Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Síða 17

Skessuhorn - 27.10.2021, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 17 Í þrálátum rigningum í haust hafa nokkrar aurskriður fallið í vestan- verðu Kirkjufelli í Grundarfirði. Á meðfylgjandi mynd má glöggt sjá að skriðurnar eru sumar hverjar nokkuð breiðar. sk Framkvæmdir hófust í júlí síðast- liðnum við tólf íbúða fjölbýlishús á reitnum við endann á Vestur- götu á Akranesi, nálægt þar sem Ægisbraut, Vesturgata og Esju- braut mætast en sem telst vera Vall- holt 5 samkvæmt skipulagi. Ágæt- is gangur hefur verið í þessu síð- ustu mánuði og önnur hæð hússins er nú komin á sinn stað. Blaðamað- ur Skessuhorns tók þessar myndir í vikunni þegar hann átti leið fram hjá húsinu. vaks Um liðna helgi hélt Lionsklúbbur Nesþinga á Snæfellsnesi kótilettu- kvöld í fjórða sinn. Vel var mætt og nánast fullur salur í félagsheim- ilinu Röst á Hellissandi. 60 kíló af kótilettum voru steiktar fyr- ir kvöldið en þær voru fengnar hjá Hraðbúðinni á Hellissandi. Veislu- stjóri var Sigríður Klingenberg en hún er Söndurum að góðu kunn, ættuð frá Laufási á Hellissandi. Sá hún meðal annars um skemmtiat- riði ásamt því að aðstoða við út- drátt í happadrætti kvöldsins. Af- ganginn af kótilettunum færðu lionsmenn dvalarheimilinu Jaðri. Vildu Lionsfélagar fá að nýta tæki- færið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu eða gáfu vinninga í happadrættið. þa Nemendur 1. bekkjar í Grunn- skóla Snæfellsbæjar skelltu sér út í list- og verkgreinatíma í liðinni viku. Tilefnið var að prófa nýja poppkorns körfu sem skólinn festi kaup á á dögunum til að nota í úti- kennslu. Poppkorns karfan gerir nemendum kleift að fylgjast með því þegar poppmaísinn spring- ur út og breytist í brakandi popp- korn. Veðrið var ágætt og settu nem- endur ásamt þeim Ingu mynd- menntakennara og Paulinu heimil- isfræðikennara körfuna og eldstæðið upp á skólalóðinni á Hellissandi. Smávægilegir byrjunarörðugleik- ar gerðu vart við sig en nemendur og kennarar létu það ekki á sig fá og byrjuðu bara aftur. Það voru svo kátir og glaðir krakkar sem gæddu sér á gómsætu poppkorni sem þau höfðu poppað yfir opnum eldi með kennurunum sínum. Ætlunin er, ef veður leyfir, að fleiri nemendur skelli sér út í þessari viku til að prófa búnaðinn. þa Nokkrir nemendur í kvikmynda- tækni í Tækniskólanum í Reykja- vík unnu tvo daga í síðustu viku við tökur á stuttmynd sem tekin er upp í yfirgefnu húsi á Akranesi. Húsið umrædda er við Vesturgötu 74, heitir Bjarg en ekki hefur ver- ið búið í húsinu í yfir 25 ár. Sam- kvæmt heimildum bjuggu þar síð- ast mæðgurnar Erna Oddgeirsdótt- ir og Jóna Kristín Emilsdóttir. Að sögn Þórhildar Kristínar, sem er leikstjóri stuttmyndarinnar og hitti blaðamann á tökustað, hefur fullt af fólki sem átt hefur leið fram hjá húsinu verið að forvitnast hjá þeim hvað væri í gangi. Hún segir að þau séu að taka upp sitt fyrsta verkefni í skólanum og þemað sé hrollvekja. Það sé mjög erfitt „consept“ þar sem það þarf að vera mjög hræði- legt og því erfitt að fanga það. Tóta, eins og hún er kölluð, segir að Bald- ur, sem er ættaður af Skaganum og einn af samnemendum þeirra, hafi bent þeim á þetta yfirgefna hús og þau fengið leyfi hjá núver- andi eiganda þess að nota það í tök- ur. Í húsinu eins og gefur að skilja er hvorki rafmagn né vatn og því frekar kalt hjá nemendunum í tök- unum en allar tökur myndarinnar eru teknar inni í húsinu. Rafmagn fyrir ljós og tæki fengu þau lánað úr tveimur nærliggjandi húsum og eru afar þakklát fyrir það. Alls eru þau sjö nemendurnir sem taka þátt í stuttmyndinni en um er að ræða leikara, myndatökumenn, ljósamenn og hljóðmann ásamt leikstjóra. Fengu þau að auki einn kennarann sinn til að leika í fyrstu senu myndarinnar. Tveir tökustað- ir eru í myndinni en hinn er Kex Hostel í Reykjavík. Tóta segir að myndin verði sýnd í skólanum og segir að í raun sé sagan byggð á því hvernig húsið var útlits. Myndin fjalli í stuttu máli um málarann Úlf sem tekur að sér að mála þetta hús en er varaður við því að taka verkið að sér því tveir menn hafi áður horf- ið sem ætluðu að mála það. Skugga- legir hlutir gerast í framhaldinu sem óþarfi er að fara nánar út í. Aðspurð um námið í Tækniskól- anum segir Tóta að það sé mjög skemmtilegt og gott nám og hún mæli eindregið með því. Það sé bæði hægt að fara í kvikmyndaskól- ann og kvikmyndatækni í Tækni- skólanum en báðir skólarnir séu góðir á sinn hátt. Hún segir að þau muni ljúka námi í desember á næsta ári með diplóma í kvikmyndatækni og kvikmyndagerð og hlakki mikið til að starfa við kvikmyndaiðnaðinn á næstu árum. vaks Fjölbýlishús við Vallholt tekur á sig mynd Nemendur poppuðu yfir opnum eldi Húsið Bjarg við Vesturgötu 74. Tóku upp stuttmynd í yfirgefnu húsi Randí, Tóta, Daníel Máni, Sindri Snær, Kristinn Heiðmar, Baldur og Sólmundur. Aurskriður hafa fallið í Kirkjufellinu Veislustjórinn ásamt Kristni bæjarstjóra og Óla Rögg. Kótilettukvöld Lionsmanna á Sandi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.