Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 2
Tólf liggja í valnum Formaður Landsbjargar telur að björgunarsveitarfólk sé komið út fyrir verksvið sitt með gæslu á dagvinnutíma á gosstöðvunum í Meradölum. Ekki megi ganga á úthald þeirra fyrir haustið. kristinnhaukur@frettabladid.is ELDGOS Otti Rafn Sigmarsson, for- maður Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að björgunarsveitirnar séu komnar út fyrir sitt verksvið við að sinna gæslu við gosstöðvarnar í Meradölum. Neyðarsjónarmið eigi ekki lengur við og því sé vafasamt að ætlast til þess að sjálf boðaliðar beri hitann og þungann af gæslu ferðamannastaðar. „Þegar eldgos hófst í Geldingadöl- um í mars á síðasta ári töldu menn að gosið myndi endast í nokkra daga. En tíminn leið og gosið varði að lokum í sex mánuði,“ segir Otti Rafn. „Nú þegar byrjað er að gjósa að nýju veit auðvitað enginn hve lengi það mun vara en fræðimenn hafa sagt að líklega muni þessi vá hanga yfir okkur næstu árin.“ 350 björgunarsveitarmenn í 35 mismunandi félögum hafa tekið þátt í verkefnum tengdum eldgos- inu í Meradölum sem hófst 3. ágúst síðastliðinn. Fram hefur komið í fréttum að björgunarsveitarfólk fái ekki greitt fyrir gæslustörf á gos- stöðvunum. Sveitirnar sjálfar hafa hins vegar fengið greiðslur sam- kvæmt samningi til að dekka fastan kostnað í ákveðinn tíma. Svo sem fyrir álag á tæki og búnað. Samkvæmt Otta Rafni eru verk- efnin misjöfn, en flest snúa þau að almennri gæslu og aðstoð í kringum gosstöðvarnar. Önnur verkefni snúa að innviðauppbyggingu og aðstoð við vísindasamfélagið. Otti Rafn bendir á að þúsundir sjálf boðaliða björgunarsveitanna um allt land séu klárar í hvaða verk- efni sem er. Styrkleikinn liggi aðal- lega í tvennu, hvers kyns slysavörn- um annars vegar og leit og björgun hins vegar. Inn á milli taki björg- unarsveitir að sér ýmis verkefni þar sem stjórnkerfi þeirra, þjálfun og tækjakostur komi að góðum notum og eru eldgosin á Reykjanesi einhver bestu dæmin um það. „Nú þegar ljóst er að ekki er lengur neyðarástand í kringum gosstöðv- arnar, innviðir ekki í bráðri hættu og staðurinn orðinn að einum fjöl- sóttasta ferðamannastað landsins er tímabært að staldra við og skoða hvað tekur við og hversu lengi björg- unarsveitir munu standa vaktina,“ segir Otti Rafn. „Því velti ég fyrir mér hvort það sé ásættanlegt að sjálfboðaliðar, sem í frítíma sínum æfa og þjálfa sig til þess að bregðast við útköllum hvenær sem er sólar- hringsins, beri hitann og þungann á slíkum ferðamannastað?“ Þegar verkefnið sé að standa vaktir á dagvinnutíma dag eftir dag séu björgunarsveitirnar sennilega komnar út fyrir verksvið sitt. Ein- hverjir aðrir þurfi að taka við kefl- inu og tryggja að ekki verði langt gengið á úthald björgunarsveitar- fólks fyrir haustið. Otti Rafn telur að björgunar- sveitirnar geti tekið að sér smærri og tímabundin verkefni, þegar slysin verða og einhver týnist og að miðla upplýsingum á síðunni Safetravel. Aðrir, til dæmis lögregla, almanna- varnir, landverðir eða þjóðgarðs- verðir, þurfi að taka við gæslunni. „Við erum nefnilega alveg til í að vera með og taka þátt en ef við hugum ekki strax að einhverjum til þess að taka við af okkur, í dag- legum gæslustörfum, þá verður enginn til þess að taka þátt þegar stóra útkallið kemur,“ segir hann. n Björgunarsveitir vilja að aðrir taki við gosgæslunni 350 björgunarsveitarmenn hafa komið að verkefnum í Meradölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar birnadrofn@frettabladid.is VEÐUR „Það gæti jafnvel farið svo að hann hangi þurr í borginni um helgina,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður um helgarveðrið í borginni. Óvenju vætusamt hefur verið í Reykjavík í sumar og mældist úrkoma í borginni 72,6 millimetrar í júlí, það er 45 prósentum umfram meðallag. Óli segir að hiti gæti náð 14-15 stigum þegar mest lætur í Reykjavík í dag. „En það verður sunnanátt og sunnanáttir eru oftast með mikinn raka í sér, því er ólíklegt að það hald- ist alveg þurrt. En ég hugsa að marg- ir borgarhlutar fái enga úrkomu.“ Þá segir Óli líklegt að sunnu- dagurinn verði meira og minna þurr, þó gæti komið síðdegisskúr. „En þá verður norðanátt og í henni falla skúrir síður nær ströndinni og frekar í efstu byggðum.“ n Gæti hangið þurr um helgina Borgarbúar bíða enn eftir sumrinu. Karlmaður á fertugsaldri hóf skotárás á götum Cetinje í Svartfjallalandi í gær. Hann féll svo sjálfur í skotbardaga við lögreglu. Talið er að skotmaðurinn hafi verið í uppnámi vegna fjölskylduerja þegar hann hóf árásina. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu stóðu yfir á vettvangi fram eftir kvöldi í gær en á myndinni má sjá vettvangsrannsakanda með skotvopn mannsins, riffil pakkaðan inn í brúnan pappír. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA adalheidur@frettabladid.is BANDARÍKIN Hús leit sem gerð var á heimili Donalds Trump, fyrr verandi for seta Banda ríkjanna, síðast- liðinn mánu dag er liður í rann sókn banda rísku al ríkis lög reglunnar sem lýtur meðal annars að brotum gegn réttvísinni og brotum gegn njósna lög gjöf landsins sem bannar af hendingu gagna er varða þjóðar- öryggi og geta skaðað Banda ríkin eða gagnast er lendum ó vinum ríkisins. Banda ríska dag blaðið New York Times greindi  frá þessu í gær og vísar  í hús leitar heimild al ríkis lög- reglunnar. Meðal gagna sem hald lögð voru í hús leitinni eru gögn merkt sem  háleynileg ríkis leyndar mál, sem ein göngu má skoða í þar til gerðum öruggum  herbergjum innan opin berra stofnana. Þá greindi Wall Street Journal frá því að í hús leitinni hefði verið lagt hald á um tuttugu kassa af skjöl- um í ellefu f lokkum, þar á meðal náðunar bréf Trumps fyrir ráðgjafa sinn Roger Stone og upp lýsingar um Emmanuel Macron, for seta Frakk- lands. n Rannsaka brot á njósnalöggjöfinni Donald Trump, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, er síður en svo ánægður með aðgerðir lögreglu. 2 Fréttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.