Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202138 Hver er skemmtilegasta námsgreinin í skólanum? Spurning vikunnar (Spurt í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík) Guðný Kristín Clausen „Íþróttir.“ Bríet Elvan Sæbjörnsdóttir „Íslenska.“ Júlía Dröfn Júlíusdóttir „Íslenska.“ Matthildur Inga Traustadóttir „Enska.“ Sara Egilsdóttir „Smíði.“ Hressir sundmenn Sundfélags Akraness stóðu sig vel í óhefð- bundnu Faxaflóasundi sem fram fór síðasta föstudag. Þeir syntu 21 kílómetra í Jaðarsbakkalaug sem er sama vegalengd og tekur að synda á milli Akraness og Reykjavík- ur. Stefnan var að synda meðfram Langasandi en veðrið var mjög óhagstætt til að synda í sjónum og því var ákveðið að taka slaginn í Jaðarsbakkalauginni. Þátttakend- um var skipt upp í þrjú lið sem hvert um sig synti sjö kílómetra eins hratt og þau gátu og gekk það prýðisvel. Með Faxaflóasundinu voru krakkarnir að safna fyrir æfinga- ferð erlendis og vilja þeir þakka fyr- ir frábæran stuðning. Enn er hægt að styðja krakkana með frjálsum framlögum og er reikningsnúmer þeirra: 186-15-376670 Kt. 630269- 4239. vaks Lionsklúbburinn Rán og Lions- klúbbur Ólafsvíkur afhentu nýverið Grunnskóla Snæfellsbæjar hreiður- rólu frá fyrirtækinu Krumma.is. Búið var að setja róluna upp við starfsstöð skólans í Ólafsvík þar sem nemendur skólans eru búnir að prófa hana. Hefur hún vakið lukku og er góð viðbót við þau leiktæki sem fyrir eru á skólalóðinni. Á myndinni eru þau Hilmar Már Arason skólastjóri, Sigrún Ólafs- dóttir og Lára Hallveig Lárusdóttir frá Lionsklúbbnum Rán og Þröstur Albertsson frá Lionsklúbb Ólafs- víkur með róluna góðu á milli sín. þa Knattspyrnumaðurinn og fyrir- liði ÍA til fjölda ára, Arnar Már Guðjónsson, hefur kvatt upp- eldisfélag sitt eftir langan og far- sælan knattspyrnuferil. Samningur Arnars Más við ÍA rann út um síð- ustu mánaðamót og var ekki endur- nýjaður. Arnar Már varð fyrir alvar- legum hnémeiðslum í leik gegn Val á Akranesvelli í júlí 2019 er hann sleit krossband og liðþófi rifnaði og hefur hann átt í þeim meiðsl- um síðan, en er þó búinn að ná sér nokkuð vel í dag og segist vera fullfær um að halda áfram að leika knattspyrnu. „Þetta er eins og að sjá á eft- ir nánum ástvini að hætta hjá ÍA. Félagið hefur alltaf verið mér afar kært og þar hef ég eignast mína bestu vini, en ég skil afstöðu félags- ins,“ segir Arnar Már. „Þó að mín- um tíma hjá ÍA sé lokið þá lít ég svo á að ég sé ekki hættur í knattspyrnu og mig langar til þess að halda áfram að spila. Meiðslin hafa gert það að verkum að ég get ekki æft af fullum krafti miðað við það sem áður var.“ Arnar Már segir að það sé margs að minnast á löngum ferli, sem hófst árið 2004 þegar hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki, og lék hann samfellt með ÍA til ársins 2008 en þá gekk hann til liðs við KA á Akureyri og lék fyrir norð- an í tvö áður en hann gekk aftur til liðs við Skagamenn. Arnar Már lék upp alla yngri flokkana með ÍA og á þeim árum sagði hann að sínar fyr- irmyndir hefðu verið Siggi Jóns og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir. Alls lék Arnar Már sam- kvæmt skráningu KSÍ 257 leiki í meistaraflokki og skoraði í þeim 45 mörk. Auk þess lék hann níu lands- leiki með ungmennaliðum Íslands. Er hann nú orðinn sjöundi marka- hæsti leikmaður ÍA frá upphafi. Þegar talið berst að hvað upp úr standi á löngum ferli, svarar Arn- ar Már: „Það voru engir titlar sem unnust á þessum árum en auðvitað voru margir eftirminnilegir leikir og minnisstæð mörk hjá mér. Mér eru ofarlega í huga tvö mörk sem ég skoraði frá miðju á Akranesvelli. Annars vegar gegn Þór frá Akureyri og síðan gegn Val. Ég held að ég sé sá eini sem hef skorað frá miðju bæði í vestur- og austurmarkið á vellinum,“ segir Arnar Már að lok- um léttur í bragði. se Gáfu skólanum hreiðurrólu Sundkrakkarnir eldhressir eftir sundið. Ljósm. Sundfélag Akraness. Faxaflóasundið var synt í Jaðarsbakkalaug Arnar Már var valinn besti leikmaður ÍA árið 2018 auk þess að vera valinn bestur að mati stuðningsmanna ÍA og einnig ÍATV. Ljósm. úr einkasafni. Kveður ÍA með söknuði og þakklæti segir Arnar Már Guðjónsson sem hefur lokið farsælum knattspyrnuferli með ÍA Arnar Már Guðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.