Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Max sagði það Nýverið var kynnt að alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki hafi samið við Sím- ann um kaup á dótturfélaginu Mílu fyrir 78 milljarða króna. Á heimasíðu Mílu stendur orðrétt: „Míla er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land.“ Þessi orð segja allt sem segja þarf um hlutverk og tilgang fyrirtæksins í ís- lensku samfélagi. Míla er rekin sem heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi fyrirtækisins í að byggja upp og reka innviði fjarskipta. Kerfi Mílu eru þannig grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land, þjónustu sem öll heimili og fyrirtæki í landinu nýta. Míla er vissulega svona fyrirtæki sem maður veit af en hefur ekki mikil bein samskipti við. Það er með beinum eða óbeinum hætti 62% í eigu íslenskra lífeyrissjóða en restina eiga aðrir fagfjárfestar Símans. Öll þurfum við á þjón- ustu Mílu að halda. Held að það sé sama hvort í hlut á sími, tölvutengingar, sjónvarp eða útvarp, öll byggir þessi tækni á því að grunnnet Mílu sé til stað- ar og virki. Því kemur það mér afar spánskt fyrir sjónir að nú allt í einu sé talið sjálfsagðasta mál að heimila sölu á grunnneti fjarskipta til erlends vog- unarsjóðs. Held að það sé engin tilviljun að tíminn sem valinn er til að kynna þennan gjörning er þegar landið er nokkurn veginn stjórnlaust. Alþingi hefur ekki komið saman eftir kosningar og ekki liggur einu sinni fyrir hvaða þing- menn taki þar sæti. Það mun hafa verið þýski hagfræðingurinn Karl Max sem varaði við því á sínum tíma að þegar kapítalistinn væri búinn að éta upp allt sem hann gæti frá fólkinu, þá réðist hann næst á innviði ríkisins og æti þá upp líka. Í þessu tilfelli er ríkið hins vegar búið að missa Símann frá sér fyrir nokkru og þannig séð hefur kapítalisminn þegar étið upp það sem við ættum að hafa í almannaeigu. Sú staðreynd að Míla er (var) í meirihlutaeigu lífeyrissjóða sýnir kannski bet- ur en margt annað hversu fjarlægir stjórnendur sjóðanna eru raunverulegum eigendum sínum. Þrátt fyrir að geta leyst út einskiptis hagnað með sölu Mílu mun það koma okkur lífeyrisþegum illa. Menn skulu nefnilega ekki halda annað, ekki eina sekúndu, en að salan muni hafa áhrif á verð þeirrar þjón- usta sem Míla hefur verið að veita. Erlendur fjárfestingarsjóður væri aldrei að leggja einhverja 78 milljarða króna í fjárfestingu norður í ballarhafi nema ætla sér að græða á því. Sala til útlendinga á innviðum eins og grunnneti fjarskipta í heilu landi er varhugaverð hvernig sem á það er litið. Eiginlega álíka ógáfulegt og ef t.d. Pútín myndi ákveða að selja gasleiðslurnar sem liggja til nágrannaríkja Rúss- lands og skapa þann auð sem þar er að verða til. Aldrei myndi Pútín leyfa slíka sölu, enda hefur hann sýnt það að vera klókur stjórnandi sem vafalítið fleiri stjórnmálamenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Þó dapurlegt sé til þess að hugsa virðist sem lífeyrissjóðirnir okkar séu hvað verstir við þá sem þeir ættu að vera bestir; eigendur sína. Kannski er það vegna þeirrar stærðar sem hagkerfi sjóðanna er í öllum samanburði. Fjögur þúsund milljarða króna eiga þeir bundið í íslenska hagkerfinu, peninga sem beinlínis hrópa á arðsemi þannig að innistæður tapi ekki verðgildi sínu. Nú er svo komið að lífeyrissjóðir eiga yfir helming í öllum alvöru fyrirtækjum hér á landi, hvort sem við lítum til flutninga, orku, matvælamarkar, trygginga eða innviða á borð við fjarskipta. En ábyrgð fylgir slíku eignarhaldi. Sú ábyrgð að þegnar landsins beri ekki meiri kostnað af tilurð þeirra en ef þeir væru alls ekki til. Arðsemiskrafan má nefnilega ekki vera hærri en svo að verð- lag sé í samræmi við laun og annan framfærslukostnað almennings. Einmitt þess vegna er betra að lífeyrissjóðirnir eigi áfram innviði fjarskipta. Fjármagni starfsemina og beri af henni hóflegan arð til langs tíma. Við erum lífeyrissjóð- irnir. Ef við missum eignarhald grunninnviða í hendur erlendra auðhringja er það ekkert annað en ávísun á hærra verð fyrir þjónustuna þegar fram í sækir. Hvað verður næst? Eru það vegirnir, sjúkrahúsin, skólarnir eða orkan? Dust- um rykið af málflutningi Karl Max, það sakar ekki. Magnús Magnússon Fyrir kirkjuþingi, sem hófst á laugardaginn og lýkur um miðja þessa viku, liggja tillögur um að fækka prestum á landsbyggð- inni um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma er lagt til að stöðugild- um verði fjölgað í eystra Reykja- víkurprófastsdæmi og Kjalarnes- prófastsdæmi og dregið nokkuð úr sérþjónustu presta. Lagt er til að fækkað verði um eitt stöðugildi á Snæfellsnesi sem er hluti Vest- urlandsprófastsdæmis. Ólafsvíkur- og Ingjaldshóls-, Setbergs-, Staða- staðar- og Stykkishólmspresta- köll verði sameinuð í eitt presta- kall þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Syðstu sóknir Staða- staðarprestakalls verði færðar und- ir prestakallið á Borg á Mýrum og samkvæmt því er verið að leggja til að starf sóknarprests á Staðastað verði lagt niður. Í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru sóknarprestur og tveir prestar og eru ekki lagðar til breytingar á því fyrirkomulagi. Þá er lagt til að Borgar-, Reykholts- og Staf- holtsprestaköll verði sameinað í eitt prestakall þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Í Dalaprestakalli er einn sóknarprestur. Prestakallið hefur skyldur við Breiðafjarðar- og Strandaprestakall ásamt stoðþjón- ustu farprests og því er varpað fram spurningu um að prestakallið ætti allt eins að falla undir Vestfjarða- prófastsdæmi. Samkvæmt tillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi verða fjórir sóknarprestar og sex prestar starfandi í Vesturlandsprófasts- dæmi eftir breytingarnar, verði þær samþykktar, en einn þeirra gegnir auk þess prófastsskyldum. Stöðu- gildi verði tíu og fækki um eitt. Tillögur þessar eru lagðar fram til að bregðast við hallarekstri kirkjunnar og breytingum á bú- setu landsmanna. Er talið að miðað við tekjur kirkjunnar verði unnt að halda úti 135 stöðugildum presta á landinu en þau eru í dag um 145. Einnig á að ná fram hagræði með sameiningu prestakalla. Loks er lagt til að ráðningarbann sem auka- kirkjuþing samþykkti fyrr á þessu ári og átti að gilda fram í nóvember verði framlengt til áramóta. mm Smitum af völdum Covid-19 hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið eins og meðal annars má lesa um í fréttum okkar á bls. 8. Sama þróun er víðar á landinu og sömuleiðis í ýmsum ríkjum Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahússinnlögn- um fjölgar ört. Slíkt kallar á stöðu- mat hér á landi, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vitað er að bólusetning gegn veirunni veit- ir góða vörn og ver fólk fyrir alvar- legum veikindum. Um 76% lands- manna eru nú fullbólusettir en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi hér þarf að gera enn betur. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir. „Til að verja samfélagið gegn út- breiddu smiti og auknu álagi á heil- brigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusett- ir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunar- bólusetningu sem stendur því til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis.“ Pfizer virkar fyrir börn Bólusetning barna 12-15 ára hér á landi hófst í ágúst og eru nú tæp 64% hópsins fullbólusettur. „Hing- að til hefur ekkert smit greinst hjá bólusettum börnum í þessum hópi. Sú var einnig raunin í rannsókn sem gerð var á notkun bóluefn- is Pfizer sem var undanfari mark- aðsleyfis fyrir notkun þess hjá þess- um aldurshópi þar sem vörnin reyndist 100%. Þess er vænst að fljótlega verði unnt að bjóða börn- um á aldrinum 6-11 ára bólusetn- ingu með bóluefni Pfizer. Rann- sóknum á notkun þess fyrir þenn- an aldurshóp er lokið og er reikn- að með að leyfi fyrir notkun lyfsins handa börnum á þessum aldri verði veitt fyrir áramót,“ segir í tilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Örvunarbólusetning hjálpar Sóttvarnalæknir mælir með örv- unarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa, sbr. nánari skil- greining á vef embættis landlækn- is. „Rannsókn sem gerð var í Ísr- ael og birt í The New England Jo- urnal of Medicine, sýnir umtals- verðan árangur af örvunarbólu- setningu einstaklinga 60 ára og eldri sem voru fullbólusettir með tveimur skömmtum af bóluefni Pfizer og fengu örvunarskammt þegar a.m.k. fimm mánuðir voru liðnir frá seinni sprautunni. Að liðnum 12 dögum frá örvunar- bólusetningu voru líkur á smiti rúmlega ellefu sinnum minni en hjá sambærilegum hópi sem ekki hafði fengið örvunarskammt og líkur á því að þeir veiktust alvar- lega af Covid-19 voru nærri 20 sinnum minni.“ Innköllun í örvunar- bólusetningu stendur yfir Heilsugæslan annast örvunarbólu- setningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59% heilbrigðis- starfsfólks fengið örvunarskammt, um 68% íbúa á hjúkrunarheimil- um og um 57% annarra sem eru 60 ára og eldri. Miðað er við að þeir sem eru 70 ára og eldri fái örvunarskammt ef þrír mánuð- ir eru liðnir frá því að viðkomandi var fullbólusettur en fólk á aldrin- um 60 til 70 ára að sex mánuðum liðnum. mm Staðastaður á Snæfellsnesi. Lagt til að prestum fækki um einn á Snæfellsnesi Smitum er að fjölga en ýmsar mótaðgerðir eru í gangi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.