Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 34
Stefán Gunnar Sveinsson Kristján Jónsson Karim Khan, aðalsaksóknari Al- þjóðlega sakamáladómstólsins, sagði í gær að Úkraína væri „vettvangur glæps,“ en hann var þá staddur ásamt öðrum saksóknurum við dóm- stólinn í Bútsja. Dómstóllinn rann- sakar og sækir til saka fyrir stríðs- glæpi, glæpi gegn mannkyni og fyrir þjóðarmorð. „Við erum hér, því við höfum rök- studdan grun um að verið sé að fremja glæpi innan lögsögu dóm- stólsins,“ sagði Khan, en hafist var handa í gær við að grafa upp fjölda- grafir í Bútsja til þess að hægt væri að rannsaka frekar ásakanir um stríðsglæpi Rússa þar. Ummæli Khans féllu sama dag og Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu lýsti því yfir að Rússar hefðu sýnt „skýr merki um brot á alþjóð- legum mannúðarlögum“ í Úkraínu á tímabilinu frá 24. febrúar, þegar inn- rás þeirra hófst, til 1. apríl, eða áður en fjöldamorðin í Bútsja komust í hámæli. Erfitt að búa sig undir svona Ljósmyndarinn Óskar Hall- grímsson, sem búsettur er í Kænu- garði, fór í gærmorgun ásamt fjöl- miðlafólki til uppgraftarins í Bútsja. Sagði hann í samtali við mbl.is í gær- kvöldi að fjölmennt teymi hefði verið við rannsóknir á vettvangi, bæði frá yfirvöldum í Úkraínu en einnig fólk sem komið var víðar að. Fimm lík voru grafin upp á meðan Óskar var í Bútsja, en vitað er um að minnsta kosti 57 einstaklinga í fjöldagröfinni, sem grafin var upp í gær. Sagði Óskar að fleiri gætu hafa verið grafnir þar. „Miðað við þær upplýsingar sem ég fékk frá fólkinu í Bútsja þá eru eingöngu óbreyttir borgarar í þessum fjöldagröfum. Fólk frá Hostomel og Bútsja,“ sagði Óskar. Hann benti á að grafirnar hefðu verið teknar af íbúum í Bútsja en ekki rússneskum hermönnum. „Íbúar í Bútsja gerðu þetta til að taka lík af götunum á meðan Rúss- arnir voru enn í borginni. Rússnesku hermönnunum var nákvæmlega sama og létu líkin liggja á götunum. Þeir grófu því ekki fólk í fjölda- gryfjum til að fela líkin eða eitthvað slíkt,“ sagði Óskar. Hann bætti við að fjöldagrafirnar væru nærri kirkju í borginni, og að í fyrstu hefði fólk fengið að jarða líkin í friði, en svo hafi Rússarnir byrjað að skjóta á það. „Fyrir vikið varð fólkið hrætt við að fjarlægja líkin og þau söfn- uðust upp á götunum,“ sagði Óskar. Þetta var í annað sinn sem Óskar kemur að þessari fjöldagröf, og sagði hann að fyrri heimsóknin hefði verið erfiðari. „Í morgun var þetta frábrugðið vegna þess að fólk var að vinna við að safna upplýsingum og reyna að bera kennsl á líkin. Þar af leiðandi fann maður að það væri ver- ið að gera eitthvað. Hryllingurinn var meiri í fyrra skiptið. Auk þess vissi ég af þessari fjöldagröf í fyrra skiptið. En svo er sumt sem erfitt er að búa sig undir eins og til dæmis lyktin,“ sagði Óskar. „Auðvitað líður manni ekki vel eft- ir að hafa séð svona lagað. Þetta er hræðilegt. En ef til vill er maður að einhverju leyti að verða samdauna ástandinu,“ sagði Óskar að lokum. Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Rannsókn hafin Byrjað var að grafa upp fjöldagröf í Bútsja í gær til þess að hægt væri að rannsaka stríðsglæpi Rússa þar og var fjöldi viðstaddur. Saksóknarar segja Úkra- ínu vettvang stríðsglæpa - Byrjað að grafa upp fjöldagrafir í Bútsja og rannsaka 34 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 VIKUR Á LISTA 5 2 2 1 1 1 1 4 2 3 HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum HELKULDI Höf. Viveca Stein Les. Hanna María Karlsdóttir VELKOMIN HEIM Höf. Ninni Schulman Les. Jóhann Sigurðarson BRÉFIÐ Höf. Kathryn Hughes Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir STÓRI SKJÁLFTI Höf. Auður Jónsdóttir Les. Aníta Briem NÁHVÍT JÖRÐ Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Elín Gunnarsdóttir HANDRITAGILDRAN - BÓKAÞJÓFURINN KJÖLDREGINN Höf. Friðgeir Einarsson Les. Friðgeir Einarsson F´´ÓRNIN Höf. Jakob Melander Les. Hilmir Snær Guðnason HVARFIÐ Höf. Johan Theorin Les. Jóhann Sigurðarson KONANHANS SVERRIS Höf. Valgerður Ólafsdóttir Les. Margrét Örnólfsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - › › › › - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 14 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneska varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir í gær að hafnarborgin Maríupol væri nú á valdi rússneska hersins eftir sex vikna umsátur. Sögðust Rússar hafa tekið til fanga 1.026 úkraínska landgönguliða úr 36. herfylki landgönguhersins, en það herfylki hefur leitt vörn borgarinnar undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Kænugarði sögðust ekki geta staðfest fall Maríupol, en Vadím Boitsjenkó, borgarstjóri hafnarborgarinnar, sagði að enn væri barist í borginni. Hrósaði hann mjög verjendum borgarinnar. „Þeg- ar þeir segjast vera úr stáli, ættum við að muna að stál getur einnig brotnað, en þeir eru að verjast, og Maríupol er enn úkraínsk borg,“ sagði hann. Ramzan Kadyrov, leið- togi Téténa, sem tekið hafa þátt í bardögum um borgina, skoraði á þá sem eftir væru að gefast upp, frekar en að sólunda lífi sínu. Fátt bendir til efnavopna Sérfræðingar í beitingu efnavopna hafa lýst yfir efasemdum um að Rússar hafi gripið til slíkra vopna í Maríupol á mánudaginn. Þannig hafi lýsingar á þeim einkennum sem fólk fann fyrir ekki stemmt við þau ein- kenni sem fylgi notkun taugaeiturs á borð við Sarín-gas, og margt annað geti orsakað einkennin, sér í lagi þar sem barist hefur verið í verksmiðjum og öðrum stöðum þar sem ýmis spilliefni gætu dreifst um andrúms- loftið. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, varaði hins vegar við því í fyrrinótt að Rússar kynnu að grípa til táragass með íblönduðum efnum til að svæla síð- ustu verjendur Maríupol úr varnar- stöðum sínum, en beiting táragass er ekki lögleg í hernaði, þó að hún sé leyfileg við löggæslustörf. Rúss- neska utanríkisráðuneytið mótmælti orðum Blinkens, og sakaði Banda- ríkin um að reyna að koma áróðri af stað. Sakar Rússa um þjóðarmorð Joe Biden Bandaríkjaforseti sak- aði Rússa í fyrrinótt um þjóðarmorð í Úkraínu, og sagði hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri að reyna að útrýma hugtakinu „Úkra- ínumaður“ með gjörðum sínum í stríðinu. Sagði Biden að sífellt fleiri sönn- unargögn fyrir því að kalla stríðs- glæpi Rússa þjóðarmorð væru að koma í ljós. „Meiri sönnunargögn eru að birtast um þá hræðilegu hluti sem Rússarnir hafa framið í Úkra- ínu. Og við munum bara sjá meira og meira um eyðilegginguna. Við mun- um láta lögfræðingana ákveða á al- þjóðavettvangi hvort þetta falli und- ir skilgreininguna, en það lítur vissulega þannig út fyrir mér,“ sagði Biden. Volodimír Selenskí, forseti Úkra- ínu, fagnaði ummælum Bidens og sagði þau vera „sönn orð sanns leið- toga“. Sagði hann brýnt að kalla hlutina sínum réttum nöfnum þegar staðið væri á móti hinu illa. Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagðist hins vegar ekki vilja taka undir það að um þjóðarmorð væri að ræða, þar sem Úkraínumenn og Rússar væru „bræðraþjóðir“. Mótmæltu úkraínsk stjórnvöld þeim orðum Macrons og sögðu bræður ekki drepa hvora aðra. Macron sagði það þó einnig aug- ljóst að Rússar hefðu framið stríðs- glæpi í innrás sinni, en að hann myndi halda áfram umleitunum sín- um til að leita sátta, og að ekki væri hjálplegt að grípa of sterkt til orða. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu einnig orðum Bidens, og sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta þau „óásættanleg“ fyrir forseta Bandaríkjanna. Vara við árásum á Kænugarð Þá varaði rússneska varnarmála- ráðuneytið við því að rússneski her- inn myndi neyðast til að ráðast á stjórnstöðvar Úkraínuhers í Kænu- garði, ef Úkraínumenn létu ekki af árásum sínum á rússneskri grund. „Við sjáum úkraínskar hersveitir reyna að fremja skemmdarverk og ráðast á rússneskt landsvæði,“ sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins. Greint var frá því í fyrradag að skemmd- arverk hefðu verið framin á lest- arbrú í Belgorod-héraði, sem myndu tefja fyrir liðsflutningum Rússa til austurhluta Úkraínu. Maríupol sögð fallin í hendur Rússa - Rúmlega þúsund landgönguliðar sagðir í haldi Rússa - Einkennin passi ekki við notkun taugaeiturs - Selenskí fagnar yfirlýsingu Bidens um þjóðarmorð - Rússar muni hefna fyrir skemmdarverk AFP/by Alexander Nemenov Maríupol Rússneskur hermaður stendur vörð í miðborg Maríupol í fyrradag. Borgin var sögð á valdi Rússa í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.