Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 29 Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru sett- ar í skókassa og til að öll börnin fái svipaðar jólagjafir eru ákveðn- ir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru send- ar til Úkraínu en þar er atvinnu- leysi mikið og margir sem búa við slæmar aðstæður og kröpp kjör. Að því er fram kemur á heima- síðu KFUM og KFUK er íslensku skókössunum meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barna- spítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Gjöfunum hefur fjölgað ár frá ári og um síðustu jól voru hátt í fimm þúsund gjafir sendar frá Íslandi í skókössum. Allir sem vilja geta tekið þátt í verkefninu og hafa undirtektirn- ar verið frábærar frá því fyrst var farið af stað með verkefnið hér á landi árið 2004. Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykja- vík mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 9:00 og 17:00 en frá 9:00 til 16:00 á föstudögum. Tekið verður á móti kössunum í Reykja- vík til 13. nóvember næstkomandi. Fyrir þá sem búa á landsbyggðinni er hægt að nálgast upplýsingar um móttökustaði á heimasíðu KFUM og KFUK undir „Móttökustaðir“. Þá er þar einnig að finna allar upp- lýsingar um hvernig skuli ganga frá kössunum og hvað skuli setja í þá. Mælt er með vettlingum, sokk- um, húfum, treflum, nærfötum, peysum, bolum, tannbursta, tann- kremi og fleiru. Upplýsingar um frágang skó- kassanna, gjafir í skókassana og hvað má ekki fara í skókassana er að finna á vef kfum.is Eftirtaldir eru móttöku- staðir KFUM og K á Vesturlandi: Akranes: Tekið verður á móti skókössun- um í Safnaðarheimili Akranes- kirkju 1.-5. nóvember milli klukk- an 10:00 og 15:00. Tengiliðir eru Irena Rut Jónsdóttir (868-1383) og Axel Gústafsson. Hann hefur síma 896-1979. Grundarfjörður: Tekið verður á móti skókössum í Safnaðarheimili Grundarfjarðar- kirkju. Síðasti skiladagur er mið- vikudaginn 3. nóvember. Tengilið- ir er Anna Husgaard Andreasen í síma 663-0159 og Salbjörg Sigríð- ur Nóadóttir í síma: 896-6650. Stykkishólmur: Tekið verður á móti skókössum í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 4. nóvember milli kl. 16:30 og 18:00. Tengiliðir eru María Þórs- dóttir, sími 845-1270 og Kristín Rós Jóhannsdóttir, sími 893-1558. frg Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi afhenti fyr- ir skemmstu nokkrum starfsmönn- um sínum viðurkenningar fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu Brák- arhlíðar og heimilismanna sem og þá tryggð sem þeir hafa sýnt heim- ilinu, eins og segir í tilkynningu á fésbókarsíðu Brákarhlíðar. Viðurkenningu fyrir 20 ár í starfi fengu þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Þórdís Friðgeirsdótt- ir. Fyrir 15 ára starf fengu þær Jó- hanna Bára Hallgrímsdóttir og Sig- rún Lára Hannesdóttir viðurkenn- ingu og einnig þær Aldís Eiríks- dóttir, Heiða Guðmundsdóttir og Margrét Stefánsdóttir fyrir fimm ára starf. vaks Jól í skókassa til barna í Úkraínu Guðrún Þorsteinsdóttir fékk viður- kenningu fyrir 20 ár í starfi. Starfsaldursviðurkenn- ingar veittar í Brákarhlíð Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, Sigríður H. Skúladóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar Heiðu, Jóhanna Bára, Ingi- björg Þórdís og Sigrún Lára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.