Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 20218 Aflatölur fyrir Vesturland 16. til 22. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 4.329 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 2.415 kg. í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 336.418 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 74.392 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 76.017 kg. Mestur afli: Egill SH-195: 13.684 kg. í tveimur löndun- um. Rif: 5 bátar. Heildarlöndun: 113.777 kg. Mestur afli: Örvar SH-777: 91.530 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 13.123 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 5.322 kg. í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH-777 RIF: 91.530 kg. 17. október. 2. Sigurborg SH-12 GRU: 74.392 kg. 18. október. 3. Runólfur SH-135 GRU: 63.534 kg. 18. október. 4. Jón á Hofi ÁR-42 GRU: 56.535 kg. 17. október. 5. Sturla GK-12 GRU: 51.234 kg. 17. október. -frg Blés yfir mörkum STYKKISHÓLMUR: Lög- reglumenn á eftirlitsferð um Stykkishólm síðla þriðjudags í síðustu viku stöðvuðu för ök- umanns vegna gruns um ölv- unarakstur. Blés ökumaður- inn yfir mörkum um áfengis- magn í útöndun. Var hann því færður á lögreglustöð þar sem fram fór blóðtaka. Fór mál hans í hefðbundið ferli að því loknu. -frg Skilinn eftir á heiðinni VESTURLAND: Á þriðju- dagskvöld í síðustu viku barst lögreglu tilkynning um kyrr- stæða bifreið á Holtavörðu- heiði. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að sprung- ið hafði á bílnum og hann því óökufær. Eru ökumenn hvatt- ir til þess að ganga þannig frá bifreiðum að þær séu vel sýni- legar þurfi að skilja þær eft- ir og að þær skapi ekki hættu fyrir aðra ökumenn. -frg Grunaður um fíkniefnaakstur BORGARNES: Lögreglu- menn á eftirlitsferð í Borg- arnesi stöðvuðu á þriðju- dagskvöld ökumann á Vest- urlandsvegi við Brúartorg, vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var ökumaðurinn í kjölfarið ákærður og er mál hans í rann- sókn. -frg Herða tímabund- ið heimsóknar- reglur ÓLAFSVÍK: Vegna smita í samfélaginu hefur verið tek- in ákvörðun um að herða tímabundið á heimsóknar- reglum á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafs- vík. Þessar reglur munu gilda til 2. nóvember. Nánar um tímabundnar reglur á snb.is -mm Síðastliðinn fimmtudag kom upp grunur um covid smit í Dölun- um og voru í kjölfarið allnokkur smit staðfest. Á mánudaginn voru 14 í einangrun og 117 í sóttkví. Upptökin eru ekki ljós, en nokkr- ir kennarar og nemendur Auðar- skóla í Búðardal eru smitaðir og því hefur allt skólahald legið niðri frá því á fimmtudaginn. Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri Auðar- skóla, sagði í samtali við fréttaritara Skessuhorns að skólinn og leik- skólinn verði lokaðir alla þessa viku. Í grunnskólanum eru síðan vetrar- frísdagar í upphafi næstu viku, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort leikskólinn verði opnaður aftur eftir helgina, það velti á þró- un smita í samfélaginu í Dölunum. Sundlaugin er lokuð, bókasafnið einnig og á dvalarheimilinu Silfur- túni hafa heimsóknarreglur verið hertar og óskað eftir bakvörðum til starfa. Allt íþrótta- og tómstunda- starf liggur einnig niðri. Sýnataka hefur verið mikil á veg- um heilsugæslunnar, bæði hrað- próf og einkennasýnatökur, sem var færð úr heilsugæslunni og út í sjúkrabílaskýlið til að lágmarka smithættu. Íbúar hafa mikið spjall- að um faraldurinn undanfarna daga á samfélagsmiðlum og fram kemur að heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví eða einangrun, heima og heiman. Í Dölunum er samfélagið náið og í raun makalaust að ekki hafi komið upp bylgja smita áður í þessum far- aldri. bj/ Ljósm. sm. Smit kom upp í hópi nemenda sem voru í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Þar komu saman mánu- deginum áður margir nemend- ur í níunda bekk úr grunnskólum af Vesturlandi en á fimmtudags- kvöldið fékkst staðfest Covid-19 smit í hópnum. Voru foreldrar og skólastjórnendur strax upplýstir um málið. Í kjölfarið var ákveðið, í samráði við Almannavarnir og yf- irvöld, að best væri að senda sjö- tíu nemendur heim seint á fimmtu- dagskvöldið. Að óbreyttu hefðu ungmennin farið heim um hádegi á föstudag. Nemendurnir fara því í sóttkví fram í þessa viku ásamt í einhverjum tilfellum foreldri eða forráðamanni. „Okkur þykir alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vik- unni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni. Engum er um að kenna að svona fór. Við erum búin undir aðstæður eins og þessar og vitum að þær geta áfram kom- ið upp í samfélaginu,‟ sagði Sigurð- ur Guðmundsson, forstöðumað- ur Ungmennabúða, í tilkynningu sem send var út. „Fyrst og fremst er þetta afar leiðinlegt fyrir smitaða nemandann. Ég vona að hann finni ekki mikið fyrir áhrifum smitsins. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gæta að sóttvörnum okk- ar og hreinlæti eins og við gerum alltaf,‟ segir Sigurður. Strax var far- ið í ítarlega sótthreinsun á húsnæði ungmennabúðanna og starfsfólk fór í kjölfarið í smitgát og PCR- -próf. arg/ Ljósm. umfí. Á föstudagskvöldið fékk félags- þjónusta Borgarbyggðar stað- festingu á Covid-19 smitum í bú- setuþjónustu og á hæfingarstaðn- um Öldunni. „Vegna þessara smita fara flestir starfsmenn, leið- beinendur og skjólstæðingar ým- ist í sóttkví eða smitgát. Við erum búin að tryggja mönnun í dag og flestir sem eru í smitgát eða sótt- kví munu komast í Covid-19 próf í dag,“ skrifaði Þórdís Sif Sigurðar- dóttir sveitarstjóri á Facebook síð- astliðinn laugardag. „Við stöndum núna frammi fyrir því að það gæti reynst erfitt að veita fólkinu okk- ar í búsetunni þá þjónustu sem það þarf og er lögbundin. Við leitum til fólks sem þegar hefur skráð sig í bakvarðasveit Borgarbyggðar en þurfum hugsanlega meiri mann- skap. Við leitum því til ykkar, ef þið getið með einhverjum hætti létt undir með því starfsfólki sem eftir stendur til að þjónusta fatl- að fólk, þá þiggjum við þinn liðs- styrk,“ skrifaði Þórdís og bætti því við Aldan verður lokuð a.m.k. út þessa viku. mm Covid bylgja gengur yfir í Dölum Óskuðu eftir bakvörðum vegna smita í búsetuþjónustu Margir nemendur af Vesturlandi sendir heim úr Ungmennabúðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.