Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ ær eru allar einstakar, frá- bærar í umgengni og hver og ein með sinn persónu- leika. Þær koma hlaupandi þegar ég kalla á þær,“ segir Ryan Vasak og á þar við íslensku kind- urnar sem hann heldur ásamt Rac- hel eiginkonu sinni og Fenton, 14 ára syni þeirra. Þau búa á litlum bóndabæ í nágrenni Ferndale í Washington á vesturströnd Banda- ríkjanna. Ryan er sjávarlíffræðingur sem sérhæfir sig í löxum og silungi. Hann var staddur á Íslandi nýlega ásamt konu og syni, en hann hefur undanfarið ár unnið fyrir íslenskt fyrirtæki sem heitir Vaki og þróar og framleiðir hátæknibúnað fyrir fiskeldi. Blaðamaður datt því í lukkupott og náði að hitta þau hjón til spjalls um íslenska sauðféð þeirra. „Við eigum núna um 20 ær sem eru lambfullar, bæði hyrndar og kollóttar, og fjóra fullorðna hrúta. Við fáum væntanlega um 40 lömb þetta vorið, en sumar ærnar eru reyndar þrí- og fjórlembdar. Við værum sannarlega með fleiri kindur ef landið okkar væri stærra, en það er ekki nema tveir og hálfur hektari. Við erum svo lánsöm að fá að nýta land tveggja nágranna okkar, svo við höfum þrefalt meira landsvæði en okkar eigið þar sem kindurnar ganga til beitar. Á þessu landsvæði vaxa villt brómber og kindurnar eru sólgnar í að borða bæði laufblöðin og berin. Við erum með hlöðu þar sem kindunum er frjálst að ganga inn og út, en þær kjósa gjarnan frekar að vera úti, enda er ekki eins kalt hjá okkur á veturna eins og hjá ykkur hér á Íslandi. Þegar kaldast er hjá okkur fer aðeins nokkrar gráður undir frostmark,“ segir Ryan og bætir við að fjárhald þeirra sé fyrst og fremst áhugamál. „Við vinnum bæði fulla vinnu, til að geta dekrað við kindurnar,“ segir hann og hlær, en hey er mjög dýrt í Bandaríkjunum og það þurfa þau að kaupa. „Kindurnar okkar heita flestar nöfnum fjalla og okkur langar að gefa þeim nöfn íslenskra fjalla, en framburðurinn er erfiður, til dæmis Eyjafjallajökull.“ Hófst á tveimur lömbum Sauðfjárhald þeirra hjóna á upphaf sitt í því að Rachel þurfti að finna lausn á því að halda grasinu á lóðinni þeirra í skefjum. „Þegar sonur okkar var ný- fæddur hafði ég ekki lengur tíma til að slá þessa stóru lóð, og þar sem Ryan finnst lambakjöt mjög gott þá datt mér í hug að verða okkur úti um tvö lömb til að sjá um að kroppa grasið. Þau gætu svo að hausti end- að sem uppáhaldskjöt í maga Ryans,“ segir Rachel en hún ólst upp á bóndabæ norðan við Seattle þar sem lífræn ræktun er viðhöfð á um hundrað kinda búi. Ryan er ekki par hrifinn af því kindakyni og sagði því þvert nei þegar Rachel stakk upp að fá tvö lömb á lóðin. „Mér lík- ar alls ekki við þesslags kindur, þær eru ekki nógu gáfaðar og á þær herja ýmsir sjúkdómar,“ segir Ryan og Rachel bætir við að hún hafi því farið á stúfana að leita að annars konar kindum og fann bónda í ná- grenninu, Edward sem er hollensk- ur, og reyndist vera með íslenskar kindur. „Við fórum að skoða lömbin hjá honum og Ryan leist vel á þessar fal- legu kindur með frábæru ullina sína sem auk þess eru frægar fyrir að gefa af sér gómsætt kjöt. Við feng- um því tvö hrútlömb til að sjá um að kroppa grasið á lóðinni okkar og seint um haustið slátruðum við þeim og Ryan sagði að þetta væri besta lambakjöt sem hann hefði nokkru sinni smakkað. Þá var í raun ekki aftur snúið og við keyptum í fram- haldinu tvær lambfullar ær af Edw- ard og vorið eftir báru þær hvor um sig þremur lömbum. Við vorum þá komin með átta kindur á lóðina það sumarið. Við settum einn lambhrút- inn á, því hann var svo fagurlega hyrndur og fallegur á litinn, og við settum gimbrarnar líka á en slátr- uðum hinum hrútlömbunum. Árið eftir fórum við með ærnar okkar til Edwards til að setja þær undir ann- an hrút, til að forðast skyldleika- ræktun. Næsta ár fengum við enn annan hrút að láni til okkar á fengi- tímanum. Við skiptum um hrúta á tveggja ára fresti og við keyrum stundum langan veg til að fá lánaða hrúta, allt upp í 14 klukkustundir aðra leið, til að fá eftirsóknarverð gen í okkar ræktun, bæði liti og byggingu. Hrútarnir okkar fara líka til láns hjá öðrum.“ Sonur liðtækur í sauðburði Þau segja sauðburð hefjast þó nokkuð fyrr hjá þeim úti í Banda- ríkjunum en hjá íslenskum bændum, eðlilega, vegna veðurfarsins. „Við hleypum snemma til og ærnar hjá okkur byrja að bera í mars. Hér á Íslandi er lömbunum líka slátrað fyrr, þegar þau eru yngri og léttari, um tuttugu kíló að hausti. Við slátrum ekki fyrr en í október eða nóvember þegar lömbin eru orðin sjö til átta mánaða og vega rúmlega 40 kíló. Við fáum slátrara heim til okkar sem sér um að farga. Til er máltæki sem segir að besta leiðin til að bæta ræktunina sé að eiga beittan hníf, með öðrum orðum að vera óhræddur við að grisja. Núna þegar kindurnar eru orðnar svona margar, þá náum við ekki að borða allt kjötið af þeim skepnum sem við slátrum og seljum því um- framkjötið beint frá bónda,“ segir Ryan og bætir við að þau fái hærra verð fyrir lambakjötið sitt en ís- lenskir bændur hér á landi. „Enda er íslenskt lambakjöt talið hin mesta lúxusvara í Banda- ríkjunum. Við smökkuðum að sjálf- sögðu á íslensku lambakjöti hér í Reykjavík núna, það bragðast svip- að og okkar kjöt en áferðin er þó önnur.“ Þeim finnst dýrmætt að ala Fenton son sinn upp við að vita hvaðan maturinn kemur og um gang náttúrunnar. „Þegar hann var átta ára keypti hann sína fyrstu kind af okkur, því hann vildi eiga sína eigin kind. Hún er einstaklega falleg og varð ein af okkar bestu kindum, frjósöm og gaf vel af sér. Fenton er áhugsamur um féð og er heldur betur liðtækur í sauðburðinum, enda eru hendur hans smágerðari en mínar og henta betur þegar hjálpa þarf kind við burð,“ segir Ryan og bætir við að móðir hans við annan mann hafi séð um sauðburðinn meðan fjölskyldan var á Íslandi og hann hafi þurft að leiðbeina henni í gegnum síma þegar lamb stóð fast í burði hjá einni kind- inni heima í Bandaríkjunum. „Allt gekk vel og mamma þurfti líka að passa átta hvolpa heima hjá okkur, því tíkin okkar var nýgotin þegar við fórum til Íslands. Við ræktum tegund sem heitir American Farm Collies, einnig þekktir sem English Shepherds.“ Heldur íslenskt sauðfé í Washington „Við eigum núna um 20 ær sem eru lambfullar, bæði hyrndar og kollóttar, og 4 fullorðna hrúta. Við fáum væntanlega um 40 lömb þetta vorið, en sumar ærnar eru reyndar þrí- og fjórlembdar,“ segir sjávarlíffræð- ingurinn Ryan Vasak sem er alsæll með sínar ís- lensku kindur heima í Bandaríkjunum. Ryan Fyrstu lömbin sem komu í heiminn hjá Ryan þetta vorið litu dagsins ljós í mars. Litrík eins og flest hans fé. Heimalningur Gimbur þessi bjó inni á heimilinu og var með bleyju. Fenton sá um að gefa henni pela og ofdekraði hana. Nú er hún orðin fullorðin. Gæfar kindur Sonurinn Fenton nýtur þess að vera umkringdur litríka fénu úti í haga heima á bóndabænum rétt utan við Ferndale í Washington. Lækjargata 2a Sími 519 4747 djireykjavik.is %&6!#:$(64#"'8- 2,7+ *7á 45.990 (993 0+ @?; 0*59áttur 5>á öll tilboð á .>)7,/<>01)<=)5 2,7+ áður 49.990 2,7+ áður 28.990 2,7+ 22.9902,7+ áður 89.990 2,7+ 74.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.