Morgunblaðið - 14.04.2022, Page 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
VINNINGASKRÁ
200 9525 20934 31970 40938 49941 62568 71815
1358 9796 21338 31975 41101 50249 62620 72140
1403 10108 22020 31989 41323 50298 62796 72177
1557 10412 22262 32159 41755 50347 63012 73358
1639 10428 23170 32160 41805 51332 63049 73567
1956 11011 23600 33365 41865 51472 63089 74278
1994 11132 23781 33635 42290 51592 63734 74306
2108 11786 23968 33702 43007 51701 64305 74644
2149 12845 24525 33847 43582 52164 64467 74759
3616 13126 25094 33875 43809 52193 64552 74762
3789 13137 25116 34876 43987 52342 64563 74895
3937 13836 25458 34882 44241 52536 64626 75413
3979 13878 26252 35194 44525 52915 64711 75487
4050 13903 26538 35437 45021 53105 64900 75529
4117 13987 26895 35788 45120 53214 65027 75848
4225 14363 26899 36046 45548 53306 65153 76457
4275 14667 26978 36286 45746 53822 65600 76501
4435 14800 27008 36763 45830 54733 66061 76504
4508 15045 27791 37181 46088 55774 66225 77061
4778 15358 28228 37649 46697 56310 66842 77330
5387 16167 28311 38030 46872 56501 66920 77448
5685 16446 28527 38195 47015 56644 66967 77469
5715 16456 28777 38229 47334 56884 67041 77686
6435 16519 28813 39192 47835 57868 67419 78154
6439 16676 29016 39226 48151 58955 67431 78505
6718 16723 29028 39290 48236 59027 68301 78524
6767 16844 29065 39342 48279 59051 68575 78733
6788 17338 29335 39353 48350 59635 68754 79270
7420 17895 29713 39379 48433 60459 68837 79570
7663 18036 29801 39802 48505 60630 69861 79674
7681 18116 29964 40025 48791 60663 69987 79990
8354 18136 30501 40201 48804 60701 70547
8379 18316 30651 40261 49308 60826 70630
8745 18902 30767 40400 49319 61654 70954
8877 19012 30895 40474 49452 61755 71257
9378 20883 31835 40581 49565 62060 71571
9474 20889 31880 40735 49831 62177 71746
1255 14957 23299 39046 46716 54062 59944 75871
1726 15072 24400 39374 47404 54491 60351 76398
1856 15410 24945 39856 47626 55220 61869 76902
2737 16123 27075 40008 48183 55349 62889 77192
5321 17364 28015 40630 48192 55620 63387 77235
6711 18063 28893 41952 48597 55712 64184 77666
7342 18256 29056 42057 49464 56001 65106 77742
8661 18410 30126 43598 50252 56017 68546 78459
10078 18475 31027 44133 50416 56358 70494 79615
10483 20251 33268 44357 50567 58003 70574
11088 20364 33303 44400 51706 58157 71781
12385 21458 33636 44909 52262 58866 73412
13169 22552 35667 45133 53385 59196 75288
Næsti útdráttur fer fram 22. & 28. apríl 2022
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
35958 42308 51674 62377 70474
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5784 17682 22274 47203 59501 71466
10878 17715 25006 47301 65378 71604
15142 18942 27605 50144 68860 74545
15398 20679 42639 50932 70454 75234
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 8 8 0 2
50. útdráttur 13. apríl 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kirkja og kristinn boðskapur eiga
alltaf erindi við líðandi stund. Trúin
varðar alla og speglar alla mannlega
tilveru. Á vettvangi dagsins hefur
Þjóðkirkjan beitt sér í málefnum
hælisleitenda og í umhverfisvernd.
Kemur þar með alveg skýr skilaboð.
Þá má segja að starf prestsins
spanni þetta allt: að ganga með fólki
í gleði og sorg og allt þar á milli,“
segir séra Dagur Fannar Magn-
ússon, nýr sóknarprestur í Skálholti.
Hann var settur inn í starfið um síð-
ustu helgi, á pálmasunnudag og í að-
draganda páska.
Upprisan kjarni kristindóms
„Upprisa Jesú er kjarni kristin-
dómsins. Með upprisunni vöknum til
vitundar um núið, um eilífðina og hið
æðsta og mesta í þessu lífi og hand-
an þess líka. Guðsríkið er innra með
okkur og handan okkar á öllum tím-
um og utan hans. Alltaf aðgengilegt
og innan seilingar,“ segir Dagur
Fannar sem vígðist til prests fyrir
þremur árum. Fór þá til þjónustu í
Heydölum í Breiðdal austur á landi
og átti þar, með fjölskyldu sinni,
góðan tíma. Fékk mikilvæga reynslu
í starfi. Svo fór þó að Suðurlandið
kallaði og þegar starf Skálholts-
prests var laust sótti okkar maður
um og fékk.
„Ég vann hér í Skálholti sumarið
2019 og líkaði vel. Fékk þá sterkari
áhuga á staðnum og prestakallinu
sem var áður til staðar. Ég er frá
Selfossi en sem peyi var ég mikið hjá
ömmu minni, Perlu Smáradóttur,
sem bjó í Reykholti hér í Biskups-
tungum. Þá á ég ættir að rekja að
bænum Tjörn hér í Tungunum og
þar býr skyldfólk mitt í dag. Tengsl-
in við sveitina eru sterk og hingað
leitaði hugurinn,“ segir Dagur
Fannar.
Tólf kirkjur í átta sóknum
Morgunblaðið tók hús á Degi
Fannari á dögunum austur í sveit-
um. Þau Dagur, Þóra Gréta Pálm-
arsdóttir kona hans og börnin þrjú
búa sem sakir standa á bænum Hvít-
árbakka. Verða þar uns viðgerðir á
prestsbústað í Skálholti eru af-
staðnar.
Í hinu víðfeðma Skálholts-
prestakalli eru alls tólf kirkjur í átta
sóknum. Alls eru sóknabörnin um
1.500 auk þess sem fólk er á sitt ann-
að heimili í sumarhúsabyggðunum í
uppsveitum Árnessýslu mætir oft til
viðburða og helgihalds. Ætlað er að
margir muni til dæmis mæta til at-
hafna nú um páskana en í Skálholts-
prestakalli hefur skapast rík hefð
fyrir innihaldsríku og miklu helgi-
haldi. Þar má nefna að nú í vikunni
hafa í Skálholti verið Kyrrðardagar,
en þar fær fólk tækifæri til þess að
draga sig frá áreiti hversdagsins og
líta inn á við með inntak páskanna til
hliðsjónar.
Á bænadögum og um páska verða
athafnir í allflestum kirkjum Skál-
holtsprestkalls, sem spannar Bisk-
upstungur, Laugardal, Grímsnes,
Grafning og Þingvallasveit. Af ein-
stökum athöfnum á næstu dögum
má nefna messu sem verður í Þing-
vallakirkju við sólarupprás kl. 6 að
morgni páskadags. Sama dag er fjöl-
skylduvæn árdagsmessa kl. 8 í Skál-
holti. Á eftir verður börnum boðið í
páskaeggjaleit. Svona mætti áfram
telja athafnir sem sr. Dagur Fannar
og sr. Kristján Björnsson vígslu-
biskup í Skálholti hafa með höndum.
Kirkjan er fólkið
„Guðfræðin snertir allar hliðar
mannlegrar tilveru; heimspeki og
sagnfræði, tungumál og siðfræði og
fleira. Ég var fljótt ákveðinn í því að
leggja þessi fræði fyrir mig og
stefndi á prestskap. Guðfræðin
spannar margt og sjálfur hef ég í æ
ríkari mæli fært mig inn á svið trú-
fræðinnar. Hef dregist að helgisiða-
fræði og hugmyndum um það hvern-
ig virkja má núvitund og íhugun í
gegnum helgisiði. Ég legg mig líka
eftir safnaðaruppbyggingu, því að
fólk finni sig sem hluti samfélagi.
Kirkjan er fólkið,“ segir sr. Dagur
Fannar Magnússon.
Trúin speglar
mannlega tilveru
- Erindi við líðandi stund - Sr. Dagur Fannar nýr í Skál-
holti - Margar messur um hátíðina - Íhugun og helgisiðir
Skálholt er stór staður á alla lund
og þar stóð vagga íslenskrar menn-
ingar, mennta, lista og lýðræðis.
Margir stórir viðburðir í Íslands-
sögunni tengjast staðnum með ein-
hverju móti eða gerðust þar.
„Á þessum arfi má byggja á
marga lund og tækifærin eru ótelj-
andi. Að starfinu hér í Skálholti
koma margir og hingað er stöðug
umferð alla daga. Ferðafólk til dæmis er áhugasamt um staðinn, helgi
hans og sögu. Hér vinnum við nokkur saman, sóknarprestur, vígslu-
biskup, staðarhaldari og fleiri, og ég trúi að samstarf okkar allra verði
gjöfult og gott. Enginn lyftir bjarginu einn,“ segir sr. Dagur Fannar og enn
fremur:
„Og hvernig sem á allt er litið eru kirkjan og starf hennar alltaf mikil-
vægur þáttur í hverju samfélagi. Þar þurfum við auðvitað samgöngur,
verslun, skóla, heilsugæslu og fleira. Starf og þjónusta kirkjunnar kemur
einnig sterkt inn í þessa breytu – enda þótt hlutverkið hafi breyst hratt á
síðustu árum – rétt eins og allt annað í samfélaginu.“
Enginn lyftir bjarginu einn
KIRKJAN MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í HVERJU SAMFÉLAGI
Skálholtdómkirkja Hús á bjargi byggt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sóknarprestur Á vettvangi dagsins hefur þjóðkirkjan beitt sér í málefnum hælisleitenda og í umhverfisvernd, segir
sr. Dagur Fannar Magnússon, hér við við altarið í Bræðratungukirkju í Biskupstungum sem hann þjónar.
Matur