Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 4

Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 4
Forsenda sameiningar er að sameinaður dóm- stóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni. JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA thorgrimur@frettabladid.is NAMIBÍA Viðkvæm umfjöllunarefni voru til umræðu á fundi Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dóms- málaráðherra, við sendinefnd frá Namibíu í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðu- neytisins við fyrirspurn Frétta- blaðsins um efni fundarins. Brynjar fundaði með Netumbo Nandi-Ndaitwah, aðstoðarfor- sætisráðherra Namibíu, Mörthu Imalwa ríkissaksóknara og Ernu Van der Merwe, aðstoðarfram- kvæmdastjóra namibísku spill- ingarnefndarinnar. Hann fundaði fyrir hönd dómsmálaráðherra en hefur síðar vísað til þess að fund- urinn hafi verið í einkaerindum og því undanþeginn gildissviði upplýsingalaga. Samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins er þetta rangt. „Dómsmálaráðuneytinu barst ósk í gegnum forsætisráðuneytið með litlum fyrirvara, frá embættis- mönnum frá Namibíu, um að hitta dómsmálaráðherra vegna rann- sóknar á Samherjamálinu í Nami- bíu. Fundurinn var ekki einka- fundur.“ Í svari dómsmálaráðuneytisins kemur fram að auk Brynjars hafi tveir skrifstofustjórar og einn stað- gengill skrifstofustjóra sótt fund- inn, þær Ragna Bjarnadóttir, Bryn- dís Helgadóttir og Hinrika Sandra Ingimundardóttir. R áðu ney t ið sy njaði beiðni Fréttablaðsins um upplýsingar um innihald fundarins á grundvelli 10. greinar laga um upplýsingamál. „Af ákvæðinu leiðir að heimilt er að takmarka upplýsingarétt almennings þegar mik ilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi gögn að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir,“ segir í svarinu. „Gögnin sem um ræðir í þessu máli varða samskipti stjórnvalda við erlent ríki og umfjöllunarefnið er í eðli sínu viðkvæmt. Geti erlendir sendimenn ekki treyst því að trún- aður um samskiptin sé undantekn- ingarlaust virtur, stefnir það nauð- synlegu trúnaðartrausti í hættu. Þar með gætu stjórnvöld ekki átt í árangursríkum samskiptum við erlend ríki til að sinna lögmæltum hlutverkum sínum í þágu í íslenska ríkisins með þeim afleiðingum að brýnir almannahagsmunir yrðu fyrir borð bornir.“ n Ráðuneytisfólk ræddi viðkvæm málefni við Namibíumenn Þingvallavegur og Hvalfjarð- argöng eru næst á dagskrá í mælingum Vegagerðarinnar á meðalhraða. Vísbendingar eru um að hraðakstur sé vax- andi vandamál hér á landi, ekki síst meðal útlendinga. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Vegagerðin horfir nú til þess að meðalhraðaeftirlit verði tekið upp í Hvalfjarðargöngum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur ný tækni sem mælir meðalhraða milli tveggja mældra punkta rutt sér til rúms hér á landi með rafrænu sólarhringseftirliti. Hátt í 900 ökumenn hafa verið sektaðir vegna hraðakstursbrots á Grindavíkurvegi síðustu mánuði með nýrri tækni. Ríkið horfir til þess að fjölga myndavélum sem mæla meðal- hraða. Ökumaður sem fer reglulega milli Akureyrar og Borgarness veit hvar fastar hraðamyndavélar eru staðsettar. Margir lækka ökuhraða þegar ekið er fram hjá þeim, svo er jafnvel gefið aftur í. En ef ólöglegur meðalhraði milli tveggja punkta er mældur er engin leið að sleppa frá broti án viðurlaga. „Það sem er næst til skoðunar varðandi meðalhraðaeftirlitið eru Hvalfjarðargöng,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Við höfðum líka verið að horfa til Þingvallavegar í gegnum þjóðgarðinn en viljum skoða það betur,“ bætir hann við. Fréttablaðið hefur greint frá áskorunum við að fullnusta greiðslu sekta hjá erlendum ferðamönnum ef þeir komast úr landi án þess að hafa greitt fyrir brot sitt. Margir lögreglumenn vilja að lögum verði breytt þannig að betur verið tryggt að brotlegir erlendir ferðamenn borgi brúsann. Hraðakstur er ein aðalorsök alvarlegra umferðarslysa hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra er í hópi þeirra sem hafa beint spjótum sínum sérstaklega að eftirliti með hraðakstri í sumar. Afraksturinn hefur skilað 1.355 kærðum brotum vegna frumkvæðismælinga lögreglu í umdæminu. Inni í þeirri tölu eru engin brot mæld með myndavélum, umfang hraðakstursbrota virðist fara vaxandi. Jóhannes Sigfússon, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögregla hafi ekki síst einbeitt sér að kunnum hraðakstursstöð- um. Athygli veki að í júlímánuði einum og sér hafi 350 verið kærðir í umdæminu fyrir hraðakstur. Það sé nokkur aukning frá fyrri árum. „Okkur finnst þetta mjög mikið,“ segir Jóhannes. Hann segir erlenda ökumenn nokkuð hátt hlutfall brotlegra. Lög- reglumenn reyni að fá þá til að ljúka sektarmálum með greiðslu inni í lögreglubílnum. Það takist oft en ekki séu teknar tryggingar af kort- um erlendra ökumanna hér á landi eins og víða í nágrannalöndum, sem geti hamlað eftirfylgni. Sérstök innheimtumiðstöð á Vesturlandi sér um að rukka sekt- irnar á vegum lögreglu. Töluvert innheimtist oft utan landsteinanna að sögn Jóhannesar. Þegar um ræðir brot mæld með sjálfvirkum mynda- vélum er torveldara en inni í lög- reglubíl að innheimta sektir utan landsteinanna en ef bílaleiga hefði afrit af greiðslukorti ökumanns og búið væri að ganga frá tryggingu til að innheimta sekt án málalenginga. Jóhannes tekur undir orð f leiri lögreglumanna sem Fréttablaðið hefur rætt við um að skilvirkni og jafnræði myndi aukast með því að breyta reglum svo allir sitji við sama borð. n Vegagerðin áformar hertar mælingar á ökuhraða í Hvalfjarðargöngunum Til mikils er að vinna að fækka alvarlegum bílslysum og ekki síst í jarð- göngum þar sem mikil hætta getur skapast. Vegagerðin stefnir að víð- tækara meðal- hraðaeftirliti í Hvalfjarðar- göngum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR G. Pétur Matthíasson, upplýsingafull- trúi Vegagerðar- innar adalheidur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðherra kynnir nú í samráðsgátt stjórnvalda áform um sameiningu héraðsdóm- stólanna átta í eina stofnun. Vísað er til ábendinga Ríkisendurskoðunar, sem sendi dómsmálaráðuneyti skýrslu um málið í apríl 2020. Það er forsenda sameiningarinn- ar að hinn sameinaði dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og er stefnt að því að þær verði efldar og styrktar með nýjum verkefnum. Markmið breytinganna er að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri héraðsdómsstigsins og styrkja á sama tíma faglegan grund- völl starfsemi dómstigsins á lands- byggðinni. Til lengri tíma er gert ráð fyrir að breytingarnar muni einfalda og styðja við innleiðingu tækninýjunga í málsmeðferð þar sem unnt verður að koma þeim við. Starfshópur sem dómsmálaráð- herra skipaði í mars síðastliðnum um sameiningu héraðsdómstól- anna er enn að störfum. n Vill sameina alla héraðsdómstóla Jón Gunnarsson, dómsmálaráð- herra Netumbo Nandi- Ndaitwah, aðstoðar- forsætisráðherra 4 Fréttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.