Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202122 Síðastliðinn fimmtudag veitti Borg- arbyggð árlegar viðurkenningar í umhverfismálum. Það er umhverf- is- og landbúnaðarnefnd sveitar- félagsins sem hefur umsjón með verk efninu; kallar eftir tilnefning- um, fer yfir þær og metur áður en verðlaunahafar eru boðaðir til fund- ar. Sem fyrr voru veitt verðlaun fyrir lóð við íbúðarhús, lóð við atvinnu- húsnæði, snyrtilegt bændabýli auk sérstakrar samfélagsviðurkenningar til einstaklings, hóps eða fyrirtækis sem vakið hafa athygli fyrir störf að umhverfismálum. Fram kom hjá Margréti Vagns- dóttur, formanni umhverfis- og landbúnaðarnefndar, að á annan tug tilnefninga hafi borist um 15 kandidata til verðlauna. Dómnefnd fór yfir allar innsendar tilnefningar og fór í framhaldi í vettvangsferð á staðina. Í viðurkenningarskyni fengu verðlaunahafar viðurkenn- ingarskjöl en auk þess birkitré frá Grenigerði og gjafapoka frá Ljóma- lind. Bændabýlið fékk að auki skilti til að festa á vegvísi heim að bænum. Falleg lóð við íbúðarhús Í þessum flokki eru það íbúar að Borgarvík 5 í Borgarnesi sem hlutu viðurkenninguna, hjónin Bjarni Þór Traustason og Sigrún Ögn Sig- urðardóttir. Í niðurstöðu dóm- nefndar segir að lóðin sé einstak- lega falleg og snyrtileg og öllu vel við haldið. Greinilegt sé að mik- il vinna og natni hafi verið lögð í viðhald húss og lóðar. Gróður er fjölbreyttur; trjágróður, fjölæringar og sumarblóm. Heildarsvipur lóð- ar góður. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði Í þessum flokki er það Bjarg í Borg- arnesi sem hlaut viðurkenninguna. Þorsteinn Arilíusson og Heiður Hörn Hjartardóttir eru ábúendur á Bjargi þar sem þau reka myndar- lega ferðaþjónustu. Í niðurstöðu dómnefndar segir að allt umhverfi gistiheimilisins Bjargs sé snyrtilegt, gróðri vel við haldið og tún slegin. Náttúrufegurð á svæðinu og snyrti- legt umhverfi auki á jákvæða upp- lifun gesta. Snyrtilegt bændabýli Í þessum flokki var það Brekka í Norðurárdal sem hlaut viður- kenningu ársins. Þar búa hjónin og bændurnir Elvar Ólason og Þór- hildur Þorsteinsdóttir. Um Brekku segir í niðurstöðu dómnefndar að býlið sé myndarlegt og bygging- um, sem eru ólíkar að aldri, sé vel Verðlaun veitt fyrir fallegt umhverfi og snyrtimennsku Verðlaunahafar og fulltrúar sveitarfélagsins. F.v. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Elvar Ólason á Brekku, Margrét Vagnsdóttir formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar, Sigurbjörg Ólafsdóttir handhafi samfélagsviðurkenningar, Bjarni Þór Traustason og Sigrún Ögn Sigurðardóttir í Borgarvík 5, Sigrún Ólafsdóttir og Sigurjón Helgason nefndarmenn í umhverfis- og landbúnað- arnefnd, Heiður Hörn Hjartardóttir á Bjargi og Hrafnhildur Tryggvadóttir starfsmaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Ljósm. mm. Garðurinn við Borgarvík 5 í Borgarnesi í fullum blóma í sumar. Ljósm. aðsend. Umhverfi við Bjarg og viðhald húsa er til fyrirmyndar. Ljósm. mm. Borgarvík 5 í Borgarnesi Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.