Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum verið að fara yfir athuga- semdir. Þing kemur aftur saman í síðustu viku aprílmánaðar og fram til þess tíma þurfum við að athuga hvað, ef eitthvað, er hægt að gera,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Al- þingis, spurður hvort hann hafi hugsað sér að beita sér fyrir lagfær- ingum á hæfisskilyrðum fyrir kjör- stjórnarfólk í sveitarstjórnarkosn- ingum. Forveri Birgis í embætti, Stein- grímur J. Sigfússon, lagði fram frumvarp að nýjum kosningalögum þar sem ýmsum lögum um kosningar var rennt saman í einn lagabálk. Tóku lögin gildi um áramót. Þegar á lögin fór að reyna nú í undirbúningi kosninga til sveit- arstjórna kom í ljós að hert hæf- isskilyrði kjör- stjórna útilokuðu fjölda reyndra kjörstjórnar- manna frá störfum. Hafa afföllin orð- ið mikil og sannarlega til vandræða í sumum sveitarfélögum. Þá hefur verið bent á að ekki er kveðið á um undanþágu frá þessum ströngu hæf- isskilyrðum í sveitarfélögum þar sem óhlutbundnar kosningar eru. Samkvæmt bókstaf laganna væru þar allir íbúar vanhæfir til setu í kjörstjórn. Landskjörstjórn túlkar lögin þó þannig að hæfisskilyrðin gildi ekki þar, annars væri verið að útiloka óhlutbundnar kosningar og það hafi ekki verið vilji löggjafans. Eigi að síður getur þessi galli á laga- setningunni leitt til þess að þeir sem ekki ná markmiðum sínum í kosn- ingum freistist til að kæra og fara jafnvel með mál sitt fyrir dómstóla. Einfaldar lagfæringar Bent hefur verið á að hægt væri að leysa úr þeim vanda sem upp hefur komið með tiltölulega litlum lagfær- ingum á lögunum, meðal annars að skýr undanþága verði sett um að hæfisskilyrði gildi ekki um óbundnar kosningar og slakað verði á hæfis- skilyrðum til fólks sem situr í undir- kjörstjórnum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um málið á fundi í síðustu viku kallaði til sín gesti. Þór- unn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að niðurstaðan hafi orðið sú að ekki væri hægt að grípa inn í málið nú vegna þess að kjörstjórnir hefðu þegar tekið til starfa og fresturinn væri að renna út. Hún útilokaði ekki að málið yrði skoðar frekar að lokn- um kosningum. Benda má á í þessu sambandi að enn hefur lítið eða ekk- ert reynt á kjörstjórnir í sveitar- félögum þar sem kosið er óbundið. Kosningalög áfram í skoðun - Kjörstjórnir teknar til starfa og ólíklegt að hæfisreglum kosningalaga verði breytt Birgir Ármannsson Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar sl. hafa sam- tals 747 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd á Ís- landi. Síðustu sjö daga hefur 121 sótt hér um vernd eða í kringum 17 einstaklingar að meðaltali á dag. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglu- stjóra, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast. Einnig segir í skýrslunni að 217 þúsund rússneskir ríkis- borgarar hafi farið frá Rússlandi frá því stríðið hófst, flestir til Finn- lands og Eistlands. Þá segir að mál hafi komið upp á Norðurlöndunum um mansal úkra- ínskra ríkisborgara, sér í lagi þeg- ar kemur að vændisstarfsemi. Að meðaltali koma 17 flóttamenn frá Úkraínu á dag Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdastjóri Sorpu vonast til að hægt verði að ráðast í lagfær- ingar á húsnæði jarðgerðarstöðvar- innar Gaju í Álfsnesi í næsta mánuði og að mögulegt verði að hefja moltugerð að nýju í lok mánaðarins. Það er þó háð því að samningum við verktaka hússins og aðra sem komu að byggingunni ljúki í byrjun maí. Myglugró greindist í ágúst á síð- asta ári í klæðningu í lofti þess hluta húsnæðis Gaju sem hýsir moltu- gerð. Starfsemin hafði aðeins verið þar í um ár. Moltugerðin var stöðv- uð í kjölfarið. Hins vegar hefur met- angashluti stöðvarinnar verið rek- inn í óbreyttu formi. Úrgangurinn er afgasaður þar en er síðan urð- aður í stað þess að vinnast áfram í moltu, eins og ætlunin var. Spurning hvort þrif duga Jón Viggó Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að gerð hafi verið áætlun um að endurræsa moltugerðina. Fyrsta skrefið sé að ljúka samningum við Ístak og fleiri um ábyrgð á gallanum og viðgerðir og séu viðræður á lokastigi. Vonast hann til að farsæl lausn fáist í byrj- un maí. Myglan var mest í loftklæðningu úr krosslímdu timbri. Spurður um viðgerð segir Jón Viggó að auðveld- ara sé að eiga við málið núna en áð- ur vegna þess að húsið sé orðið þurrt. Spurningin snúist um það hvort hægt sé að þrífa plöturnar og mála með öðru efni eða hvort skipta þurfi um efni. Stefnan er að ráðast í viðgerðir í maí og hefja moltugerð að nýju í lok mánaðarins. Fyrsta umferð af moltu yrði þá tilbúin í ágúst eða septem- ber. Stefnt að endur- ræsingu í maí - Samningar um viðgerð Gaju á lokastigi Morgunblaðið/Eggert Gaja Jarðgerðarstöð Sorpu í Álfs- nesi tekur senn til starfa á ný. „Ólafur Tryggason, sem er glöggur fuglaskoðari og fylgist vel með fugla- lífinu hér í Eyjum, hringdi í mig og sagði að það væri einstaklega skraut- leg önd á Daltjörninni,“ sagði Sig- urgeir Jónasson, ljósmyndari í Vest- mannaeyjum. Hann dreif sig strax inn í Herjólfsdal og sá þar litfagran mandarínandarstegg. Steggurinn undi sér vel á tjörninni og við hana. Sigurgeir vissi ekki til þess að þessi tegund hafi áður sést á Heimaey. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð- ingur sagði að mandarínandarsteggir komi oft hingað á vorin, líkt og svart- ir svanir og fleiri tegundir. Mand- arínönd er á stærð við rauðhöfðaönd. Einnig hafa komið kollur og pör en ekki er vitað til þess að þau hafi reynt varp hér. Endurnar eru kínverskar að uppruna og oft hafðar í andagörð- um í Bretlandi og víðar. Fuglar sem flækjast hingað hafa líklega sloppið úr haldi í þessum görðum. gudni@mbl.is Virðulegur mandarínandarsteggur spókaði sig á og við Daltjörn í Herjólfsdal á Heimaey Litskrúðug önd, ættuð frá Kína Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LÖNG HELGI Í PORTO WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS VOR Í PORTÚGAL Komdu með í langa helgarferð til Porto, undir fararstjórn Helgu Thorberg. Porto er ein vinsælasta borgin til að heimsækja í Evrópu um þessar mundir - og af mjög góðri ástæðu. Töfrandi gamli bærinn við hina fögru Douro á var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Borgin Porto, heimsfræg fyrir púrtvínið sitt, er einn af fallegustu stöðum í Portúgal til að heimsækja. Borgarbragurinn er fremur rólegur miðað við aðrar borgir af svipaðri stærð, verðlag á mat og drykk hagstætt og fjölmargir veitingastaðir, barir og kaffihús um alla borg. BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, ÚRVAL 3 OG 4 STJÖRNU HÓTELA MEÐ MORGUNMAT, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI INNIFALIÐ Í VERÐI: 05. - 08. MAÍ VERÐ FRÁ 116.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Fararstjóri Helga Thorberg Fararstjóri Helga Thorberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.