Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 ✝ Ingólfur fædd- ist í Vest- mannaeyjum 1. nóvember 1926, en ólst upp í Vestur- bænum í Reykja- vík og á Seltjarn- arnesi. Hann lést 7. mars 2022. Foreldrar Ing- ólfs voru Sigurður Guðmundsson, f. 16.7. 1900, d. 21.8. 1989, og Rannveig Runólfs- dóttir, f. 28.11. 1897, d. 1.10. 1968. Bróðir Ingólfs var Ragnar, f. 19.10. 1929, d. 13.10. 2020. Ingólfur kvæntist 20.10. 1973 Elínu Adolfsdóttur, f. 29.1. 1929, d. 11.3. 2013. Hún var dóttir Ársæls Jóhanns- sonar og Elínar Jónsdóttur. Síðar kvæntist hann Sonju B. Helgason, f. 6.11. 1918, d. 13.7. 2010, þau skildu. Börn Ingólfs og Sveinbjarg- ar eru: 1) Bjarni, f. 29.6. 1950, kvæntur Þórunni Kristjóns- dóttur, f. 15.11. 1951, og eiga þau saman þrjú börn. 2) Guð- mundur, f. 4.7. 1953, kvæntur Auði Marinósdóttur, f. 17.1. 1953, og eiga þau saman tvö börn. 3) Gunnhildur, f. 18.2. 1955, og á hún fjögur börn. Dóttir Ingólfs og Elínar er Anna María, f. 20.10. 1972, sambýlismaður hennar er Bjarni Stefánsson, f. 1961, og eiga þau eitt barn. Fósturbörn Ingólfs eru: 1) Guðrún Hanna Gunnsteins- dóttir, f. 26.5. 1952, gift Rich- ard Gallop, f. 22.5. 1948, og eiga þau tvö börn. 2) Adolf Ár- sæll Gunnsteinsson, f. 23.4. 1954, var kvæntur Elínu Birnu Harðardóttur, f. 17.5. 1955, d. 15.10. 2014, þau áttu saman tvö börn. 3) Steinar Már Gunn- steinsson, f. 31.7. 1957, kvænt- ur Sigrúnu Sæmundsdóttur, f. 9.4. 1959, og átti Steinar tvö börn frá fyrra sambandi. 4) Ingvar Jóel Ingvarsson, f. 2.4. 1963, og á hann tvö börn. 5) Berglind Nína Ingvarsdóttir, f. 23.10. 1964, og á hún eitt barn. Barnabörnin eru 10 og níu skáafabörn og 20 langafabörn. Útför Ingólfs fór fram í kyrrþey 29. mars 2022 í Foss- vogskirkju, að hans ósk. f. 16.7. 1929, d. 17.7. 2019, var kvæntur Júlíu Hrefnu Viggós- dóttur, f. 28.9. 1947, og áttu þau saman sex börn, auk þess sem Ragnar átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Uppeldissystir Ingólfs var Selma S. Gunnarsdóttir, f. 5.6. 1936, d. 30.11. 2006. Ingólfur kvæntist 6.1. 1949 Sveinbjörgu Guðmundsdóttur, Þú varst besti pabbi í heimi. Yndislegar og eftirminnilegar minningar rifjast upp og þá sér- staklega okkar dýrmætu sam- verustundir eftir að mamma lést 2013. Minningin lifir og ég er sátt í hjarta mínu, við vorum í dag- legum samskiptum síðan mamma kvaddi. Ég veit að þú hlakkaðir alltaf til að fá mig í heimsókn á kvöldin með hundana mína og horfa á frétt- irnar með þér. Þetta var svona fastur sess í lífi mínu síðustu ár- in og hundarnir mínir vissu ná- kvæmlega hvert þær voru að fara á hverju kvöldi, enda alltaf góðar móttökur hjá „þeim gamla“. Þið mamma fluttuð í Selásinn rétt eftir að Linda Björk, einka- dóttir mín, fæddist. Þið voruð stoð og stytta í okkar lífi. Linda Björk fór til ykkar eftir skóla og kynntist ykkur mjög vel. Hún á margar góðar minningar í hjarta sínu um ömmu og afa. Þú kenndir henni að spila á spil og mannganginn í skák, eins og flestum þínum barnabörnum, og áttuð þið margar góðar stundir saman. Eftir að mamma kvaddi ákvaðst þú að vera áfram í hverfinu, en minnka við þig hús- næði og fluttir í næstu blokk. Þú varst duglegur að fara í þína daglegu göngutúra eins lengi og þú treystir þér til, flestir í hverf- inu þekktu þig og þú þá. Þú varst sjálfstæður og keyrðir mikið og fóruð þið Raggi bróðir þinn og besti vinur í mörg ferðalög saman. Þegar þú varðst 90 ára gamall ákvaðstu að hætta að keyra en draumurinn um ferðalög var enn fyrir hendi. Þegar þú varðst 90 ára var þinn æðsti draumur að fara í þyrluflug; „ég verð að fá að fara í þyrluflug áður en ég dey“ sagðir þú, svo þið bræður fóruð saman í eftirminnilegt þyrluflug þegar þú varst 90 ára, sem þú lifðir lengi á. Ingi bróðir var duglegur að fara með þig í bíltúr á hverjum sunnudegi síðustu árin og veit ég vel hvað þú hlakkaðir alltaf til sunnudagsbíltúranna með Inga, eða nafna þínum eins og þú kallaðir hann. Þú vildir alls ekki fara á hjúkrunarheimili og ákváðum við saman að ég myndi aðstoða þig eftir bestu getu meðan heils- an leyfði, að búa sem lengst heima, og með aðstoð Heima- hjúkrunar og Heimaþjónustunn- ar síðustu ár gekk það vel. Ég veit að þú vildir deyja heima. En svo varðstu fyrir því óláni að detta fyrir utan heimili þitt 14. nóvember sl. og mjaðmagrind- arbrotna og þá varð ekki aftur snúið og eftir þriggja mánaða erfiða spítalalegu, sem endaði á hjúkrunarheimili, dróst þú síð- asta andardráttinn 7. mars sl., eftir tæplega þriggja vikna dvöl á hjúkrunarheimilinu. Þú áttir góða ævi og góð 95 ár og lést drauminn rætast, varst heilsuhraustur og elskaðir ferða- lög og að keyra, enda með bull- andi bíladellu og fyrrverandi at- vinnubílstjóri. Þið bræður fóruð saman til Kúbu, en áður hafðir þú ferðast til Kína og Japans, svo ég tali ekki um öll hin ferða- lögin um Norðurlöndin, Evrópu og Íslands-hringina sem eru óteljandi. Nú ert þú væntanlega að ferðast um í ævintýralandinu með öllum þínum nánustu og ég veit að þú ert bílstjórinn, enda besti bílstjóri sem uppi hefur verið. Þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Anna María og fjölskylda. Það hefur verið í kringum 1970 eða fyrr sem Ingólfur fór að gera hosur sínar grænar fyrir mömmu. Mér þótti það ekki leið- inlegt, nýfermdum, að fara í bíl- túr með honum á Bronco eða Weapon. Mér er enn þá minn- isstæð ferð sem við fórum í febr- úar 1972 norður á Hvamms- tanga, þegar Ingólfur skutlaði manni sem var að fara til sjós á bát sem Raggi bróðir hans gerði út. Heimferðin tók hálfan sólar- hring, það gerði snarvitlaust veður á Holtavöruheiðinni og við vorum 10 tíma að fara hana. Ár- sæll bróðir labbaði heiðina meira og minna á undan bílnum því ekki sást fram fyrir húddið. Ég, 15 ára þá, hélt í alvöru að þetta væri mitt síðasta, en Ingólfur hélt ró sinni allan tímann sem betur fer. Svo var það veturinn 1973 að Ingólfi bauðst að kaupa Vöku af Hjalta Stefánssyni, en auðvitað vissi maður ekki þá að þetta fyrirtæki ætti eftir að verða starfsvettvangur minn næstu áratugi en þannig var það. Við Ingólfur og mamma rák- um fyrirtækið saman allt til árs- ins 1993, en þremur til fjórum árum áður hafði Bjarni sonur Ingólfs keypt sig inn í fyrir- tækið. Ingólfur var samt ekki hættur afskiptum af Vöku og vann með okkur Bjarna í mörg ár eftir þetta, og keyrði með bílhræ til förgunar fram yfir átt- rætt. Við Ingólfur ferðuðumst mik- ið saman í gegnum árin, og fór ég í mína fyrstu utanlandsferð til Hollands með honum, auk margra innanlandsferða. Öll árin okkar saman í Vöku bar engan skugga á samstarf okkar, enda Ingólfur gull af manni. Þegar Ingólfur var kominn undir ní- rætt fann hann að það var orðið erfitt að keyra bíl svo hann lagði inn ökuskírteinið. Þetta fannst mér alveg magn- að að hann skyldi gera vegna þess hversu gaman honum þótti að keyra. En núna síðustu árin hefur Ingvar bróðir sannarlega reynst Ingólfi vel og tekið hann með sér í bíltúr á hverjum sunnudegi, þrjár til fjórar klukkustundir í senn, og á hann miklar þakkir skilið fyrir það. Að lokum þakka ég fyrir allt Ingólfur minn. Mamma tekur örugglega vel á móti þér í sum- arlandinu góða. Steinar Már Gunnsteinsson. Ingólfur Sigurðsson Þá er gamall góð- ur vinur búinn að kveðja þennan heim. Þótt aldurs- munurinn á okkur hafi verið yfir 20 ár þá vorum við ótrúlega góðir vinir og er ég afar þakklátur fyrir að hafa kynnst Þórarni, eða Tóta eins ég gjarnan kallaði hann. Við störfuðum báðir fyrir Alþjóðalíf- tryggingafélagið og vorum um- boðsmenn eða sölumenn, ég byrj- aði 1984 og hann ári seinna. Þeir voru ófáir sölutúrarnir sem við félagar fórum í og við nánast þræddum landið endilangt, gist- um ýmist á hótelum eða gisti- heimilum eða bara í tjaldi. Margt skemmtilegt gerðist í þessum sölutúrum og mér er mjög minn- isstætt eitt sumarið, líklega 1987, þegar við vorum á Vestfjörðum. Við vorum þá nýlega komnir á Þingeyri og ég bið Tóta að tékka okkur inn á hótelið og kanna símamálin í leiðinni því mikilvægt var að ná sambandi við viðskipta- vini og ræða tryggingamál áður en maður legði leið sína á fund. Á þessum tíma voru farsímar ekki til. Tóti spyr eiganda hótelsins hvort hann gæti komist í símaað- stöðu um kvöldið. Eigandinn svarar: „Já, að sjálfsögðu, síminn er hér á neðstu hæðinni.“ Tóti segir mér svo að við séum komnir með þessa fínu símaaðstöðu án þess að hafa séð hana, alveg í ess- inu sínu þannig við ættum að geta haft gott næði til að hringja um kvöldið. Þegar við ætluðum að hringja í nokkra viðskiptavini sama kvöld þá röltum við niður og spyrjum hvar síminn sé. Þórarinn Björnsson ✝ Þórarinn Björnsson fæddist 11. júlí 1940. Hann lést 23. mars 2022. Útför Þórarins fór fram 2. apríl 2022. „Hann er hér til hægri inni í mat- salnum segir hótel- stjórinn.“ Við fórum inn og þá horfðum við á stóran ferkant- aðan viðarsíma hangandi upp á vegg með hring- skífu, einu heyrnar- tóli á hliðinni og lúðri sem átti að tala í. Þetta var inni í miðjum matsalnum sem var full- ur af fólki. Við fengum þvílíkt hláturkast og þegar ég rifja þetta upp núna er ég viss um að Tóti brosir með mér. Þessi saga er mér mjög minnisstæð því Tóti minntist oft á hana. Við áttum svo margar skemmtilegar og fyndnar minningar úr sölutúrum okkar. Þórarinn var mjög andlega sinnaður maður og kannski þess vegna sem við náðum vel saman sem vinir. Hann fór ekki bara um landið til að selja tryggingar. Hann vann einnig við gerð út- varpsþátta á RÚV sem var eitt helsta áhugamál hans. Það að taka viðtöl við eldra fólk og fá það til að segja reynslusögur sínar eða tala um lífshlaup sitt. Hann tók fjölmörg góð viðtöl sem hann síðar gaf út á geisladiskum. Á milli þess að selja tryggingar og taka viðtöl, gaf hann sér gjarnan tíma til þess að fara á líknardeild Landspítalans til þess að lesa sögur fyrir þá sem lágu fyrir dauðanum. Ég kveð þig gamli góði vinur og nú þarftu ekki að þjást lengur í veikindum þínum. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér í andlega heiminum og þetta er leiðin sem við förum öll og von- andi eigum við eftir að hittast aft- ur. Guð geymi þig Tóti minn. Þinn vinur Ómar og fjölskylda, við vottum aðstandendum samúð. Ómar Einarsson. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Jöklafold 19, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 22. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Jón Kr. Hannesson Ella K. Björnsdóttir Rögnvaldur A. Hrólfsson Sturla H. Jónsson Aldís E. Helgadóttir Ástríður H. Jónsdóttir Ágúst B. Jónsson Heiðrún B. Árnadóttir Heiða B. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn GUÐRÚN HELGA AGNARSDÓTTIR lést á Landspítalanum sunnudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Kristjánsson Ingunn Jónsdóttir Árni Stefán Leifsson Anna Helga Jónsdóttir Baldur Héðinsson Guðrún Helga, Ingibjörg, Jón Styrmir og Hildur Salka Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS TH. INGIMUNDARSONAR húsasmíðameistara, Háholti 16, Hafnarfirði. Sigríður V. Árnadóttir Þóra Friðrika Hjálmarsdóttir Guðmar Sigurðsson Erlendur Árni Hjálmarsson Edda Sjöfn Smáradóttir Guðbjörg Hjálmarsdóttir Þórður Rafn Stefánsson og aðrir aðstandendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR, Hörðukór 3, Kópavogi, lést miðvikudaginn 6. apríl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 20. apríl klukkan 13. Birgir Guðjónsson Bergdís A. Kristjánsdóttir Björn Kristjánsson Ragnheiður Eva Birgisdóttir G. Steingrímur Birgisson Kolbrún Björnsdóttir Þurý Bára Birgisdóttir Bergsveinn Birgisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR ÞORLÁKSSON verkfræðingur, Espilundi 4, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánu- daginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 13. Ásbjörg Forberg Þuríður Vilhjálmsdóttir Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson Elsa Forberg barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.