Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 35
Vísnahorn
Heilsufar þjóðarinnar hefur alla tíð
verið misjafnt enda svo sem ekkert
vit í öðru. Nú er farið að meðhöndla
sem sjúkdóma hluti sem þóttu bara
eðlileg afturför hér á árum áður. Eða
hvernig haldið þið að færi ef mann-
kynið öðlaðist skyndilega eilíft líf?
Einhvers staðar verða nú blessuð litlu
börnin að komast fyrir og vaxa upp.
Guðmundur Kristjánsson var ein-
hvern tímann frá vinnu slappur og
þurfti að skila þvagprufu til meina-
tæknis að nafni Margrét. Sem hann
rölti til sjúkrahúss með þvagprufuna
í vasanum og heldur niðurdreginn
tautaði hann fyrir munni sér:
Ekkert þras við Möggu má,
máske lasinn er ég,
heitt í vasa heiman frá
hland í glasi ber ég.
Eins er það nú með blessaða prestana
sem gefa okkur sífelldlega gott for-
dæmi í lífinu með framgöngu sinni
svo í pólitík sem á öðrum sviðum.
Jakob Jónsson orti í kirkju:
Þessi sýn er eins og óleyst gáta.
Einhvern veginn tekst það samt
að láta,
trúlega með tilstyrk heilags anda
tóman poka af eigin rammleik
standa.
Og í annarri kirkju á öðrum stað yrk-
ir Egill Jónasson:
Heimskan mesta heyrist, sést
hér sem pest í fræðum.
Amen presta ennþá best
er í flestum ræðum.
Mörgum gengur illa að ákveða sig
fyrir kosningar hvaða flokkur skuli
nú hljóta hið dýrmæta atkvæði.
Reyndar jafnvel enn erfiðara eft-
ir kosningar þegar hinir háu herrar
reyna með erfiðismunum að finna
út úr því hvaða flokkur hafi nú í
raun hlotið atkvæðið. Kristján Ei-
ríksson orti svona vangaveltuvísur
nú fyrir kosningarnar en þó aðeins
fyrripartana þar sem seinnipartar
voru endurnýttir í umhverfisvernd-
ar- og orkusparnaðarskyni og koma
hér sýnishorn af þeim kveðskap:
Til sósíalista geng ég greitt
gegnum auðvalds mistur
„fer þó aldrei fram á neitt
fremur en Jesú Kristur.“
Frjálslyndra ég fylli hjörð
frækn í snörpum brýnum
„hví er alltaf einhver hörð
arða í skónum mínum?“
Sumir hafa haft þá stefnu að kjósa
bara það sama og forfeður þeirra
hafa alla tíð kosið en þá er að finna
út hvaða staðsetningu þeir hafa kos-
ið sér á sínu x´i og hvernig ber að
leita þess sannleika. Böðvar Guð-
laugsson orti um sínar ættfræði-
rannsóknir:
Oft hef ég rýnt í rykfallnar
ættfræðiskræður
og reynt að brjótast gegnum
þann kynjaskóg
en aldrei komist lengra en í
langömmubræður
og langafasystur – og finnst
það andskotans nóg.
Öll eigum við okkur misgóða daga
og stundum liggur vel á okkur en
stundum heldur lakar. Stundum
verður til einhver ólundarkveð-
skapur en á milli sveiflumst við í
taumlitla bjartsýni og (sjálfs)ánægju.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti í
þunglyndiskasti limru sem bar yf-
irskriftina „Niðursveifla“ en síð-
an bráði af honum og varð þá til
bragarbót þannig að nú nefnist allt
heila gallaríið bara „Sveifla“:
(För mín er fáránlegt spil.)
För mín er fagnaðarspil,
(fátt sem ég veit eða skil,)
flest bæði veit ég og skil,
(sálin er rotin)
sálin er fín
(og sjálfsmyndin brotin.)
og sjálfsmyndin skín.
(Ég vildi´ að ég væri´ ekki til.)
Ég verð eflaust að eilífu til.
Úr þessu urðu sem sagt tvær limr-
ur, önnur innan sviga en hin utan og
verður hver að gera upp við sig hvor
limran gildir miðað við sálarástand
viðkomandi einstaklings á hverjum
tímapunkti.
Til eru vísur sem eru nánast eins
og talað mál og eiginlega bara
áherslurnar sem gera það að verk-
um að úr verður vísa en ekki bara
ein eða tvær setningar í lausu máli.
Andrés Björnsson mun hafa orðið
fyrstur manna til að vekja athygli
á þessari tegund vísna samanber:
,,Það er hægt að hafa yfir heilar
bögur án þess rímið þekkist þegar
þær eru nógu alþýðlegar.“ Vig-
fús Runólfsson kom einhvern tím-
ann á skrifstofu Þorgeirs og Ellerts
og spurði eftir Þorgeiri en var sagt
að hann væri ekki við. Vigfús sner-
ist einn hring á gólfinu en sagði svo:
Inntu Þorgeir eftir því
ef hann staðar nemur,
hvort ég geti fengið frí
á föstudaginn kemur.
Valgeir bróðir hans hafði einhvern
tímann verið að gera við raflögn í
MB Höfrungi II og að afloknum
starfsdegi byrjaði hann að skrifa á
vinnukort:
,,Yfirfarið afturljós”.
Þegar hér var komið sögu stopp-
aði hann augnablik, horfði á kortið
smástund og hélt svo viðstöðulaust
áfram:
,,og eins í báðum lestum.
Það var opnuð dós og dós
og drulla í þeim flestum.
Útleiðsla var einnig þar.
sem afar miklu varðar,
fjöldamargir mótorar
mynduðu núll til jarðar.
Öll var lögnin eydd og tætt
af elli og hverskyns skaða.
Allt var þetta endurbætt
með ótrúlegum hraða.“
Á organistanámskeiði sem fram
fór í Skálholti var hluti námsefn-
is að spila af fingrum fram. Í tilefni
námskeiðsins hafði orgeli verið stillt
upp frammi í kirkjunni. Þar gengu
þeir um Ingi Heiðmar Jónsson og
Ólafur Hjartar ásamt fleirum og ein
námskeiðssystir þeirra sat við org-
elið og æfði fæturna hvað ákafleg-
ast án fingrasnertingar við nótur en
túristar horfðu á í þögulli undrun
og aðdáun. Þeir félagar ortu:
Ekki þurfti að hrista hramm
hrundin sú hin slynga:
Lék hún vel af fótum fram
fyrir útlendinga.
Loftslagsmálin hafa verið mjög til
umræðu að undanförnu og ýms-
ir sökudólgar tilnefndir í þeim
málum. Eigi að síður eða kannske
einmitt þess vegna eru haldin stór
og mikil þing og málin rædd í þaula
af hinum ábyrgustu mönnum sem
að sjálfsögðu eru mjög uppteknir í
daglega lífinu og hafa tæplega tíma
til að ferðast með lágjaldaflugfélög-
um, enda orti Jón Jens:
Ljót er hún staðan með lofts-
lagið
lausnirnar þola enga bið,
þyrpist nú hingað þotulið
og þar eru margir sem reka við-
-amikla baráttu gegn hlýnun
jarðar.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Lék hún vel af fótum fram - fyrir útlendinga
Ensku frímúrarastúkurnar
United Lodge of Prudence No
83 og Belgrave Chapter No 121
ákváðu nýverið að styrkja ný-
smíðasjóð björgunarskipa Lands-
bjargar um 2000 pund. Var styrk-
ur þessi veittur í tengslum við
heimsókn íslenskra frímúrara á
fundi áðurnefndra stúka.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
er í viðamikilli framkvæmd með
endurnýjun allra 13 björgunar-
skipa sinna á næstu tíu árum. Nú-
verandi skip félagsins eru komin
vel til ára sinna þar sem meðal-
aldur þeirra er rúm 35 ár. Skip-
in voru á sínum tíma keypt á
gjafverði af Konunglegu bresku
s j ó b j ö r g u n a r s a m t ö k u n u m
(The Royal National Lifeboat
Institution) og er það því tákn-
rænt að fyrstu styrkir sem berast
í nýsmíðasjóð björgunarskipanna
skuli koma frá Bretlandi.
Smíðin hefst
í nóvember
Búið er að semja um smíði á
fyrstu þremur björgunarskipun-
um sem smíðuð verða í Finnlandi
og afhent 2022 og 2023. Hvert
skip kostar 285 milljónir en Rík-
issjóður mun greiða helming
þess kostnaðar. Safnað hefur ver-
ið í nýsmíðasjóð björgunarskipa
í langan tíma en nú er smíðin að
hefjast og því komið að fyrstu
greiðslum. Því eru styrkir sem
þessir kærkomnir fyrir verkefnið,
segir í tilkynningu Landsbjargar.
„Sérstaklega löng og ríkuleg
hefð er fyrir styrkjum samtaka
eins og frímúrara til reksturs og
útgerðar björgunarskipa í Bret-
landi og er því allnokkur heið-
ur fyrir Slyasvarnafélagið Lands-
björg að þessar tvær stúkur skuli
hafa tekið ákvörðun um að styðja
þetta verðuga verkefni félags-
ins sem er ætlað til að auka ör-
yggi sjófarenda og annarra við
Ísland til muna. Slysavarnafélag-
ið Landsbjörg vill koma sérstöku
þakklæti á framfæri til þeirra ís-
lensku frímúrara sem komu að
þessari ákvörðun ásamt þakk-
læti til meðlima United Lodge of
Prudence og Belgrave Chapter,“
segir í tilkynningu. mm
Í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg-
arnesi verða fimmtudaginn 4. nóv-
ember kl. 19:30 kynntar tvær ný-
útkomnar borgfirskar bækur en
höfundar þeirra tengjast bæn-
um Gufuá í Borgarhreppi sterk-
um böndum. Gróa Finnsdótt-
ir les upp úr bók sinni Hylurinn,
sem er hennar fyrsta skáldsaga, en
bókinni er lýst sem dramatískri og
spennandi sögu af heillandi mann-
lífi, andlegum þroska, ástum og fal-
legri vináttu. Bókin gerist að stór-
um hluta í Borgarnesi. Þá verður
einnig kynnt bók Sigríðar Ævars-
dóttur og Benedikts Líndal sem ber
heitið Tölum um hesta en í bókinni
segja þau frá eftirminnilegum hest-
um og atvikum þeim tengdum og
inn í frásögnina er fléttað saman
fræðslu, ljóðum og fleiru. Bókina
prýða enn fremur myndir Sigríðar.
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá,
allir velkomnir. -fréttatilkynning
Enskar frímúrarastúkur styrkja
nýsmíði björgunarskipa
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrknum var veitt viðtaka.
Ljósm. Landsbjörg.
Kynna bækur sem tengjast
Gufuá í Borgarhreppi