Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 55
DÆGRADVÖL 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
ÁSKAP TILBOÐ
Húðfegrun býður upp á fjölbreytt úrval
áttúrulega húðmeðferða án skurðaðgerða.
Ve
13
Við to réttu
Pe
21 re
Við
ta 13
Gelísprautun náttúruleg
húðmeðferð sem fyllir upp í
hrukkur og línur, mótar varir
og andlitsdrætti.
HollywoodGlow þéttir húð
á andliti og hálsi ásamt því
að gefa henni samstundis
aukinn ljóma.
20% afsláttur af
Hollywood Glow
30% afsláttur af
Gelísprautun
Nýttu þér Páskatilboðin okkar!
„OG MEÐ „FEGURST Á LANDI HÉR“ Á ÉG
VIÐ ÞETTA HERBERGI HÉR.“ „ERTU AÐ FARA Í ÚTILEGU?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að koma færandi
hendi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER LEIÐUR
PÚKI?
HVAÐ ER Í
EFTIRRÉTT?
ÞAÐ SAMA
OG Í GÆR
FRÁBÆRT!
AFTUR ÍS!
HANN HEFUR BRÁÐNAÐ
FRÁ ÞVÍ Í GÆR!
Fjölskylda
Eiginmaður Albertu er Helgi
Halldórsson, f. 22.4. 1951, fyrrver-
andi skólastjóri. Þau eru búsett í
Goðatúni í Garðabæ. Foreldrar
Helga voru hjónin Halldór Frið-
riksson, f. 5.11. 1918, d. 7.1. 2009,
framkvæmdastjóri, húsvörður, kvik-
myndasýningarstjóri, sjómaður og
fleira, og Þóra Magnea Helgadóttir,
f. 15.2. 1915, d. 17.5.1988, húsmóðir
og verkakona. Þau bjuggu saman
allan sinn búskap á Eskifirði.
Börn Albertu og Helga eru 1)
Axel Hrafn, f. 6.7. 1973, deildarstjóri
hjá Jónum Transport, búsettur í
Garðabæ. Maki: Margrét Þorleifs-
dóttir, f. 25.5. 1974, kennari og flug-
freyja. Synir þeirra eru Helgi Hrafn,
f. 2002, Hlynur, f. 2006, og Hilmir, f.
2009; 2) Þóra Magnea, f. 5.5. 1981,
félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík.
Maki: Guðmundur Þorkell Guð-
mundsson, f. 28.5. 1979, ráðgjafi hjá
PwC. Börn þeirra eru Berta María,
f. 2008, og Guðmundur Axel Þor-
kelsson, f. 2013; 3) Stefán Þór, 19.2.
1989, sviðsstjóri hjá Ríkiskaupum,
búsettur í Kópavogi. Maki: Karen
María Magnúsdóttir, f. 15.4. 1992,
vörustjóri hjá Kaptio. Synir þeirra
eru Bjarki Steinn, f. 2019, og óskírð-
ur, f. 2022.
Systur Albertu eru Hrefna Tul-
inius, f. 31.10. 1950, kennari, búsett í
Kaupmannahöfn; Guðrún Halla Tul-
inius, f. 7.4. 1954, kennari, búsett í
Reykjavík, og Helga Tulinius, f.
11.7. 1955, jarðeðlisfræðingur, bú-
sett í Reykjavík.
Foreldrar Albertu voru hjónin
Áslaug Kristjánsdóttir Tulinius, f.
30.5. 1923, d. 9.10. 2012, lengst af
húsfreyja en vann einnig sem skóla-
liði og verslunarmær, og Axel Valdi-
mar Tulinius, f. 4.4. 1918, d. 22.11.
1976, lögfræðingur og starfaði
lengst af sem bæjarfógeti og sýslu-
maður. Þau bjuggu í Bolungarvík,
Neskaupstað, á Eskifirði og í
Reykjavík.
Alberta A.
Tulinius
Sæmundína Messíana Sæmundsdóttir
húsfrú á Ísafirði
Albert Brynjólfsson
sjómaður á Ísafirði
Alberta Albertsdóttir
húsfrú á Ísafirði
Kristján Sveinn Stefánsson
sjómaður á Ísafirði
Áslaug Stefanía Tulinius
húsfrú, síðast í Reykjavík
Hjálmrós Ólafía Ólafsdóttir
húsfrú í Efri-Hlíð
Stefán Jóhannesson
bóndi í Efri-Hlíð í
Helgafellssveit
Málfríður Jónsdóttir
húsfrú í Reykjavík
Lárus G. Lúðvigsson
kaupmaður í Reykjavík
Hrefna Lárusdóttir
húsfrú í Reykjavík
Hallgrímur Axel Tulinius
stórkaupmaður í Reykjavík
Guðrún H. Tulinius
húsfrú á Eskifirði
og í Reykjavík
Axel Valdemar Tulinius
sýslumaður í S-Múlasýslu, fyrsti skátahöfðingi
á Íslandi, einn stofnenda Sjóvár o.fl.
Ætt Albertu Tulinius
Axel Valdimar Tulinius
sýslumaður í S-Múlasýslu,
síðast búsettur í Reykjavík
Það eru alltaf mikil og góð tíðindi
þegar út kemur ný ljóðabók
eftir Þórarin Eldjárn. „Allt og
sumt“ heitir hún og það var mér til-
hlökkunarefni að fletta henni og
lesa. Þórarinn er hnyttinn í vísum
sínum og stökum og oftar en ekki
nauðsynlegt að lesa á milli línanna.
Myndmál hans er skýrt og kemur
oftar en ekki á óvart. Þórarinn er
sjálfum sér líkur. Lesendum sínum
heilsar hann með þessari vísu, –
„Efstef“:
Þéttan ljóða vef ég vef,
vel bið forláts ef ég gef
ykkur svona stef og stef
sem stolið hef.
Ég tek hér tvær limrur. „Skrök-
rétt“ er yfirskrift annarrar:
Ef tíðindamenn hafa tök rétt
má telja að það sé alveg rökrétt
að ég ljúgi að þér
og þú svo að mér
og úr verði skínandi skrökfrétt.
„Laun og leyfi“ heitir þessi:
Það er alveg ljóst, sagði Eyvi
að ef þú vilt lifa eins og greifi
eru leyfislaus laun
besta leiðin í raun,
mun betri en launalaust leyfi.
Hér bregður Þórarinn upp
óvæntri mynd, – „Kalt vor“:
Ótrúlegt er þetta þol,
það má skoða héðan:
Esjan klædd í ullarbol
en alveg ber að neðan.
Þessi vísa, „Sparðatíningur“,
leynir á sér:
Heyra ekki árgal hanans,
horfa ekki á tinda eða skörð
en fínkemba fjárgötur vanans
og finna sér lambaspörð.
Leyndarhyggja
Ekkert þar um skyldi skráð
né skjalfest beint.
Leyndarhyggja er heillaráð
en hún þarf að fara leynt.
Þórarinn bregður á leik og gefur
ráð, sem auðvelt er tileinka sér, –
eða hvað?
Vera
Ef alltof sjaldan ertu
en átt þann draum að sértu
er við því eitt ráð: Vertu.
„Að vera eða ekki vera“ er klass-
ísk spurning, sem skáld hafa
löngum velt fyrir sér og svarað með
sínum hætti. Þetta er svar Þórarins:
Þegar ég fór að hugsa um allt sem er
upp lukust nýjar víddir fyrir mér.
En flest af því reyndist eitthvað sem
ekki var …
einhverskonar misskilningur þar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ljóðabók Þórarins
Eldjárn