Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 54
54 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
60 ÁRA Sigurður ólst upp á Flateyri og í
Hafnarfirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er
fiskvinnsluskólagenginn en vinnur við sölu
og þjónustu hjá Tandri. „Við seljum hrein-
lætisvörur og erum líka framleiðslu-
fyrirtæki.“
Sigurður er mikill fjallgöngumaður og er í
hópi sem heitir Toppfarar. „Árið 2019 fór ég
í grunnbúðir Everest. Svo eru það Hrút-
fjallstindar sem nálgast í maí.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Sigurðar er
Unnur Jenný Jónsdóttir, f. 1964, bókari á
bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Börn þeirra
eru Kristófer, f. 1996, og Aníta Hulda, f.
2000. Börn Sigurðar frá fyrra sambandi eru Fannar Már, f. 1982, og Kristín
Ösp, f. 1986. Barnabörnin eru orðin sex. Foreldrar Sigurðar eru Hulda Haf-
fjörð, f. 1929, d. 2013, húsmóðir, og Kjartan Þórir Elíasson, f. 1925, d. 2002,
málari.
Sigurður Kjartansson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er rétti tíminn til að hefjast
handa við að bæta heilsuna. Í kvöld mundu
heillast af einhverri/einhverjum sem þú
hefur nýlega kynnst.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er eins og allir séu uppteknir af
því að líta vel út í augum annarra. Þér gæti
ekki verið meira sama hvernig aðrir sjá þig.
Haltu áfram á þeirri braut.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nýtt samband virðist byggt á vin-
áttu en margt bendir til að ástríðan kraumi
undir niðri. Farðu varlega í umferðinni og
treystu eigin dómgreind.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft að melta þá hluti sem
valda þér áhyggjum. Ef þú heldur áfram á
sömu braut hvað varðar heilsuna þá ertu
ekki í góðum málum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ekki gera þér upp skoðanir á mönn-
um og málefnum fyrirfram. Það er gott að
lofa öðrum að ráða ferðinni af og til.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú átt auðvelt með að setja þig í
annarra spor. Allt gengur svo miklu betur
ef þú hefur bjartsýnina að leiðarljósi. Nei-
kvæðni breytir engu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú færð hugsanlega óvænta peninga
upp í hendurnar. Það að sinna vinum sínum
vel margborgar sig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert drífandi og aðrir taka
mark á orðum þínum og leggja sig í líma að
gera eins og þú biður. Til að fá sem flesta
til að hlusta er best að byrja á gullhömrum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Taktu það ekki of mikið inn á
þig, þótt einhver vinur þinn sé eitthvað ráð-
villtur þessar vikurnar. Hreinskilni borgar
sig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ekki pína fjölskyldumeðlimi til
þess að vera þér sammála eða lúta vilja
þínum. Lítið á björtu hliðarnar og þakkið
fyrir það sem þið hafið.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur unnið mikið seinustu
tvær vikurnar, og nú skaltu ákveða hvernig
þú vilt slaka á næstu tvær. Allt er gott sem
endar vel. Þú átt fleiri vini en þú heldur.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ef einhver valdamikil persóna lofar
þér einhverju í dag skaltu samþykkja það.
Stundum skiptir það ekki öllu máli að hafa
rétt fyrir sér.
tíð íslenskunnar og velferð barna
eru mér hjartfólgin. Heilbrigt líferni
og umhverfismál skipa líka stóran
sess í mínu lífi. Ég hef mikla ánægju
af að lesa góðar bókmenntir og nýti
mínar frístundir í lestur og list-
sköpun.
Það vill til að í fyrrinótt, 13. apríl,
eignuðust yngri sonur minn, Stefán
Þór og tengdadóttir mín, Karen
María, son. Á morgun, föstudaginn
langa, á Karen María líka stór-
afmæli en hún verður þrítug. Við er-
um því þrjú í stórfjölskyldunni sem
skólann. „Síðastliðið vor lauk ég
formlega störfum við skólann en
starfa við lestrargreiningar í skól-
anum á yfirstandandi skólaári.“
Alberta hefur unnið að ýmsum fé-
lagsmálum, aðallega að barnavernd-
ar- og jafnréttismálum en einnig
komið að störfum fyrir kennara-
stéttina. Hún sat í stjórn Kennara-
sambands Austurlands og sat þing
og ráðstefnur á vegum Kennara-
sambands Íslands.
Helstu áhugamál Albertu tengjast
uppeldis- og kennslumálum. „Fram-
A
lberta A. Tulinius fæddist
14. apríl 1952 í Bolung-
arvík en ólst upp í Nes-
kaupstað og á Eskifirði
til fermingaraldurs en
flutti þá til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum og systrum.
„Ég er ættuð að vestan en kjörafi
var Marsellíus Bernharðsson skipa-
smiður sem þekktur var víða um land
á sínum tíma. Kristján afi fórst með
mótorbátnum Rask þegar mamma
var á öðru ári. Amma Alberta átti þá
þrjú börn en tók saman við Marsellíus
sem gekk börnunum í föðurstað.
Saman eignuðust þau 10 börn en
misstu tvö á unga aldri.
Ég er einnig ættuð úr Reykjavík og
Danmörku en þaðan kemur Tulinius-
nafnið. Afi minn Hallgrímur Axel var
kaupmaður í Reykjavík en hann
missti ömmu Hrefnu í hræðilegu bíl-
slysi þegar pabbi var 10 ára og afleið-
ingar slyssins settu mikinn svip á fjöl-
skylduna um ókomin ár.
Ég ólst upp á ástríku heimili með
þremur systrum en við misstum föður
okkar of fljótt því hann dó aðeins 58
ára gamall. Mamma varð ekkja 53 ára
en stóð sig eins og hetja að halda fjöl-
skyldunni saman og tók virkan þátt í
öllu sem gerðist. Hennar er sárt
saknað.“
Alberta lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar 1968 og hóf
nám í Kennaraskóla Íslands sama ár.
Hún útskrifaðist sem kennari 1972 og
starfaði sem kennari í Eskifjarð-
arskóla skólaárið 1972-73. Skólaárið
eftir vann hún sem stundakennari í
Laugarnesskóla og í æskulýðsstarfi í
Bústaðakirkju. Árið 1974 flutti hún til
Egilsstaða og réð sig sem kennara við
Egilsstaðaskóla. Næstu tuttugu og
sjö árin starfaði hún við skólann sem
umsjónarkennari. „Starfsárið 1989-90
fylgdi ég eiginmanni mínum í náms-
leyfi hans til Reykjavíkur og var það
ár textílkennari í Álftamýrarskóla.“
Sumarið 2001 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og varð Alberta þá um-
sjónarkennari við Laugarnesskóla.
Fljótlega eftir flutninginn suður fór
hún í framhaldsnám í sérkennslu. Ár-
ið 2010 lauk hún meistaranámi í sér-
kennslu en hafði áður tekið við starfi
sem deildarstjóri í sérkennslu við
eigum afmæli í röð, 13., 14. og 15.
apríl.
Jafnframt eru í ár liðin 50 ár frá
því ég hóf störf við kennslu og við
Helgi eigum sömuleiðis 50 ára brúð-
kaupsafmæli. Við byrjuðum saman
þegar ég var 13 ára og hann 14 ára,
en við kynntumst á jólaballi hjá
Kvenfélaginu á Eskifirði. Það er eig-
inlega meira afrek að vera í hjóna-
bandi í hálfa öld heldur en að vera
kennari í 50 ár. En hvort tveggja
hefur gengið vel og verið skemmti-
leg lífsreynsla.“
Alberta Tulinius sérkennari – 70 ára
Stórfjölskyldan Samankomin á heimili Albertu og Helga í Goðatúni í tilefni af 70 ára afmæli Helga í fyrra.
Eignaðist barnabarn í fyrrinótt
Systurnar Frá vinstri: Helga, Hrefna, Alberta og Guðrún Halla.
Hjónin Alberta og Helgi stödd í
Katlagili í Mosfellsdal.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Áki Berg Krist-
insson fæddist 30. maí 2021.
Hann vó 4.080 g og var 54
cm langur. Foreldrar hans eru
Berglind Ósk Einarsdóttir og
Kristinn Örn Björnsson.
Nýr borgariPÁ
fy
110
PÁ AT