðar til að
hjálpa líkamanum að laga kvilla og
senda orku á rétta staði í líkaman-
um eftir taugabrautum. Það eru
sérvaldir punktar á líkamanum sem
tengjast líffærum í gegnum tauga-
brautir. Þetta er örugglega elsta
læknisfræði í heiminum,“ svar-
ar Anna og bætir við að með nála-
stungum sé einnig hægt að leiðrétta
orkuflæði um líkamann. „Stundum
safnast upp orka eða er of lítil orka
á ákveðnum stöðum og þá er hægt
að hjálpa orkunni að komast rétt
um líkamann með nálastungum.“
Anna kemur að norðan en flutti
á Akranes fyrir um fjórum árum.
Hún hafði unnið með fötluðu fólki
áður en ákvað að skipta um stefnu
og læra nálastungur fyrir fjórum
árum og lauk því námi fyrir um ári.
„Ég var í raun bara komin á enda-
stöð með mína eigin heilsu og búin
að prófa næstum allt. Ég fór svo
að fara í nálastungur og það kom
mér bara aftur af stað og flysjaði af
alla þá þætti sem voru að ganga frá
mér,“ útskýrir hún. Anna ákvað að
læra sjálf nálastungur hjá konunni
sem hún fór í meðferð hjá og seg-
ir þetta hafa breytt lífi sínu. „Nála-
stungur geta í raun hjálpað með svo
ótrúlega margt, næstum allt. Það er
að aukast að fólk sé að nota nála-
stungur, þær eru til dæmis mikið
notaðar fyrir ófrískar konur og við
allskonar verkjum, meiðslum og
langvarandi sjúkdómum eins og til
dæmis meltingarsjúkdómum. Þetta
getur hjálpað en vissulega getur
þetta ekki læknað allt. Stærri sjúk-
dómar eins og MS verða ekki lækn-
aðir með nálastungum frekar en
hefðbundinni læknisfræði. En nála-
stungur geta hjálpað mikið við að
minnka verki, auka blóðstreymi og
annað sem getur hjálpað fólki að
líða betur,“ segir Anna Guðnadótt-
ir.
Ilmkjarnaolíustofa
Erla Rut Kristínardóttir opnaði
ilmkjarnaolíustofuna Sigurósk ehf. í
heilsusetrinu Mystik. Þar notar hún
ilmkjarnaolíur og létt nudd til að
hjálpa fólki að takast á við allskon-
ar kvilla. Erla ólst upp á Hellissandi
en hefur búið á Akranesi síðustu 16
ár. Hún vann sem stuðningsfulltrúi
við Brekkubæjarskóla áður en hún
ákvað að læra meira um ilmkjarna-
olíur. Hún tók sér leyfi frá störfum
í byrjun árs til að fara í nám. Erla
er enn að bæta við sig þekkingu í
nuddi og notkun ilmkjarnaolía og
stefnir á að einbeita sér betur að
meðhöndlun barna. „Hraðinn í
samfélaginu okkar er orðinn svo
mikill og ég held að börnin gleym-
ist stundum. Það er hægt að hjálpa
þeim mikið með smá náttúrulegri
meðhöndlun með ilmkjarnaolíum,“
segir Erla. En hvað geta ilmkjarna-
olíur gert? „Þær lækna kannski ekki
sjúkdóma en geta linað verki tölu-
vert og hjálpað með ýmsa minni
kvilla, hjálpað líkamanum að laga
sig sjálfur. Ilmkjarnaolíur geta til
dæmis hjálpað fólki með kvíða, að
ná slökun, minnkað verki og aukið
einbeitingu. Það er í raun hægt að
finna ilmkjarnaolíur við öllu. Sjálf
blanda ég sjampó fyrir alla á heim-
ilinu mínu þar sem ég nota ilm-
kjarnaolíur til að meðhöndla hár
hvers og eins, einn er með þurrt
hár, annar feitt og svo vil ég að mitt
hár vaxi hraðar,“ svarar Erla.
Erla notar ilmkjarnaolíur frá
Hraundísi, sem vinnur sínar olíur
úr íslensku hráefni. „Í svona með-
ferð skiptir máli að nota ilmkjarna-
olíur sem standast ákveðnar kröfur
til meðhöndlunar. Það eru margar
ilmkjarnaolíur í umferð sem stand-
ast þær ekki. Einu ilmkjarnaolíurn-
ar sem ég fann á Íslandi sem stand-
ast mínar kröfur voru þessar sem
Hraundís er að gera. Ég er núna
líka komin með samning við heild-
sala erlendis og get vonandi farið
að flytja inn fleiri olíur fljótlega. Þá
get ég farið að selja ýmsar blöndur
og slíkt sem fólk getur notað sjálft.
Til dæmis ilmkjarnaolíur fyrir kon-
ur á blæðingum eða með fyrirtíðar-
spennu. Ég vona að ég geti byrjað
að blanda fyrir fólk strax eftir ára-
mót,“ segir Erla Rut Kristínardótt-
ir.
Nuddstofan Zentai
Gunnar Hallberg hefur opnað
Nuddstofuna Zentai í heilsusetr-
inu Mystik. Gunnar fæddist í Vest-
mannaeyjum 1972 og flutti upp á
land í eldgosinu ári síðar og sleit
barnsskónum í miðbæ Reykjavíkur.
Hann flutti á Akranes árið 2009 eft-
ir að hann kynntist eiginkonu sinni,
Margréti Helgu Jóhannsdóttur
leikskólakennara.
Gunnar hefur starfað við nudd í
yfir 20 ár. Hann lærði svæðanudd
árið 1997 og fór eftir það í Nudd-
skóla Íslands þar sem hann kláraði
námið um aldamótin. Eftir námið
fór hann í starfsþjálfun á tveimur
nuddstofum, annars vegar Sjúka-
nuddstofu Eyglóar í Reykjavík og
hins vegar á stofu í eigu Brynjars
Péturssonar í Grindavík. „Brynj-
ar er þekktur í bransanum, hann er
svona „hard core“ nuddari og fólk
hefur oft leitað til hans þegar önn-
ur meðferðarúrræði hafa skilað litl-
um árangri,“ segir Gunnar. ,,Mér
var hent í djúpu laugina þegar ég
komst að sem nemi hjá Brynj-
ari. Ég gat eiginlega hent því sem
ég hafði lært í tunnuna að mörgu
leyti og það var ákveðið áfall eft-
ir námið en ég er feginn því í dag
því þar lærði ég meðferðartækni
sem sjaldan er kennd í bókum og
fáir hafa kunnáttu í,“ bætir Gunn-
ar við. Eygló var einn fyrsti sjúkra-
nuddari á Íslandi sem fékk lög-
gildingu og segir Gunnar að á þess-
um tveimur stofum hafi leiðin leg-
ið í átt að meðferðarnuddi frekar en
slökunarnuddi. „Mér fannst alltaf
leiðinlegt að nudda slökunarnudd
og skildi ekki tilganginn og það gaf
mér lítið til baka. Það að fá tækifæri
að hjálpa fólki var það sem ég vildi
gera. Ég skildi aldrei þetta klass-
íska sænska nudd og það var oftar
en ekki í takt við kenningarnar og
aðferðafræðina í austurlensku með-
ferðarnuddi,“ segir Gunnar.
Nudd á tímum Me-too
Gunnar segir að í kjölfar Me-too
umræðunnar síðustu ár hafi starf
nuddara orðið flóknara að mörgu
leyti. „Nuddarar þurfa að passa vel
upp á starfshætti sína og samskipti
við nuddþega. Siðareglur og annað
þarf að vera á hreinu. Það hefur því
gert starfsvettvanginn auðveldari
að vinna við meðferðarnudd,
sem oftar en ekki á sér stað með-
an kúnninn er klæddur meira en ef
um slökunarnudd er að ræða. Slök-
unarnudd er það nudd sem mest
er hægt að misskilja og misnota að
mínu mati,“ segir Gunnar og bætir
við að það skipti engu máli hvern-
ig nudd er verið að nota, nuddar-
inn verði alltaf að eiga góð og skýr
samskipti við sinn viðskiptavin, út-
skýra vel fyrir fram hvað hann ætli
að gera og tryggja að nuddþeg-
inn geti alltaf hætt meðferðinni án
þess að þurfa að gefa upp ástæðu.
„Nuddarinn þarf að vera vel vak-
andi um líðan og vilja nuddþegans
og halda meðferð áfram. Nuddar-
inn hefur einnig fullan rétt á að
slíta meðferðarsambandi telji hann
að meðferðarinnar sé óskað á röng-
um forsendum.“
Fyrri störf
Árið 2005 opnaði Gunnar nudd-
stofu á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni, sem þá var að hefja starfsemi
sína. Starfsfólk hafði leyfi að fara í
nudd á vinnutíma og heimilisfólk
hafði aðgang að nuddi, sem oft var
að sögn Gunnars eina hreyfingin
fyrir fólkið, fyrir utan sjúkraþjálf-
un. Sú reynsla að starfa með eldri
borgurum segir Gunnar að hafi
gefið honum hvað mest í starfi sínu
sem nuddari. „Ég varð því miður
að loka rekstrinum þegar kórónu-
veirufaraldurinn hófst í ársbyrj-
un 2020 vegna strangra takmark-
ana á hjúkrunarheimilum,“ útskýr-
ir Gunnar. „Sóttvarnarreglur gerðu
það að verkum að ekki var mögu-
legt að halda úti rekstrinum við þær
aðstæður.“ Samhliða starfi sínu á
Sóltúni vann Gunnar sem nuddari
hjá Mecca spa í Reykjavík á árun-
um 2006-2010. Gunnar hefur að-
eins komið að því að nudda Skaga-
menn og má þar nefna Metabolic
stöðina og á tímabili var hann með
aðstöðu í KFUM húsinu. „Mér
bauðst svo að koma hingað og opna
stofu og það bara hitti vel á,“ seg-
ir Gunnar sem opnaði nýju stof-
Heilsusetrið Mystik tekið til starfa á Akranesi
Heilsusetrið er til húsa á Sunnubraut 13. Ljósm. vaks
Anna Guðnadóttir og Erla Rut Kristínardóttir opnuðu heilsusetrið Mystik á Akra-
nesi. Ljósm. vaks.