Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ný kosn- ingalög hafa vald- ið uppnámi á nokkrum stöðum á landinu. Í ljós hef- ur komið að breyt- ing á ákvæði um hæfiskröfur til setu í kjörstjórnum skapar vandræði við mönnun þeirra. Í gömlu lögunum var kveðið á um að það útilokaði setu í kjörstjórn ef foreldrar, systk- ini, börn eða maki væru í framboði. Í nýju lögunum á fulltrúi í kjörstjórn að víkja „ef einstaklingur er í kjöri sem er eða hefur verið maki hans, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar“. Í greinargerð með frum- varpinu sagði aðeins um þetta ákvæði að það byggðist „á markmiði frumvarpsins um að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga, fagmennsku þeirra og að ásýnd kosninga sé hafin yfir allan vafa“. Því væri rétt að gera strangari kröfur en áður hefðu verið í gildi. Í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag var tekið sem dæmi um hvað þetta ákvæði þýddi að það gæti valdið vanhæfi fulltrúa til setu í kjörstjórn ef maki systur maka hans væri á framboðslista. Þetta ákvæði virðist ætla að valda vandræðum við að skipa í kjörstjórnir víða um land og þýðir einnig að mikilvæg reynsla getur horfið úr kjör- stjórnum vegna þess að skipta þarf út fulltrúum út af hinum nýju hæfiskröfum. Þá er sérstaklega til marks um að lögin hafi ekki verið hugsuð til enda að í þeim er hvergi talað um hvað sé til bragðs þegar kosningar eru óhlutbundnar. Þá eru nærri allir íbúar sveitarfélags í framboði hafi þeir kjörgengi. Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjör- stjórnar, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði mátt vera skýrara. Skilningur landskjörstjórnar sé hins veg- ar sá að það hafi ekki verið ætlun löggjafans að útiloka óbundnar kosningar, en sú hefði verið raunin ef allir íbúar sveitarfélags væru sjálfkrafa vanhæfir til setu í kjörstjórn. Augljóst er að þessi túlkun gæti leitt til kærumála að loknum kosningum. Löggjaf- inn þyrfti því að taka af allan vafa. Aldís Hafsteinsdóttir, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í viðtali við Morgunblaðið að samband- inu hefði yfirsést hvaða afleið- ingar breyttar reglur myndu hafa þegar kosninga- lögin voru í umsagnarferli og er á því að breyta þurfi lögunum. „Það þarf að taka þetta til end- urskoðunar. Þetta er allt of víðtækt,“ segir Aldís í viðtal- inu og bendir á að ekki sé að- eins hætta á að áhrifa af þessu gæti í litlum sveitarfélögum því í Reykjavík séu hátt í 500 manns í framboði. Víða geti því orðið vanhæfi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í sam- tali við mbl.is að málið hafi verið tekið upp í nefndinni og niðurstaðan verið að of seint væri að grípa inn í núna vegna þess að kjörstjórnir hefðu tek- ið til starfa og frestur væri að renna út, en ekki væri útilokað þetta yrði skoðað að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Þessar hæfisreglur eru ekki settar inn að ástæðulausu en það kann að vera að ekki hafi verið hugsað til enda hvers kyns vandræði þetta gæti skapað í okkar litlar sam- félagi,“ sagði Þórunn. Þetta er varlega orðað hjá Þórunni því nokkuð augljóst er að málið hafi ekki verið hugsað til enda. Vissulega er mikilvægt að hér ríki traust til þess hvernig staðið er að kosn- ingum. Uppákoman sem varð í Borgarnesi í kringum kosn- ingarnar í haust var ekki til þess að ýta undir slíkt traust. Hins vegar má ekki gleyma því mikilvæga atriði að það klúður var ekki vegna þess að reglurnar væru gallaðar, held- ur út af því að ekki var farið eftir þeim. Vitaskuld er góðra gjalda vert að vilja bæta heiminn og þarft að endurskoða reglulega þær reglur sem við setjum okkur. Á Íslandi hefur þátt- taka í kosningum verið mikil og framkvæmd þeirra notið trausts. Mikilvægt er að svo verði áfram. Þegar gera á breytingar þarf hins vegar að vera vit í þeim og hugsa til enda hvaða afleiðingar þær muni hafa í för með sér. Það kann að hafa litið vel út á blaði að breyta hæfis- skilyrðum til setu í kjör- stjórnum með þessum hætti, en í reynd skapar breytingin glundroða. Verði þessi breyt- ing í þokkabót til þess að dýr- mæt reynsla hverfi úr starfi kjörstjórna með þeim sem nú verða vanhæfir gæti hún jafn- vel leitt til þess að vegna reynsluleysis verði meiri hætta á mistökum í fram- kvæmd kosninga en áður. Meira ógagn en gagn að nýjum hæfisskilyrðum um skipan í kjörstjórnir} Að hugsa til enda F yrir kosningarnar árið 2013 var aðeins einn leiðtogi stjórn- málaflokkanna sem lofaði mikl- um heimtum fjármuna úr fórum kröfuhafa hinna föllnu banka. Það var líka aðeins einn leiðtogi stjórn- málaflokkanna sem stóð við það loforð og gott betur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tryggði heimtur til handa ríkissjóði í formi stöðugleikaframlaga frá kröfuhöfum, sem varð grundvöllur hröðustu efnahagslegu um- skipta nokkurs ríkis í kjölfar efnahagshruns- ins. Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka er hluti af þessu uppgjöri. Þetta uppgjör við kröfuhafa föllnu bank- anna reyndist líka forsenda þess að ríkissjóður var síðar í færum til að standa af sér þau efna- hagslegu áföll sem dundu á Íslendingum í nýafstöðnum heimsfaraldri. Án stöðugleikaframlaganna undir forystu Sigmundar Davíðs væri staðan sannarlega slæm í dag. Ríkissjóður fékk 95% af hlutafé Íslandsbanka afhent í formi þessara framlaga. Það hefur síðan skilað Íslend- ingum, raunverulegum eigendum bankans, miklu fé í ríkissjóð í formi arðgreiðslna og sölu á hlutum í bank- anum; um 180 milljörðum nú þegar og enn á ríkissjóður hlut í bankanum upp á um 95 milljarða. Samtals skilar Íslandsbanki því um 275 milljörðum. Miðflokkurinn, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, lofaði því í síðustu alþingiskosningum að afhenda Íslandsbanka þeim sem þegar eiga hann; Ís- lendingum, með beinum hætti. Þannig hefði hver Ís- lendingur fengið úthlutaðan jafnan hlut sem næmi nú um milljón króna fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er eitthvað. En sú leið var ekki farin heldur önnur sem nú hefur valdið miklu ósætti, tortryggni í garð sölu ríkiseigna og miklu vantrausti. Ekki bætir úr skák að þeir sem halda á ábyrgð í málinu á stjórnarheimilinu hafa stimplað sig út úr allri málefnalegri umræðu um söluna, horfa í hina áttina og vona að ein- hverjir aðrir endi með þetta í sinni kjöltu. Í ríkisstjórninni er hver höndin upp á móti annarri. Þeir sem yfirhöfuð hafa gefið kost á viðtali við fjölmiðla eða tjáð sig á annað borð reyna að bera sakir á einhvern annan og upphefja sjálfa sig í leiðinni. Þingmenn stjórnarflokkanna sem tjá sig þykjast lítið vita um málið, segjast voða svekktir. Aðrir halda dauðahaldi í þögnina og vona að málið verði bara búið fljótt. Einn ráðherranna og formaður eins stjórn- arflokksins fer áfram huldu höfði eftir alvarleg ummæli á búnaðarþingi sem honum hefur reynst erfitt að þyrla upp nægu ryki um svo fólkið sjái ekki það sem blasir við: lélegt innihald í smart umbúðum góðra almanna- tengla. Ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir eru á flótta undan sjálfum sér. Er þá ekki bara best að fara að ráðum Miðflokksins og afhenda Íslandsbanka með beinum hætti til raun- verulegra eigenda, Íslendinga? Það er ekki of seint. Bergþór Ólason Pistill Ekki of seint Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is A llt stefnir í að bæði Finn- land og Svíþjóð muni sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu á næstunni en viðhorf almennings í löndunum tveimur gagnvart NATO- aðild hafa gerbreyst í kjölfar inn- rásar Rússa í Úkraínu. Nefnd á vegum finnsku ríkis- stjórnarinnar skilaði í gær af sér hvítbók um þær breytingar sem orð- ið hefðu í öryggis- og varnarmálum Finna í kjölfar innrásarinnar, og mun finnska þingið hefja umræður um hana í næstu viku, þar sem rætt verður hvort rétt sé að ganga til liðs við varnarbandalagið. Sanna Marín, forsætisráðherra Finnlands, fundaði í gær í Stokk- hólmi með Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ræddu þær um stöðuna í varnar- málum. Sagði Sanna Marín eftir fundinn að þingið myndi taka ákvörðun um NATO-aðild á næstu vikum. „Ég held að ákvörðunin verði tekin mjög fljótlega. Innan vikna, ekki innan mánaða.“ Hvítbók nefndarinnar lagði ekki fram ráðleggingar um hvort Finnland ætti að sækja um aðild, en benti á að án slíkrar aðildar nytu Finnar engra trygginga, þrátt fyrir að þeir hefðu nú um nokkra hríð verið samstarfsaðili Atlantshafs- bandalagsins. „Það er engin önnur leið til að fá öryggistryggingar en með fæling- armætti NATO og sameiginlegum vörnum, sem tryggðar eru með 5. grein Atlantshafssáttmálans,“ sagði Sanna Marín, en hún tekur fram að árás á eitt bandalagsríki teljist vera árás á þau öll. Talið er nær öruggt að þingið muni samþykkja að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, en kannanir benda til þess að um 68% Finna styðji nú slíka aðild. Er þó ekki lengra síðan en í janúar sem einungis um þriðjungur Finna var á því að landið ætti að ganga til liðs við bandalagið. Ástæða þessara um- skipta er augljós. „Rússland er ekki sá nágranni sem við héldum,“ sagði Sanna Marín um helgina. Talið er líklegt að Finnland muni senda inn aðildarumsókn fyrir leiðtogafund NATO í sumar sem haldinn verður 29.-30. júní í Madrid. Öll aðildarríkin verða að samþykkja þá umsókn, en ekki er gert ráð fyrir að neitt ríki, ekki einu sinni Ung- verjaland, það NATO-ríki sem talið er hvað vinsamlegast Rússum, muni beita neitunarvaldi sínu ef Finnar og Svíar sækja um aðild. Söguleg umskipti í Svíþjóð Í Svíþjóð er svipuð staða uppi á teningunum, þar sem innrásin hefur gerbreytt almenningsálitinu á undraskömmum tíma. Þar, líkt og í Finnlandi, mælast um tveir þriðju kjósenda fylgjandi NATO-aðild, en slíkt hefði þótt óhugsandi í byrjun árs. Þá er talið nær óhugsandi að Svíar myndu vilja standa einir Norðurlandanna utan NATO, fari svo að Finnar sæki um aðild. Sænski Sósíaldemókrataflokk- urinn tilkynnti fyrr í vikunni að hann hygðist endurskoða stefnu sína í varnar- og öryggismálum, sem þóttu söguleg tíðindi eftir áralanga hlutleysisstefnu Svía. Víst þykir að aðildarumsókn gæti orðið að hita- máli í þingkosningum í haust, hafi Svíar ekki þá þegar sótt um aðild, þar sem hægriflokkarnir sem nú eru í stjórnarandstöðu hafa lýst því yfir að nái þeir meirihluta muni þeir sækja um aðild. Þá hafa sænsk stjórnvöld einn- ig sett af stað endurskoðun á örygg- isstefnu sinni, sem á að ljúka fyrir lok maí. Andersson ítrekaði þó í gær að ekki væri útilokað að Svíar myndu ákveða að halda sig áfram utan bandalagsins. Óvíst um viðbrögð Rússa Fljótlega eftir að umræða um hugsanlega NATO-aðild Finna og Svía hófst hótaði María Sakaróva, talskona rússneska utanríkisráðu- neytisins, „pólitískum og hern- aðarlegum afleiðingum“ fyrir ríkin tvö, án þess að útskýra það nánar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pút- íns Rússlandsforseta, sagði sömu- leiðis fyrr í þessari viku, að Rússar myndu grípa til aðgerða til þess að „færa jafnvægi á ný,“ ef Finnar gengju í NATO. Ekki er vitað hvernig aðgerðir það yrðu, en Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hafði orð á því í síðustu viku, að bandalagið myndi huga að ráðum til þess að tryggja öryggi ríkjanna í því milli- bilsástandi sem myndi skapast á milli umsóknar og samþykktar að- ildar. Hitt er þó víst, að með aðild Finna myndu sameiginleg landa- mæri NATO og Rússlands lengjast um 1.340 kílómetra, og það yrði bein afleiðing af innrás, sem átti að draga úr ítökum NATO í nágrenni Rúss- lands. „Hvernig er þetta annað en strategískt klúður fyrir Pútín?“ spurði háttsettur bandarískur emb- ættismaður í samtali við The Times. Samstiga inn í Atl- antshafsbandalagið? AFP/Paul Wennerholm Varnarmál Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sanna Marín, forsætisráðherra Finna, ganga saman til blaðamannafundar í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.