Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202134
Alþjóðlega stuttmyndahátíð-
in Northern Wave var haldin
í þrettánda skiptið um síðustu
helgi í Frystiklefanum á Rifi.
Að sögn Daggar Mósesdóttur,
stjórnanda hátíðarinnar, hef-
ur aldrei áður verið boðið upp
á jafn stóra tónleikaveislu en nú
spiluðu bæði Reykjavíkurdæt-
ur og Vök. Fyrirtæki á svæð-
inu styrktu tónleikana og buðu
bæjarbúum í Snæfellsbæ og
Grundarfirði frítt á þá. Hátíð-
in hefur alltaf haft mikla tónlist-
artengingu en íslensk tónlistar-
myndbönd eru í keppni á hátíð-
inni.
Það var því skemmtileg til-
viljun að Reykjavíkurdætur
báru sigur úr býtum fyrir besta
tónlistarmyndbandið við lagið
„Thirsty hoes“ í leikstjórn Þur-
íðar Blær Jóhannsdóttur sem er
ein af Reykjavíkurdætrum. Besta
alþjóðlega stuttmyndin var
íranska stuttmyndin „Don’t Tell
Anyone“ eftir Sahar Sotoodeh,
besta íslenska stuttmyndin var
„Selshamurinn“ eftir Uglu
Hauksdóttur og „Krepptur
Hnefi“ eftir Loga Sigursveins-
son fékk sérstaka viðurkenningu.
Í dómnefnd voru leikarinn Ólaf-
ur Darri Ólafsson sem var jafn-
framt heiðursgestur á hátíðinni,
handritshöfundurinn Ottó Geir
Borg og Nanna Frank Rasmus-
sen gagnrýnandi Politiken.
Boðið var upp á sérstaka
barnadagskrá um helgina m.a.
með sundbíói í Sundlaug Ólafs-
víkur, stuttmyndanámskeiði fyr-
ir krakka og bíóplakatasmiðju
í Frystiklefanum. Að auki var
haldin norræn vinnusmiðja fyr-
ir ungar norrænar kvikmynda-
gerðarkonur undir yfirskriftinni
„Norrænar Stúlkur Skjóta.“
mm/ Ljósm. Rut Sigurðardóttir
Á ferðalagi sínu á Snæfellsnesi á
dögunum átti blaðamaður Skessu-
horns leið fram hjá Sjóminjasafn-
inu á Hellissandi og fékk að koma
í heimsókn þó safnið væri lokað.
Miklar breytingar hafa verið gerð-
ar á Sjóminjasafninu á síðustu árum
og var það enduropnað árið 2018
með mikilli viðhöfn. Þá voru kynnt-
ar tvær nýjar sýningar. Annars vegar
„Sjósókn undir Jökli“ en hún er í
bátaskýlinu. Þar er Blikinn í aðal-
hlutverki og þeir safngripir sem til-
heyra sjósókn og ekki síst árabáta-
öldinni. Þar má einnig sjá gamalt
fiskbyrgi sem Þórður I. Runólfsson
á Lágafelli hlóð ásamt litlum beitn-
ingarskúr sem rifjar upp stemn-
inguna á bryggjunni. Hins vegar
hefur gamli salurinn í safninu verið
endurgerður og meðal annars feng-
ið nýtt gólf og þar er sýning sem
nefnist „Náttúran við ströndina.“
Uppistaðan í þeirri sýningu eru
nokkur sérsöfn og er stærst þeirra
fuglasafnið úr grunnskólanum sem
Smári Lúðvíksson safnaði á sín-
um tíma, en það telur um 60 fugla.
Einnig er til sýnis steinasafn Guð-
mundar K. Hjartarsonar sem bjó í
Ólafsvík en lést 1997. Guðmundur
safnaði einkum steinum af Snæfells-
nesi og er hluti af safni hans til sýnis
svo og lítið safn skelja, kuðunga og
smádýra. Gerðar voru eftirmynd-
ir af 20 helstu nytjafiskum og þær
settar upp á lifandi hátt. Í fyrra voru
fjórar sýningar í safninu: Auk sjó-
sóknar undir jökli voru sýningarn-
ar Náttúran við Hafið, Sagan Okkar
sem er ljósmyndasýning og Land-
námsmenn í Vestri sem er í garðin-
um við Sandahraun. Þar hefur
einnig verið komið fyrir styttunni
Jöklarar eftir myndlistarmanninn
Ragnar Kjartansson sem var afhjúp-
uð árið 1974. Safnið er sjálfseignar-
stofnun og er rekið af sjálfboðalið-
um. Öll þessi uppbygging kostaði
sitt og er safnið svo lánsamt að eiga
góða styrktaraðila sem eru Snæ-
fellsbær , útgerðir í Snæfellsbæ og
aðrir góðir sem hafa verið að styrkja
safnið, einnig hefur safnið fengið
rekstrarstyrk frá SSV undanfarin ár.
Að sögn Þóru Olsen, verkefn-
isstjóra safnsins, sem tók á móti
blaðamanni og leiddi hann um
safnið er opið frá 1. júní til 30. sept-
ember, kl. 10-17 alla daga. Á öðr-
um tímum er opið eftir samkomu-
lagi fyrir hópa. Blaðamaður Skessu-
horns fékk að taka nokkrar mynd-
ir á safninu sem fylgja með fréttinni
og hvetur fólk að kíkja við á safninu
því þar er margt skemmtilegt, fræð-
andi og forvitnilegt að finna. vaks
Dögg Mósesdóttir stýrði verðlaunaafhendingu.
Að aflokinni Northern Wave hátíðinni í Rifi
Ólafur Darri Ólafsson var heiðursgestur á hátíðinni. Reykjavíkurdætur á tónleikum.
Gestir í sundlaugarbíói.
Mikið safn fugla er á safninu.
Sjóminjasafnið á Hellissandi heimsótt
Styttan Jöklarar eftir Ragnar Kjartansson.
Blikinn, elsti varðveitti fiskibátur á Íslandi frá árinu 1826.
Þóra Olsen er allt í öllu á Sjóminjasafninu.