Morgunblaðið - 14.04.2022, Page 68

Morgunblaðið - 14.04.2022, Page 68
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM 20% DÖNSKUM VÖRUM* Danskir DAGAR * Gildir ekki af sérpöntunum eða vörum frá Skovby. Skannaðu QR-kóðann til að skoða bæklinginn. Afgreiðslutími páskar 14. apríl - Lokað 15. apríl - Lokað 16. apríl - 11-17 17. apríl - Lokað 18. apríl - Lokað 19. apríl - 11-18 Listvinafélagið í Reykjavík, sem í ár fagnar 40 ára afmæli sínu, stendur fyrir heildarlestri Pass- íusálmanna í Hörpu- horni Hörpu á föstu- daginn langa klukkan 12 til 17. Félagið skipulagði Passíu- sálmalesturinn í Hallgrímskirkju í Reykjavík um 30 ára skeið en Passíusálmarnir eru höf- uðverk séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og meðal merkustu bókmenntaverka Íslendinga. Lesari í Hörpu er Halldór Hauksson og félagar úr Mótettukórnum og kammerkórnum Schola cantorum syngja milli lestranna undir stjórn Harðar Áskelssonar. Gestir geta komið og farið að vild og tónlistaratriði verða nokkrum sinnum milli lestra yfir daginn. Listvinafélagið stendur fyrir lestri á Passíusálmunum í Hörpu á morgun FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. FH, KR og Stjarnan eru þau þrjú lið sem enda í fjórða til sjötta sæti Bestu deildar karla í fótbolta í sumar, sam- kvæmt spá Morgunblaðsins. Litlu munar á FH og KR og spurningin er hvort þau eigi möguleika á að ógna þrem- ur líklegustu liðunum. Stjarnan gæti lent í harðri bar- áttu um að komast í hóp sex efstu liðanna fyrir úr- slitakeppnina í haust. »56 Lítill munur er á liðum FH og KR ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Viðskiptavinir Olís á Akranesi hafa lengi hist í kaffikrók þjónustuhússins skammt frá höfninni á Akranesi og þar hefur Gunnar Sigurðsson, um- boðsmaður Olís á Akranesi frá 1982 og framkvæmdastjóri Olís á Vestur- landi frá 1992, heilsað upp á gesti og gangandi undanfarið 41 ár, en nú er hann hættur störfum. „Ég er rétt að átta mig á þessu enda er tilfinningin mjög skrýtin,“ segir hann. „Það vildi mér til happs að Þórður Ásgeirsson, þáverandi forstjóri Olís, réð mig til starfa, og hann og aðrir sem hafa stjórnað fyrirtækinu síðan hafa reynst mér sérstaklega vel.“ Gunnar hefur verið áberandi á Akranesi og víðar undanfarna ára- tugi, sannkallað andlit Akraness. Hann er þekktur sem Gunni bakari enda starfaði hann sem slíkur, var einn af stofnendum hljómsveitar Dúmbó og Steina 1961 og hefur látið mikið til sín taka í félagsmálum, ekki síst í knattspyrnunni, þar sem hann lyfti grettistaki og var einn helsti drifkrafturinn á bak við mikla upp- byggingu á gullaldartímabili Skaga- manna á síðasta fjórðungi liðinnar aldar. Hann var til dæmis formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar, formað- ur knattspyrnuráðs Akraness og Knattspyrnufélags ÍA. Þá sat hann í stjórn Knattspyrnusambands Íslands 1974 til 1989 og hefur m.a. verið sæmdur heiðurskrossi KSÍ og Knatt- spyrnusambands Færeyja. Minnsta félagið varð stærst Gunnar lét líka mikið til sín taka í pólitíkinni, var í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tvo áratugi og gegndi veigamiklum embættum í ráð- um og nefndum, var meðal annars forseti bæjarstjórnar á tveimur kjör- tímabilum auk þess sem hann var for- maður Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi fyrir nokkrum árum. „Yfirmenn mínir, Þórður, Óli. Kr. Sigurðsson, Einar Benediktsson og Jón Ólafur Halldórsson, hvöttu mig alla tíð til þess að taka þátt í félags- málum og hafa gaman af lífinu,“ legg- ur Gunnar áherslu á. „Ég hef líka alltaf haft sérstaklega gott starfsfólk, sem ég hef getað treyst 100%, og það hefur gengið í störf mín, þegar á hef- ur þurft að halda.“ Hann leggur áherslu á að pólitískir andstæðingar hafi slíðrað sverðin þegar fótboltinn hafi verið á dagskrá og þar hafi allir staðið þétt saman að framgangi íþróttarinnar. Miklar breytingar hafa verið hjá Olís á Akranesi síðan Gunnar tók við stjórninni fyrir um fjórum áratugum. „Viðskiptin voru nánast engin, þegar ég byrjaði,“ rifjar hann upp. „Fyrsti maður sem ég réð var pabbi, Sig- urður B. Sigurðsson. Hann var bens- íntittur hjá mér. Þegar mest var voru hér um 25 manns á launaskrá.“ Gunnar segir að gaman hafi verið að byggja upp Olís á Akranesi, fyrst á Suðurgötu og síðan á Esjubraut. „Þórður studdi mig dyggilega í því með þeim árangri að við fórum úr því að vera minnsta olíufélagið á Akra- nesi í það að vera stærstir.“ Hann bendir líka á að atvinnulífið sé allt öðruvísi nú en áður, þegar út- gerðirnar voru í miklum blóma. „Þeg- ar mest var að gera hjá mér var ég með fjóra til fimm togara í við- skiptum en nú er enginn togari gerð- ur út héðan.“ Hins vegar sé ákveðin uppbygging í gangi á ýmsum sviðum og vonir standi til þess að Akranes nái brátt vopnum sínum á ný. „Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að skipta mér af hlutum en vissulega klæjar mig enn í fingurna að láta hendur standa fram úr ermum.“ 1. apríl Síðasti vinnudagur Gunnars. Frá vinstri: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands, Anton Ottesen, fyrrverandi oddviti Innri-Akraneshrepps, Ólafur Sveinsson, atvinnuráðgjafi SSV, Gunnar Sigurðsson, Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, og Jón Gunnlaugsson, fyrrverandi umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi. Andlit Akraness - Gunnar Sigurðsson hættur eftir 41 ár hjá Olís á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.