Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202126 Freyja Þöll Smáradóttir hefur ver- ið ráðin nýr félagsmálastjóri í Hval- fjarðarsveit og hefur hún nú þegar tekið til starfa. Freyja er fædd og uppalin á Akranesi en á ættir að rekja í Hvalfjarðarsveit og á þaðan góðar minningar, úr sveitinni hjá ömmu. Freyja er gift Davíð Erni Gunnarssyni og saman eiga þau tvö börn, þriggja og tíu ára. Hún lauk MA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2015 og hef- ur unnið síðustu sex ár við félags- þjónustu og barnavernd í Borgar- byggð. Freyja tók ársleyfi frá störf- um sínum í Borgarbyggð til að taka við nýju starfi í Hvalfjarðar- sveit. „Mig langaði að breyta aðeins til. Hér eru ýmis tækifæri og aðrar áskoranir sem mig langaði að tak- ast á við,“ segir Freyja í samtali við Skessuhorn. Sem félagsmálastjóri hefur Freyja yfirumsjón með barnavernd og félagsþjónustu Hvalfjarðarsveit- ar auk þess sem hún sér um jafn- réttismál sveitarfélagsins. „Þetta eru víðtæk svið en ég sé m.a. um málefni fatlaðs fólks, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og fjölskyldna. Þetta er svona það yfirgripsmesta í mínu starfi,“ segir Freyja. Ég mun svo seinna taka við málefnun aldraðra. Hún er eini starfsmaður félagsþjónustunn- ar í Hvalfjarðarsveit og segir það spennandi áskorun. „En ég er samt alls ekki ein. Hér er margt gott fólk að vinna og þetta er lítill vinnustað- ur þar sem allir hjálpast að,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki endi- lega hafa ætlað sér að starfa innan félagsþjónustunnar en það hafi æxl- ast þannig. „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á fólki og einhvern veg- inn fannst mér þetta spennandi svið og lífið leiddi mig held ég bara þangað,“ segir Freyja Þöll, nýr fé- lagsmálastjóri í Hvalfjarðarsveit. arg Pakkhúsið í Ólafsvík er eitt af elstu húsum á Snæfellsnesi og á sér ríka sögu af kaupmennsku og verslun. Blaðamaður Skessu- horns var á ferðinni á dögunum á Snæfellsnesi og rak augun í þetta svarta fallega hús sem staðsett er í hjarta Ólafsvíkur. Hjónin Rut Ragnarsdóttir og Heimir Berg Vilhjálmsson reka þar í dag versl- unina Útgerðina sem var opn- uð árið 2019. Útgerðin er verslun sem selur íslenska hönnun í bland við sælkeravörur og aðrar sér- valdar hönnunarvörur. Rut stýr- ir skútunni alla daga og er með puttana í öllum þáttum en Heim- ir stekkur til og aðstoðar eftir þörfum. Í byrjun buðu þau upp á veitingar og kaffi samhliða versl- unarrekstrinum en ákváðu eftir að Covid skall á að breyta til og einfalda reksturinn. Þá opnuðu þau vefverslun (utgerdin.shop) í fyrsta faraldrinum sem stækkaði fljótt og ljóst að staðsetning versl- unar skiptir litlu máli í þeim efn- um. Mest í vefversluninni er keypt af Íslendingum en oft er fólk sem kemur í búðina og pantar svo á netinu. Til dæmis var Rut að undirbúa sendingu til Tékklands þegar blaðamaður tók hana tali og spurði hana fyrst hvernig sumarið hefði gengið í versluninni. „Sumarið gekk mjög vel, við vissum auðvitað ekkert hvernig það myndi verða en það má segja að í byrjun júlí hafi þetta lifnað mikið við. Snæfellsnes er auðvit- að einstaklega fallegt og það er töluverður fjöldi af ferðamönnum sem leggur alltaf leið sína hingað. Mikill fjöldi af Íslendingum var líka á ferðinni á svæðinu í sum- ar og það hefur haldist þannig.“ Rut hefur frá upphafi alltaf staðið vaktina í búðinni en frænka henn- ar, Sigurborg Kristín, byrjaði að vinna hjá henni snemma í sumar en opið er alla virka daga frá 11- 18 og á laugardögum frá 11-16. Aðaláherslan á íslenska hönnun En hvað er aðallega til sölu í versl- uninni? „Við erum með föt og fylgihluti fyrir dömur og herra, barnavörur, sælkeravörur, skart- gripi, snyrtivörur og nánast allt fyrir heimilið. Við leggjum að- aláherslu á íslenska hönnun og erum komin með mikið úrval og breiða línu. Við bjóðum upp á fal- legar og vandaðar vörur frá mörg- um flottum íslenskum hönnuðum eins og til dæmis Farmers Market, Feld Verkstæði, Kormáki og Skildi, Fólk Reykjavík, Sóley, As We Grow, Urð, Spa Of Iceland, Hlín Reykdal og fjölmörgum fleiri. Mest erum við með gjafa- vörur og svo erum við með sæl- kerahorn fyrir allt sem tengist eldamennsku. Íslendingum finnst gaman að koma í litlar verslan- ir út á landi því það er bara ein- hvern veginn öðruvísi stemning þar. Þá eru einnig fullt af hönnuð- um að hafa samband við okkur sem eru að spyrja hvort við getum selt vörurnar þeirra og við hvetj- um alla sem vilja hafa samband til að gera það.“ Rut segir að hún horfi björtum augum fram á veginn enda styttist í jólin: „Við erum afar spennt fyrir jólaversluninni, síðustu jól vorum við með gjafaþjónustu sem margir sem eru búsettir erlendis nýttu sér. Þá pantar fólk í vefversluninni og við sáum um jólagjöfina frá A til Ö. Við pökkum inn, græjum kortið og sendum til viðkomandi. Þeir sem eru erlendis sleppa þá við að senda vörur á milli landa, allt tollavesen og annað. Það voru ansi margir sem nýttu sér það og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram.“ Hafa fyrirtækin hér á svæðinu verslað við ykkur jólagjaf- ir til sinna starfsmanna eins og tíðkast? „Síðustu jól hafa bæði fyrirtæki og félagasamtök verslað vel yfir 600 gjafir hjá Útgerðinni sem er ómetanlegt fyrir okkur og það er alltaf frábært þegar fyrir- tæki versla í heimabyggð.“ Var eitt sinn líkgeymsla Hvað geturðu sagt mér um þetta hús? Pakkhúsið er friðað hús og var byggt árið 1844. Það var upp- haflega vöruskemma fyrir versl- un sem var hérna við hliðina sem hét Dagsbrún en hún brann árið 1963. Húsið hefur gegnt mörg- um hlutverkum í gegnum tíðina og mér skilst að hér hafi á einhverj- um tímapunkti verið vöruskemma, fiskbúð, verslun og meira að segja geymsla fyrir sjórekin lík. Þetta er ótrúlega fallegt og tignarlegt hús og gaman að blanda saman þessari nýju hönnun við húsið sem gerir þetta svo einstakt allt saman. Það er gott að vera í húsinu á veturna þegar það fer að dansa með vindin- um og það er notalegt brak í gólf- inu sem minnir mann á gamla og góða tíma.“ Á annarri og þriðju hæð Pakk- hússins er safn. Alþýðuheimili á annarri hæðinni og Krambúðarloft á þeirri þriðju sem mjög gaman er að skoða. Þá eru einnig ljósmynda- og listsýningar í versluninni af og til og hafa til dæmis verk eft- ir Erró, Baska og fleiri góða lista- menn prýtt veggina. Þessa dag- ana er sölusýning með þýsku lista- konunni Carolinu Giese sem býr í Hvalfjarðarsveit og hefur sérhæft sig í ljósmyndum af íslenska hestin- um. Rut segir að lokum að þessi verslun sé verkefni sem hafi aldeil- is undið upp á sig, það hafi dottið upp í hendurnar á þeim og þau hafi ákveðið að nýta tækifærið: „Mað- ur hefur tekið eftir því að fólk úr nágrannabæjunum er oftar að taka rúnt og kíkja til okkar annað slagið og við erum afskaplega ánægð með það og þakklát fyrir viðtökurnar.“ vaks Freyja Þöll, nýr félagsmálastjóri í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. aðsend. Freyja Þöll er nýr félagsmála- stjóri í Hvalfjarðarsveit „Afskaplega ánægð og þakklát“ Litið við í versluninni Útgerðinni sem er í 177 ára gömlu húsi í Ólafsvík Alþýðuheimili er á annarri hæðinni. Rut og Sigurborg Kristín í versluninni. Sælkerahornið. Verslunin Útgerðin er í Pakkhúsinu í Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.