Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Page 12

Skessuhorn - 27.10.2021, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202112 Laugardaginn 23. október var bæjarbúum boðið að skoða Bær- ingsstofu sem hefur verið mik- ið endurnýjuð undanfarin misseri. Ingi Hans Jónsson hefur haft yfir- umsjón með framkvæmdunum en verið er að betrumbæta aðstöðu í Sögumiðstöðinni og þar á meðal Bæringsstofu. Allir stólarnir voru til að mynda bólstraðir upp á nýtt og inngangurinn færður svo eitt- hvað sé nefnt. Síðasta laugardag var svo bæjarbúum boðið að skoða þar sem Bæringsstofa er tilbúin. Ingi Hans fór yfir framkvæmdirnar og svo var gestum boðið í kaffi eftir kynninguna. tfk Eins og greint var frá í Skessu- horni í síðustu viku er matarveisla og matarhátíð Vesturlands hand- an við hornið. Nóvembermánuð- ur verður tileinkaður matarmenn- ingu á Vesturlandi og verður haldin matarveisla allan mánuðinn í lands- hlutanum. Þá verður matarhátíð á Hvanneyri laugardaginn 13. nóv- ember frá kl. 13-17, þar sem m.a. verður boðið upp á matarmarkað auk viðburða tengdum mat, matar- framleiðslu og matarhefð. „Áhugi fólks eykst sífellt á að fá að vita um uppruna matar og meðferð hans sem og áhugi á matartengdum viðburðum. Eins og ég segi alltaf: Matur er manns gaman,“ segir Hlé- dís Sveinsdóttir, einn skipuleggj- andi Matarhátíðar á Vesturlandi í samtali við Skessuhorn. „Nóv- ember verður stóri matarmánuð- ur Vesturlands og við ætlum að fá til liðs við okkur veitingahús, fram- leiðendur og aðra aðila, stóra sem smáa, sem tengjast matarhefðum á einhvern hátt, til að minna á hversu rík við erum af góðum mat á Vest- urlandi. Við vorum með matarhátíð 2019 sem var vel sótt og skemmti- leg og okkur langar að endurtaka leikinn,“ segir Hlédís. Fjölbreytt úrval á mat- armarkaðinum Nú þegar hafa nokkrir aðilar skráð sig til leiks með skemmtilega pop- up viðburði í matarveislu nóv- embermánaðar. Má þar til dæm- is nefna sauðfjárbúið Ytri-Hólmi, þar sem ákveðna daga í nóvem- ber verður boðið upp á smakk úr kjötbúðinni af léttreyktum lamba- hrygg, gröfnu og tvíreyktu og fleiru góðgæti beint frá býli. „Mér þyk- ir það svo falleg birtingarmynd að hafa vinnslu og búð heima á sauð- fjárbúi,“ segir Hlédís. Kaffi kyrrð í Borgarnesi tekur líka þátt og mun bjóða upp á slökunarviðburð með kakói 11. nóvember. Á Icelanda- ir hótel Hamri verður villibráðar- kvöld helgina 19. og 20. nóvember. Dönsk jólaveisla verður á Fosshótel Stykkishólmi 25. nóvember og jóla- veisla verður haldin á Vogi Country Lodge á Fellsströnd í Dölum. „Við verðum svo með ýmsar skemmtilegar uppákomur á matar- hátíðinni á Hvanneyri. Það er eitt- hvað svo viðeigandi að halda mat- arhátíð á Hvanneyri, í Landbúnað- arháskóla Íslands, þar sem undir- staða landbúnaðarframleiðslu er,“ segir Hlédís. Hún segir dagskrána á Hvanneyri enn vera að taka á sig mynd. „Kvenfélagið 19. júní ætlar að bjóða upp á veitingar og mun m.a. prófa að vera með bjórvöffl- ur með bjór frá Steðja. Við fáum svo góða heimsókn frá Norður- landi vestra en Vörusmiðjan Biopol kemur með bíl smáframleiðenda í heimsókn. Þau ætla að koma með brot af því besta frá Norðurlandi vestra,“ segir Hlédís og bætir við að enn sé hægt að skrá þátttöku í mat- arhátíðinni á Hvanneyri og matar- veislu nóvembermánaðar. „Allir sem eru að gera eitthvað matartengt eiga erindi í viðburða- dagatal okkar, hvort sem það tengist mat, matarhefð eða matarfram- leiðslu á hvaða stigi sem er,“ seg- ir Hlédís og bætir við að á matar- hátíðinni verða veittar viðurkenn- ingar í Askinum. „Það er hægt að tilnefna frambærilegar matarhetj- ur til 30. október inni á askurinn.is. Við höfum nú þegar fengið margar góðar tilnefningar og viljum endi- lega fá fleiri,“ segir Hlédís. Hægt er að finna allar upplýsingar um við- burði í nóvember og á matarhátíð- inni á Hvanneyri á matarhatid.is. arg Listakonurnar Þóra Sólveig Berg- steinsdóttir og Liv Nome hafa undanfarna daga dvalið í vinnu- stofu Artak350 í Grundarfirði. Þar hafa þær unnið að sýningu sem þær munu halda í Sögumiðstöðinni miðvikudaginn 27. október næst- komandi. Gjörningurinn Sacred er samvinnuverkefni Þóru Sólveigar og Liv síðan 2016. Myndbandsverk þeirra, sem nefnist Standing, verð- ur sýnt ásamt tónlistar- og mynd- bandsverkefninu Flora eftir Liv Nome saman með nýju efni frá Grundarfirði. Þetta er samtvinn- að við verkið Sacred sem var frum- sýnt á A! Gjörningahátíð 2017. Það verður spennandi að sjá afrakstur- inn af þessari vinnu þeirra Liv og Þóru og eru Grundfirðingar og nærsveitungar hvattir til að mæta. tfk Unnsteinn Guðmundsson og fjölskylda færðu Sögumiðstöðinni uppstoppaðan hrafn sem Unnsteinn stoppaði upp. F.v. Björg Ágústsdóttir, Tinna Unnsteinsdóttir, Ingi Hans Jónsson, Ari Unnsteinsson, Rúna Ösp Unnsteinsdóttir og Unnsteinn Guðmundsson. Bæjarbúum boðið að skoða Bæringsstofu Ingi Hans er hér að fara yfir fram- kvæmdirnar með gestum. Áhugasamir hlýða á fyrirlesturinn í nýbólstruðum sætunum. Mynd frá sýningu gjörnings þeirra Liv og Þóru. Sacred Flora sýnt á Rökkurdögum Liv Nome og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir í vinnuaðstöðu sinni hjá Artak350. Þóra Sólveig og Liv í listgjörningnum Sacred Flora. Matur er manns gaman Nóvember verður stóri matarmánuður Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.