Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 sp ö r eh f. — Sumargleði í München — 17. - 21. ágúst | Sumar 11b Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Láttu München leika við þig! Tilvalin borgarferð fyrir vinahópinn, fjölskylduna eða saumaklúbbinn. München er einstaklega heillandi borg og sér í lagi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og borgin iðar af mannlífi. Við skoðum helstu staði borgarinnar, förum í áhugaverða dagsferð að Neuschwanstein höllinni en einnig gefst nægur tími til að skoða München á eigin vegum. Verð: 149.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjögmikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vatnshæð í Hvaleyrarvatni og Rauðavatni er með mesta móti nú en í fyrra voru þau nær uppþornuð. „Vatnsstaða Rauðavatns er mjög háð úrkomu. Eftir allan þennan snjó í vetur er við því að búast að það sé hátt í því núna þegar eru leysingar,“ segir Finnur Ingimarsson, for- stöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem fylgist með ýmsum þáttum stöðuvatna á höfuðborgar- svæðinu. Óvenju lágt var í Rauða- vatni í fyrravor enda var veturinn þá snjóléttur og lítil úrkoma um vorið og í fyrrasumar. Finnur segir að Rauðavatn sýni vel hvort úrkoma hefur verið mikil eða lítil. Barmafullt Hvaleyrarvatn „Vatn er með allra mesta móti í Hvaleyrarvatni. Það er alveg barma- fullt,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Hafnarfjarðar. Vatnið þornaði nær upp í fyrra og segist Steinar aldrei hafa séð það jafn lítið og þá frá því að hann hóf störf þar 1982. „Ég hafði heyrt af svo lágri vatns- stöðu, líklega á sjöunda áratug síð- ustu aldar, hjá gömlum manni sem var hérna en aldrei séð þetta fyrr en þá,“ segir Steinar. Engir lækir renna í Hvaleyrar- vatn eða úr því. Steinar segir að vatnið sé „grunnvatnsspegill“ og endurspegli grunnvatnsstöðuna hverju sinni. Hann segir að Hvaleyrarvatn og Höfðaskógur í kringum það sé hjarta útivistarsvæðisins í upplandi Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikið fuglalíf á þessu vatni síðstu áratugi. Fyrir nokkrum árum komu flórgoðar, gerðu sér hreiður og komu upp ungum. Venjulega gerir flórgoðinn sér flothreiður úr sefi, en það vex ekki hér svo þeir gerðu hreiður í víðirunna sem var umflot- inn vatni. Þetta gerðu þeir nokkur ár í röð. Í fyrra kom flórgoðapar og gerði sér hreiður en yfirgaf svæðið, líklega vegna þurrkanna,“ segir Steinar. Fróðlegt verður að sjá hvort flórgoðum tekst varp í vor. Vötnin eru vel vöktuð Orkuveita Reykjavíkur/Veitur vakta stöðu grunnvatns á höfuð- borgarsvæðinu í samvinnu við Mannvit og Kópavogsbæ sem vaktar Hvaleyrarvatn, Vífilsstaðavatn og Urriðakotsvatn. Veitur eru með skynjara í yfir 100 borholum á svæð- inu. Vatnaskil reka grunnvatnslíkan fyrir höfuðborgarsvæðið og byggja á gögnum úr vöktuninni. Bjarni Reyr Kristjánsson, jarð- fræðingur hjá OR, segir að miklar náttúrulegar sveiflur séu í stöðu grunnvatns á höfuðborgarsvæðinu. „Vinnsla okkar á neysluvatni er bara örlítill hluti af því sem rennur í gegnum kerfið. Áhrif af vinnslunni eru talin í sentimetrum en náttúru- legu sveiflurnar mælast í metrum,“ sagði Bjarni. Hann segir að Rauðavatn sé sér- stakt og megi kalla það „hangandi“ vatn. Lindarrennsli er í það austan- vert og vatnsbotninn nokkuð þéttur. Þegar grunnvatn lækkar við ána Bugðu, suðaustan við vatnið, hættir að renna í Rauðavatn. Þá getur vatn- ið nær horfið. Mælingar í borholum rétt hjá sýna að vatnsborð grunn- vatnsins getur farið marga metra niður fyrir botn Rauðavatns sem „hangir“ þar fyrir ofan. Rauðavatn er því ekki grunnvatnsspegill líkt og Hvaleyrarvatn er. Morgunblaðið/Eggert Hvaleyrarvatn í apríl 2022 Vatnið er nú barmafullt eftir vorleysingarnar. Það er svokallaður grunnvatns- spegill vegna þess að vatnshæð þess endurspeglar stöðu grunnvatnsins á svæðinu hverju sinni. Morgunblaðið/Guðmundur Fylkisson Hvaleyrarvatn í ágúst 2021 Vatnið þornaði upp að stórum hluta og varð minna en flesta rak minni til. Heimildir eru um að þetta hafi áður gerst í langvarandi þurrkatíð. Morgunblaðið/Eggert Rauðavatn í apríl 2022 Vatn er á köflum farið að flæða inn á göngustíginn sem liggur með Rauðavatni að vestanverðu. Vatnshæðin er með hæsta móti þessa dagana eftir miklar leysingar að undanförnu. Morgunblaðið/Unnur Karen Rauðavatn í júlí 2021 Langvarandi þurrkar ollu því að mikið sjatnaði í vatninu. Allar eyrar stóðu uppi og þörungagróður var mjög áberandi þegar litið var yfir vatnið. Miklar sveiflur í stöðuvötnunum - Hvaleyrarvatn og Rauðavatn barmafull eftir leysingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.