Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Hið heilaga páskalamb Það eru komnir páskar og fátt er meira viðeigandi á veisluborðum landsmanna en góð lambasteik. Hér getur að líta nokkrar útgáfur af lambi sem allar eiga það sammerkt að bragðast ótrúlega vel. Gott lambakjöt klikkar aldrei og með góðri sósu og geggjuðu meðlæti er páskamáltíðin gulltryggð. Hvítlauks og piparkryddlegið lambalæri frá SS Aðferð: Takið lærið út úr kæli og leyfið því að standa við stofuhita í 2-3 tíma. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C. Setjið lærið í eldfast mót ásamt timíani og rósm- aríni og setjið kjöthitamæli inn í miðjuna á kjöt- inu, bakið þar til kjarnhiti nær 60°C (með- alsteikt), tími fer eftir hversu stórt lærið er og hversu kalt það var þegar það fór inn í ofninn, en við erum alltaf að tala um klukkutíma +. Rjómasveppasósa ½ laukur 250 g sveppir 2 msk. smjör 3 hvítlauksrif 500 ml rjómi vökvinn sem fellur til af nautakjötinu inni í ofninum 2 stk. nautakraftsteningar eða eftir smekk, fer eftir því hversu mikið af vökva fellur til af kjötinu. 1 dl rauðvín svartur pipar og salt eftir smekk 1 msk. gráðostur sósulitur eftir smekk Aðferð: Skerið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr örlitlu smjöri. Skerið sveppina niður og bætið þeim út á pönnuna ásamt restinni af smjörinu, steikið þangað til mesta vatnið af sveppunum er gufað upp. Pressið þrjú hvítlauksrif út á og steikið létt í 1-2 mín., hellið svo rjómanum út á. Bætið kraft- inum sem féll af nautakjötinu út í sósuna ásamt teningum, rauðvíni, smá pipar og salti og gráð- osti. Látið sósuna sjóða svolítið og bætið svo meira af kjötkrafti, salti og pipar, rauðvíni og gráðosti við eftir smekk. Marineraðir tómatar 4 stórir tómatar ½ rauðlaukur 1 hvítlauksgeiri 1 dl hágæða jómfrúarólífuolía 2 msk balsamedik með hunangi 1 lúka ferskt basil salt og pipar Aðferð: Skerið tómatana í frekar þykkar sneiðar, ca 1 cm, dreifið þeim á fallegan disk. Skerið rauðlauk og hvítlauksgeira mjög smátt og setjið í skál ásamt ólífuolíu og balsamediki. Skerið basil niður og setjið út í skálina ásamt salti og pipar, blandið öllu vel saman og hellið yf- ir tómatana. Gott að gera með smá fyrirvara og leyfa þessu aðeins að taka sig áður en þetta er borið fram. Smjörsteiktir sveppir með timían 250 g kastaníusveppir 100 g smjör u.þ.b. 5 greinar ferskt timían Aðferð: Bræðið smjörið á pönnu og setjið sveppina út á ásamt timían, leyfið að malla við vægan hita þar til sveppirnir eru eldaðir í gegn. Ljósmynd/Linda Ben Sælkeramatur Sígild og góð páskamáltíð sem getur ekki klikkað enda er Linda Ben pottþétt. Hvítlauks- og pipar- kyddlegið lambalæri Hér fer matarbloggarinn Linda Ben mikinn og leikur sér með dýr- indis lambalæri sem er hvítlauks- og piparkryddlegið. Meðlætið er dýrindis sósa, marineraðir tómatar og smjörsteiktir sveppir. Lambalundir Um 1 kg lambalundir 3 msk. Bezt á lambið-krydd 3 msk. ólífuolía Veltið lundunum upp úr olíu og kryddi, plastið og leyfið að marinerast að minnsta kosti í klukkustund (yfir nótt væri líka í lagi). Grillið síðan á vel heitu grilli í 5-8 mínútur, fer eftir þykkt lundanna. Hvílið síðan í að minnsta kosti 10 mínútur áður en kjötið er skorið. Sveppasósa 60 g smjör 300 g sveppir 2 hvítlauksrif 3 msk. hvítvín 1 msk. sítrónusafi 400 ml vatn 400 ml rjómi 30 g parmesan 1 msk. timían salt og pipar 2 x Toro-sveppasósubréf Steikið sveppina upp úr smjöri þar til þeir mýkjast. Saltið og piprið eftir smekk og rífið hvítlaukinn saman við í lokin og steikið aðeins áfram. Hellið hvítvíninu yfir sveppina og leyfið því að sjóða niður (gufa upp) og bætið þá restinni af hráefnunum í pottinn og pískið sósubréfin saman við. Leyfið að malla og smakkið til með salti og pipar. Sætkartöflumús 1.100 g sætar kartöflur 60 g smjör 3 msk. hlynsíróp 1 tsk. salt ½ tsk. pipar ½ tsk. cheyennepipar 60 g saxaðar döðlur 100 g saxaðar pekanhnetur 1 krukka fetaostur (bara osturinn) Sjóðið kartöflurnar. Mér finnst best að flysja þær fyrst og skera í jafna bita, þá eru þær fljótari að sjóða. Setjið síðan kartöflubitana ásamt smjöri, sírópi og kryddi í hrærivélarskálina og bland- ið saman. Færið næst yfir í eldfast mót og dreifið döðlum, pekanhnetum og fetaosti yfir og bak- ið við 190°C í um 10-15 mínútur eða þar til osturinn bráðnar og hneturnar fara að gyllast. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Sveppasósan sem klikkar ekki Sósudrottningin Berglind er ekki vön að klikka á góðri sósu enda fáir sem luma á fleiri trixum en hún þegar kemur að því að búa til góðan mat. Hér notar hún sósur frá Toro til að gulltryggja bragðgæði sósunnar. Lambalundir Berglind Hreiðars á Gotteri.is býður hér upp á lambalundir af bestu gerð sem hún ber fram með sveppasósu og algjörlega geggjaðri sætkartöflumús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.