Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 >;(//24)3;( Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Atlético Madrid – Manch. City................ 0:0 _ Manchester City áfram, 1:0 samanlagt, og mætir Real Madrid í undanúrslitum. Liverpool – Benfica .................................. 3:3 _ Liverpool áfram, 6:4 samanlagt, og mæt- ir Villarreal í undanúrslitum. Mjólkurbikar karla 1. umferð: Njarðvík – Fjölnir .................................... 1:1 _ Njarðvík vann í vítaspyrnukeppni og mætir KFG í 2. umferð. Danmörk Úrslitakeppnin: Randers – Midtjylland............................. 1:3 - Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er frá keppni vegna meiðsla. _ Köbenhavn 54, Midtjylland 48, AaB 41, Bröndby 40, Randers 36, Silkeborg 34. Undankeppni HM karla Umspil, 2. umferð, fyrri leikir: Þýskaland – Færeyjar ........................ 34:26 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Finnland – Króatía ............................... 21:34 Ísrael – Ungverjaland.......................... 32:33 Grikkland – Svartfjallaland................. 25:23 Slóvenía – Serbía .................................. 31:34 Tékkland – Norður-Makedónía .......... 24:24 Austurríki – Ísland............................... 30:34 _ Portúgal og Holland mætast í dag en Belgía er komin á HM þar sem Rússlandi var vísað úr keppni. Seinni leikir liðanna fara fram á laugardag og sunnudag. Danmörk Fallkeppnin: Ringköbing – Aarhus United............. 22:37 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot í marki Ringköbing, 22 prósent. Skanderborg – Randers ..................... 24:24 - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Skanderborg. _ Ajax 8, Skanderborg 4, Randers 4, Aar- hus United 4, Ringköbing 2. Ein umferð eftir og neðsta liðið fellur. E(;R&:=/D Subway-deild kvenna Undanúrslit, fjórði leikur: Njarðvík – Fjölnir.............................. (30:32) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Njarðvík var 2:1 yfir í einvíginu. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. 1. deild karla Umspil, undanúrslit, oddaleikur: Sindri – Álftanes................................... 77:80 _ Álftanes vann einvígið 3:2 og mætir Hetti í úrslitaleikjum um sæti í úrvalsdeildinni. Ítalía Derthona Tortona – Brescia ............. 81:74 - Elvar Már Friðriksson var ekki í leik- mannahópi Tortona. Spánn Granada – Gipuzkoa ........................... 71:75 - Ægir Már Steinarsson skoraði 10 stig, átti 3 stoðsendingar og tók eitt frákast fyrir Gipuzkoa á 10 mínútum. NBA-deildin Umspil Austurdeildar: Brooklyn – Cleveland....................... 115:108 _ Brooklyn fer í úrslitakeppnina og mætir þar Boston. Cleveland leikur við Atalanta eða Charlotte um sæti í úrslitakeppninni. Umspil Vesturdeildar: Minnesota – LA Clippers ................ 109:104 _ Minnesota fer í úrslitakeppnina og mætir þar Memphis. Clippers leikur við New Or- leans eða San Antonio um sæti í úrslita- keppninni. >73G,&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, fjórði leikur: Keflavík: Keflavík – Tindastóll (1:2) ... 19.15 _ Grindavík og Þór Þ. leika fjórða leik sinn á föstudagskvöld kl. 19.15. 1. deild kvenna, fjórði úrslitaleikur: Seljaskóli: ÍR – Ármann (1:2).............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kv., Olísdeild, lokaumferð: Eyjar: ÍBV – Fram.................................... 13 Hlíðarendi: Valur – KA/Þór ..................... 16 Varmá: Afturelding – HK......................... 16 Garðabær: Stjarnan – Haukar................. 16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Eyjar: ÍBV U – Fram U ........................... 15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 1. umferð: Sauðárkrókur: Tindastóll – KF ............... 14 BLAK Undanúrslit kvenna, fyrsti leikur: Akureyri: KA – Þróttur F ........................ 14 Varmá: Afturelding – Álftanes................. 14 Í KVÖLD! Álftanes leikur við Hött frá Egils- stöðum í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Sindra, 80:77, í odda- leik liðanna á Hornafirði í gær- kvöld. Liðin höfðu unnið sína tvo heimaleikina hvort í einvíginu en Álftnesingar voru sterkari á loka- kaflanum í gærkvöld og sækja nú Hött heim í fyrsta úrslitaleiknum á laugardaginn. Friðrik Anton Jóns- son skoraði 21 stig fyrir Álftanes og Eysteinn Bjarni Ævarsson 15 en Ismael Herrero skoraði 20 stig fyr- ir Hornfirðinga. Álftanes komið í úrslitaeinvígið Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrslit Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 15 stig fyrir Álftanes. Kylfingurinn Birgir Björn Magn- ússon fagnaði sigri á Shark Invita- tional-háskólamótinu í golfi sem fram fór á Brookville-vellinum í New York í Bandaríkjunum um síð- ustu helgi. Birgir lék hringina þrjá alla á 70 höggum og vann öruggan sigur á samtals þremur höggum undir pari, eða á 210 höggum. Birgir, sem er 24 ára gamall Hafnfirðingur og keppir fyrir Golfklúbbinn Keili á Ís- landi, stundar nám í Southern Ill- inois-háskólanum og hefur gert það frá árinu 2020. Birgir sigraði í New York Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrstur Birgir Björn Magnússon lék vel á mótinu í New York. að vera með „gamalt“ lið en Rúnar Kristinsson er að yngja það upp smám saman. Stærsti munurinn á liði KR á milli ára er að Óskar Örn Hauksson er horfinn á braut. Þá fót- brotnaði Kristján Flóki Finn- bogason fyrir stuttu og missir af talsverðum hluta tímabilsins. Kjart- an Henry Finnbogason fer fyrir sóknarleiknum en byrjar mótið í tveggja leikja banni. Færeyski landsliðsmaðurinn Hall- ur Hansson er kominn frá Vejle í Danmörku og miklar vonir eru bundnar við hann á miðjunni hjá KR. Framherjarnir Sigurður Bjart- ur Hallsson og Stefan Ljubicic komu frá Grindavík og HK og þeir auka breiddina í sóknarleiknum. Eins er bakvörðurinn Aron Kristófer Lár- usson kominn frá ÍA. Stefán Árni Geirsson lofaði góðu í fyrra og gæti verið í stóru hlutverki í ár. KR náði þriðja sætinu á enda- sprettinum í fyrra og er þar með í Evrópukeppni í sumar. Allt fyrir of- an fjórða sætið myndi eflaust teljast afar góður árangur í Vesturbænum í ár. Barátta um sjötta sætið? Stjarnan datt niður fyrir miðja deild í fyrsta sinn í ellefu ár á síðasta tímabili. Ágúst Þór Gylfason tók við liðinu sem hefur þótt lofa góðu í vet- ur en varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar Hilmar Árni Hall- dórsson slasaðist í febrúar og missir af öllu tímabilinu. Hann hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár og einn besti leikmaður deildarinnar. Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er kominn í Garðabæinn en eins og málin þróuðust má segja að hann fylli skarð Hilmars. Reynsla hans gæti orðið Stjörnumönnum afar dýr- mæt. Jóhann Árni Gunnarsson er kom- inn frá Fjölni og þar er efnilegur miðjumaður á ferð sem getur sett mark sitt á Stjörnuliðið. Emil Atla- son hefur verið á skotskónum í vetur og það væri Garðbæingum dýrmætt ef hann tæki það með sér inn í Ís- landsmótið. Af byrjunarliðsmönnum síðasta árs eru auk Hilmars þeir Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson og Magnus Anbo horfnir á braut. Tímabilið hjá Stjörnunni gæti snúist um að halda sig í hópi efstu sex liðanna og komast í úr- slitakeppnina. Allt annað væri bón- us. Hve langt ná FH og KR? - Spáð fjórða og fimmta sæti en geta þau ógnað þremur líklegustu liðum deildarinnar? - Meiðsli Hilmars áfall fyrir Stjörnuna sem er spáð sjötta sæti Ljósmynd/Kristinn Steinn 4 Matthías Vilhjálmsson er fyrirliði FH-inga og lykilmaður í sóknarleik. Í þriðja hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild karla í fótbolta 2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir sem starfa hjá eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem end- uðu í fjórða til sjötta sæti. FH hafnaði í fjórða sæti með 176 stig, KR varð fimmta með 169 stig og Stjarnan í sjötta sæti með 130 stig. Þar fyrir neðan voru KA með 127 stig, ÍA með 77, ÍBV með 69, Leiknir R. með 65, Fram með 64 og Keflavík með 46 stig. Síðasti hluti spárinnar verður birtur í laugardagsblaðinu. Lið 4-6 í Bestu deild karla Ljósmynd/Guðmundur Bjarki 5 Pálmi Rafn Pálmason er að hefja sitt 23. tímabil í meistaraflokki. Morgunblaðið/Eggert 6 Emil Atlason hefur skorað mikið fyrir Stjörnumenn í vetur. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FH, KR og Stjarnan komast í úr- slitakeppnina um Íslandsmeist- aratitilinn í haust en ná ekki að ógna þremur efstu liðum deildarinnar í keppninni um Íslandsmeistaratit- ilinn. Þetta er niðurstaðan í spá Morg- unblaðsins sem setur FH og KR í fjórða og fimmta sætið, nokkuð á eftir toppliðunum þremur en með talsvert fleiri stig en Stjarnan sem er í sjötta sætinu. Miðað við stigafjöldann í spánni munar litlu á Stjörnunni og KA í baráttunni um að ná sjötta sæti og komast í efri hlutann. Breytt varnarlína hjá FH Árangur FH í deildinni í fyrra, sjötta sætið, var sá lakasti í tvo ára- tugi en Hafnarfjarðarliðið rétti hlut sinn talsvert eftir að Ólafur Jóhann- esson tók við liðinu á miðju tímabili. Hann er með liðið áfram og það hef- ur þótt sýna ágætis tilþrif á und- irbúningstímabilinu þar sem það m.a. vann Víking í úrslitaleik Lengjubikarsins. Mestu breytingarnar hjá FH eru á varnarlínunni en Guðmann Þór- isson, Pétur Viðarsson, Hörður Ingi Gunnarsson og Hjörtur Logi Val- garðsson eru allir farnir. Finnur Orri Margeirsson kom frá Breiða- bliki og hefur leikið sem miðvörður og bakverðirnir Ástbjörn Þórðarson og Haraldur Einar Ásgrímsson hafa bæst í hópinn. FH missti kantmanninn snögga Jónatan Inga Jónsson til Noregs en fékk mikinn liðsauka í Kristni Frey Sigurðssyni, sem hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar með Val undanfarin ár og vann þar titla með Ólaf við stjórnvölinn. Hann get- ur breytt talsverðu í Kaplakrika. FH er með lið sem getur hvenær sem er unnið liðin þrjú sem reiknað er með í toppsætunum en gæti vant- að breidd til að fylgja þeim eftir alla leið. Ekki eins gamlir í ár KR-ingar hafa haft orð á sér fyrir Alfreð Gíslason og hans menn í þýska landsliðinu sigruðu Fær- eyinga 34:26 í Kiel í gærkvöld í fyrri viðureign liðanna í umspilinu um sæti í lokakeppni heimsmeistara- móts karla í handbolta. Það forskot dugar þeim eflaust ágætlega fyrir seinni leikinn sem fer fram í Höll- inni á Hálsi á laugardaginn. Lukas Zerbe skoraði sex mörk fyrir Þýska- land og Elías Ellefsen á Skipagötu skoraði fimm mörk fyrir Færeyjar. Slóvenar standa höllum fæti eftir ósigur gegn Serbum á heimavelli í gærkvöld, 31:34. Tékkar, sem eru í riðli með Ís- landi í næstu undankeppni EM, gerðu jafntefli heima gegn Norður- Makedóníu, 24:24, eftir að hafa verið sex mörkum undir um tíma. Svartfellingar eru undir tals- verðri pressu eftir óvænt tap gegn Grikkjum á útivelli í gærkvöld, 25:23. Ungverjar lentu líka í óvæntu basli gegn Ísraelsmönnum á útivelli, voru undir lengi vel en knúðu fram sigur að lokum, 33:32. Ísrael er einnig á meðal mótherja Íslands í undankeppni EM og er greinilega andstæðingur sem þarf að varast. Króatar burstuðu Finna á útivelli, og seinni leikurinn er formsatriði. AFP HM 2023 Alfreð Gíslason á eftir að fara með sitt lið til Færeyja. Með átta marka forskot til Færeyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.