Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét ar a. rir va Costa del Sol tt til le 20. apríl í 10 nætur 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 79.200 10 nætur Lækkaðu ferðina um30.000 kr. ámannmeðkóðanum“30ARA” Sjá dæmi umverðmeðafslætti hér að neðan. ára 1992-2022 59.900 Flug báðar leiðir frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfissvið Kópavogsbæjar er að fara yfir og gera ítarlegri þau gögn sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi vanta upp á við afgreiðslu á framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar í Foss- völlum og Lögbergsbrekku. Vega- gerðin stöðvaði framkvæmdir eftir úrskurð nefndarinnar um ógildingu framkvæmdaleyfis og bíður við- bragða Kópavogsbæjar. Auður D. Kristinsdóttir, skipu- lagsfulltrúi Kópavogsbæjar, segir að málið sé til skoðunar hjá lögfræði- deild bæjarins og ekki hafi verið tek- in ákvörðun um hvernig brugðist verði við því. Ekki hlustað á skólafólk Málið snýst um galla á gögnum sem lágu til grundvallar afgreiðslu bæjarstjórnar á umsókn Vegagerð- arinnar um framkvæmdaleyfi. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust frá Waldorfskólanum, sem kærði fram- kvæmdaleyfið, var ekkert samráð haft við skólann við undirbúning framkvæmdarinnar eða tillit tekið til starfsemi skólans við hönnun kafl- ans. Hafi skólinn orðið að kæra framkvæmdina í von um að rödd hans heyrðist. Waldorfskólinn hefur gert athuga- semdir við tengingu skólans inn á hinn tvöfalda Suðurlandsveg. Teng- ingum inn á Suðurlandsveg verður fækkað verulega og þær sameinaðar á fáum stöðum. Áfram verður hægt að aka inn á veginn í austurátt en ekki taka vinstribeygju í átt til Reykjavíkur. Til þess að komast að skólanum þarf að fara um nýjan hlið- arveg, rúmlega kílómetra langan. Kópavogsbær er nú með til af- greiðslu umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir hliðarveg frá veginum að Waldorfskólanum, meðfram Suðurlandsvegi og inn á Geirlandsvegamót. Hliðarvegurinn er um 1,2 km að lengd og þurfa nem- endur, kennarar og aðrir sem eiga erindi í skólann því að fara nokkrar krókaleiðir á vegi með 50 km há- markshraða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögbergsbrekka Vinnuvélar sem notaðar voru við lagningu nýrrar akreinar Suðurlandsvegar, norðan við núverandi veg, voru stöðvaðar sl. föstudag. Bærinn skoðar vegamálið - Tvöföldun Suðurlandsvegar dregur úr aðgengi nemenda og kennara að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum - Vegagerðin undirbýr lagningu hliðarvegar Hliðarvegur í Lækjar- botnum Tröllabörn Túnhóll Vegur um Lækjarbotnaland Lö gb er gs br ek ka Nýr Hliðarvegur Reiðvegur Waldorfsskóli Re yk ja ví k 1 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 16. apríl. Frétta- þjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónusta er opin í dag, skírdag, frá kl. 8-12. Lokað verður á föstudaginn langa en opið á laugardag frá kl. 8-12. Netfang áskriftar- deildar er askrift@mbl.is. Auglýsingadeildin er lokuð um páskana en netfang henn- ar er augl@mbl.is. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Síðustu skil minningargreina til birt- ingar 19. og 20. apríl eru kl. 12 laugardaginn 16. apríl. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Kaflinn á Suðurlandsvegi, frá Foss- völlum og vestur fyrir Lögbergs- brekku, þar sem framkvæmdir hafa nú verið stöðvaðar, er fyrri áfangi af tveimur í tvöföldun Suð- urlandsvegar á þessum slóðum. Þessi kafli er 3,3 km, tvær akrein- ar í hvora átt með undirgöngum fyrir ríðandi umferð. Til viðbótar kemur kaflinn vestur fyrir Hólmsá. Auk þess er unnið að breikkun á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegna tvöföldunar vegarins verður að fækka mjög gatnamótum á Suðurlandsvegi. Það er gert með hliðarvegum sem tengja svæðin inn á gatnamót. Dregur það úr að- gengi að umferðaræðinni. Suðurlandsvegur breikkaður SAMGÖNGUBÆTUR Enn gustar um Eflingu og var í gær Agnieszku Ewu Ziólkowsku, varaformanni félagsins, sagt upp ásamt öðrum starfsmönnum Efl- ingar, líkt og boðað hafði verið. Kvaðst hún mundu athuga lög- mæti uppsagnarbréfsins í samtali við mbl.is í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og B-listi hennar samþykktu á stjórn- arfundi á mánudag að öllu starfs- fólki Eflingar yrði sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starf- greinasambands Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann bæri fullt traust til Sólveigar Önnu. „Ég trúi því að Sólveig Anna hafi farið eftir þeim leikreglum sem í gildi eru,“ sagði hann. Það væri miður þegar gripið væri til hópuppsagnar á vinnustöð- um enda væri um að ræða lífs- afkomu og atvinnuöryggi launa- fólks. „Þegar slíkt gerist er það grundvallaratriði að ætíð sé farið eftir öllum lögum og reglum og tryggt að kjarasamningsbundin réttindi séu virt í hvívetna,“ sagði hann. Gabríel Benjamin, trúnaðarmað- ur starfsfólks Eflingar, sagði þá við mbl.is í gær að skrifstofa Efl- ingar væri „korter í að vera með öllu óstarfhæf“ eftir hópuppsögn- ina. Sagði hann fáeina starfsmenn hafa mætt á skrifstofuna í dag til þess að sinna fyrirspurnum fé- lagsmanna. Óvíst er hvort eða hverjir munu aftur sækja um hjá félaginu. Ekki hefur náðst á Ragnar Þór Inólfs- son, formann VR, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir blaðamanna, vegna málsins. Varaformanni sagt upp - Enn gustar um Eflingu - Formaður Starfsgreinasam- bands Íslands ber traust til Sólveigar - Ragnar Þór þögull Morgunblaðið/Ásdís Efling Agnieszku Ewu Ziólkowsku, varaformanni félagsins, barst upp- sagnarbréf í gær ásamt öðrum. Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, háskóla-, -iðn- aðar- og nýsköp- unarráðherra, hefur skipað Ás- dísi Höllu Braga- dóttur í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Ásdís Halla lauk meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Har- vard-háskóla árið 2000 og MBA- gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Árið 1990 lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Setti ráðherrann Ásdísi tímabund- ið í embættið skömmu eftir stofnun þess í janúar en umboðsmaður Al- þingis taldi það ekki lögum sam- kvæmt og skilaði áliti þess efnis í mars. Hæfisnefnd mat tvo umsækjendur hæfasta til þess að gegna embætti ráðherra og boðaði ráðherra viðkom- andi í viðtal og var það mat ráðherra að Ásdís væri hæfust umsækjenda til að taka við embættinu. Ásdís nýr ráðuneyt- isstjóri - Hæfisnefnd valdi tvo umsækjendur Ásdís Halla Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.