Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 26

Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 26
inu er drepið létt á dyr og inn á skrif- stofu Ragnheiðar stígur Þóra Jóns- dóttir augnlæknir en við deildina á Ullevål gegna fjórar íslenskar konur augnlæknastöðum og eru þá Helga Huld Petersen og Valgerður Traustadóttir enn ótaldar. Þóra tek- ur þegar að ræða við Ragnheiði á norsku um sjúkdómstilfelli nokkurt og blaðamaður getur ekki á sér setið að spyrja út í þetta stílbrot þeirra Ís- lendinga. „Það þýðir ekkert að tala um þetta á íslensku,“ svarar Þóra um hæl, „hér er þetta allt á norsku sem við erum að fást við allan daginn og yrði tómur misskilningur ef við fær- um að reyna að koma þessu frá okk- ur á íslensku okkar á milli.“ Gefur augaleið. Segja mætti í bókstaflegri merk- ingu að starfsemi Ragnheiðar innan veggja sjúkrastofnunarinnar skeri í augu, en daglegt amstur er þó mun margþættara en það. „Ég er með einn aðgerðadag í viku, það er í dag [þriðjudag í síðustu viku]. Á morgun hitti ég svo þá sem ég óperera í dag og svo er ég með ERG á morgun líka, það er greining á þeim sem eru með arfgenga sjónhimnusjúkdóma, en á mánudögum og föstudögum er ég akademísk,“ segir Ragnheiður og minnir þar með á að prófessorstitill- inn, sem nefndur er í upphafi viðtals- ins, er ekki bara til skrauts. „Þá er ég með stúdenta í verklegri kennslu og rannsóknarvinnu og flyt fyrirlestra í auditorium sem er hérna niðri,“ segir hún af prófessorsstöð- unni sem er 20 prósent staða á papp- írum en þó 40 prósent í framkvæmd. Áður en Ragnheiður tók við prófess- orsstöðunni var hún um árabil dós- ent og kveðst betur mega við una nú þar sem prófessorsstaðan bjóði henni mun rýmri tíma til rannsókna, þess veigamikla þáttar allrar lækn- isfræði. Valdi Noreg vegna skíðanna Við vendum kvæði okkar í kross- inn fræga og förum yfir margra ára- tuga búsetu í Skandinavíu. Ragn- heiður fluttist til Linköping í Svíþjóð á níunda áratug aldarinnar sem leið og á fjórða tug ára síðar er hún hér enn. „Það var mjög gaman í Linköp- ing, við vorum svo mörg Íslendingar þarna í sérnámi í læknisfræði, þetta var hálfgerð Íslendinganýlenda,“ rifjar Ragnheiður upp af smábænum sænska sem hún flutti til árið 1988. „Þarna voru líka makar og börn svo þetta var býsna mikill hópur með öllu. Vantaði reyndar alveg fjöllin þarna, þetta er marflatt,“ segir augnlæknirinn sem er mikið fyrir skíðaíþróttina auk þess að stunda kajakróður, hjólreiðar og aðra úti- vist. „Ég er oft heima á Íslandi í fríum. Bræður mínir hafa oft farið með mig og strákinn minn í ferðir um hálend- ið á jeppunum sínum með risadekkj- um og öllu tilheyrandi.“ Aðal- vetrarsportið í Linköping hafi vegna fjallaleysis verið skautar á stöðu- vötnunum í nágrenninu, svo sem Roxen og Vättern, nafn þess síð- arnefnda greypt í minni blaðamanns, og vafalaust margra miðaldra les- enda, úr fróðleik landafræðikennslu- bóka áttunda og níunda áratugarins um stærstu stöðuvötn Svíþjóðar, Vänern, Vättern og Mälaren. Hví- líkar minningar. „Svo var komið að því að flytja sig. Mig langaði til einhverrar af höfuð- borgunum hér, Kaupmannahafnar, Óslóar eða Stokkhólms, og ég valdi að lokum Ósló og það var bara með skíðaiðkun í huga,“ játar Ragnheiður enda ljóst að danska höfuðborgin hefði líklega seint haft vinninginn á þeim vettvangi. Hún skrifaði þó sjúkrahúsum í öllum borgunum og heimsótti þær allar en Ósló og Ulle- vål freistuðu að lokum mest. Þetta var árið 1999 eftir rúmlega áratug í Linköping. „Hérna er líka mjög veð- ursælt og þetta er við sjóinn, bað- strendur, eyjar og allt til alls,“ segir Ragnheiður sem fer töluvert um á gönguskíðum í skóglendinu í ná- grenni Óslóar. Sjónhimnuskurðlækni hafi einmitt vantað við Ullevål fyrir aldamótin, læknar hafi verið að koma frá ná- grannalöndunum til nokkurra vikna dvalar í einu og ófremdarástand ríkt í þessum efnum. „Svo mér var tekið opnum örmum. Þá var verið að end- urnýja alla deildina og aðgerðastof- urnar og þetta leit mjög vel út,“ rifj- ar Ragnheiður upp af fyrstu skrefunum á augndeildinni þar sem nú starfa 300 manns, þar af tæplega 70 læknar. Afarnir í málfræði og skógrækt „Mér finnst ég nú vera komin hálfa leiðina til Íslands bara með því að koma hingað, Norðmennirnir eru mun líkari okkur Íslendingum en Svíarnir finnst mér,“ segir augn- læknirinn sem á ekki von á öðru en að vera áfram í Noregi. „Mínu fólki á Íslandi finnst fínt að hafa mig hérna í Noregi, koma til mín og fara á skíði og í sumarbústaðinn. Ég er með ekta norska „hyttu“ inni í skógi, án renn- andi vatns og rafmagns. Dagur bróð- ir minn féll alveg í stafi þegar hann kom þangað fyrst og sagði að þetta hefði hann alltaf dreymt um,“ segir Ragnheiður og brosir breitt en þau eru sex systkinin og svo ættfróðum sé gert til geðs er hún dóttir Braga Björnssonar lögfræðings og Helgu Tryggvadóttur sem var læknaritari á kvensjúkdómadeild Landspítalans þegar Ragnheiður nam læknisfræði. Þau eru bæði látin. Föðurafi Ragnheiðar var dr. Björn Guðfinnsson prófessor sem fram- kvæmdi viðamestu rannsókn á ís- lenskum framburðarmállýskum, sem enn hefur verið framkvæmd, á ár- unum 1940 til 1946. Fór Björn um nær öll skólahverfi landsins og fékk hátt í 7.000 skólabörn til að lesa textabrot og skrifaði hjá sér fram- burðareinkennin því ekkert var upp- tökutækið. Tryggvi, móðurafi Ragn- heiðar, Sigtryggsson var hins vegar bóndi, kennari og hannyrðamaður, prjónaði hvort tveggja og óf. Hann fór fjölda skógræktarferða til Nor- egs og hafði með sér nýjar plöntu- tegundir til Íslands, varð heiðurs- félagi Skógræktarfélags Íslands og lék á lágfiðlu en til eru útvarpsviðtöl við Tryggva þar sem hann ræðir varðveislu gamalla dansstefja ís- lenskra. Ráðstefna á Íslandi í sumar „Ég sé aldrei eftir því að hafa valið þetta fag, það er mjög skemmtilegt og ekki síður að hafa rannsóknir og kennslu til að sinna líka. Augnfagið er mjög heillandi og ótrúlega margt sem þar hefur gerst á minni starfs- ævi,“ segir Ragnheiður Bragadóttir, prófessor og sérfræðingur í sjón- himnuskurðlækningum við Ullevål- sjúkrahúsið, að lokum. Hún er á leið til Íslands með rísandi sól, þar fer í júní fram ráðstefna um arfgenga sjónhimnusjúkdóma á vegum sam- takanna Retina International, sem Blindrafélag Íslands á aðild að. RI- samtökin standa reglulega fyrir ráð- stefnum þar sem leikir og lærðir koma saman og hlýða á fremstu vís- indamenn heims greina frá rann- sóknum sínum og fer ráðstefnan í sumar fram samhliða Norðurlanda- ráðstefnu augnlækna sem Ísland hýsir í ár. Smiðshöggið er svo rekið á þessa heimsókn á Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló með skurðaðgerðinni sem tæpt er á hér að framan og Ragnheiður framkvæmir á um það bil klukku- stund, studd aðstoðarfólki og þrí- víddarskjánum góða, en fleiri myndir frá aðgerðinni má sjá í vefútgáfu við- talsins á mbl.is, kjörið veganesti inn í páskahátíðina. Námsmannalíf Blankur læknanemi á öndverðum níunda áratug síðustu aldar og færleikurinn valinn í samræmi við fjárhaginn, austurþýskur Trabant sem forðum var algeng sjón á íslenskum vegum. Tveir strokkar og 26 hestöfl. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Aðgerð Hér meðhöndlar Ragnheiður sjúkling með ellidrer, eða cataract, og kemur akrýllinsu fyrir í auganu í um klukkustundarlangri aðgerð. Sveppatínsla Ragnheiður er útivistarkona mikil, stundar gönguskíði, hjól- reiðar, kajakróður og jöklaferðir á Íslandi, en hér tínir hún matsveppi. 26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2021 GMC Denali 2500 Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather). Æðislegur fjölskyldubíll hlaðinn búnaði. 7 manna bíll. Hybrid Bensín. Sjálfskiptur. 360 myndavélar. Collision alert system. Harman/Kardon hljómkerfi. Tölvuskjáir í aftursæti. VERÐ 10.390.000 2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Gullfallegur bíll í ábyrgð! Ekinn 30.000 km. 10 gíra skipting. Auto track millikassi. Multipro opnun á afturhlera. 35” dekk. Samlitaðir brettakantar. Sóllúga. Rúllulok á palli. Led bar. Tveir dekkjagangar á felgum (sumar- og vetardekk). VERÐ 13.990.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.