Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 26

Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 26
fundist svo f ljótt, heldur ekki síður í ljósi þess sem gerðist eftir að hann hafði verið hífður upp í þyrluna. Stuttu eftir að þyrlan lagði af stað af slysstað fór hann í hjartastopp, af ástæðum sem rekja má til mikillar ofkælingar og innvortis blæðinga. Líkamshiti hans mun að líkindum hafa verið kominn niður fyrir 25 gráður. Hann var því hnoðaður í hálfa klukkustund í þyrlunni – og hálfa þriðju klukkustund eftir að hann komst undir læknishendur. Það staðfestir Tómas Guðbjarts- son, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem tók á móti Daniel þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann við bráðamóttökuna í Foss- vogi. Fréttablaðið hafði frumkvæði að því að Daniel og Sierra veittu Tómasi leyfi til að segja frá einstak- lega flókinni lífsbjargarmeðferð sem Daniel gekkst undir á næstu dögum og urðu þau góðfúslega við því. „Þetta tilfelli er með flóknari fjöl- áverkatilfellum sem meðhöndluð hafa verið á Íslandi,“ rifjar Tómas upp og bætir því við að ótrúlegt megi heita að sjúklingurinn hafi lifað af svo mikinn áverka og ofkæl- ingu. „Í stuttu máli þá hryggbrotnaði hann við fallið þannig að hrygg- urinn fór alveg í sundur um mið- bikið og olli áverka á mænuna, lömun fyrir neðan mitti, en ósæðin hélt, sem betur fer, því ella hefði hann ekki lifað áverkann af,“ segir Tómas. „Hryggáverkanum fylgdu þó miklar innvortis blæðingar, aðal- lega í brjóstholi, en einnig í heila og kviðarholi.“ Tómas segir að það hafi skipt sköpum fyrir lífsbjörgunina að Daniel komst í færanlegt ECMO- tæki í Fossvogi, sem er hjarta- og lungnavél sem getur stutt við bæði þessi lífsnauðsynlegu líffæri svo vikum skiptir þegar þau bila alvar- lega. Daniel hafi svo verið fluttur með ECMO-dælunni með sérútbúnum flutningabíl yfir á Landspítalann við Hringbraut og lagður þar inn á gjörgæsludeildina þar sem sjúkl- ingum er sinnt eftir opnar hjarta- aðgerðir. Þar hafi hann verið hit- aður hægt og rólega upp um hálfa aðra til tvær gráður á klukkustund – og hjartað svo stuðað aftur í takt þegar hann hitnaði í 28 gráður. Hjartað skyndilega í gang „Hjartað var nokkra daga að taka við sér eftir hnoðið og dróst sára- lítið saman fyrstu dagana,“ segir Tómas, „en hrökk svo skyndilega í gang á fjórða sólarhring,“ bætir hann við. Lungun hafi einnig jafnað sig það vel að hægt hafi verið að taka Daniel úr ECMO-dælunni og halda áfram meðferð hans í öndunarvél, svo og nýrnavél, vegna bágs ástands nýrnanna. En meðferðin varð áfram óhemju f lókin eftir því sem lífsbjörginni vatt fram. „Það þurfti að opna vöðvahólf á báðum ganglimum og á hægri handlegg vegna bjúgs sem kom eftir mikla útlimaáverka þegar hann lenti í urðinni, svo og vegna kælingar,“ útskýrir Tómas, en afleið- ingin var ekki umflúin, það komst drep í báða fótleggina. „Það varð því að aflima báða fætur, en hægri hönd bjargaðist, líkt og sú vinstri,“ bætir Tómas við. Hr yg g ur inn haf i svo ver ið spengdur og sjúklingurinn fluttur í öndunarvél um borð í f lugvél til Bandaríkjanna til frekari meðferðar og endurhæfingar, tæplega fjórum vikum eftir innlögn á Landspítala. Tómas er ekki í nokkrum vafa um að meðferðin sem beitt var í hjarta- og lungnavélinni í þessu tilviki hafi bjargað lífi Daniels. Verkefnið hafi þó verið óhemju flókið vegna mik- illa áverka og innri blæðinga. „En líkamskælingin á slysstað var þó jákvæð að því leyti að heilaskaði varð minni þrátt fyrir nokkurra klukkustunda hnoð,“ segir Tómas og minnir á að við 37 gráðu líkams- hita verði óafturkræfur heilaskaði Ég sá strax að hann var með meðvitund en kaldur mjög og þjáður, en augljóst var að hann var stórslasaður. Kári Brynjólfsson Frá vettvangi slyssins 17. mars í ár. Á milli 80 og 100 björgunar- sveitarmenn tóku þátt í leitinni og björg- uninni, en allar sveitir í Eyjafirði voru kallaður út vegna atviksins. Þetta tilfelli er með flóknari fjöláverka­ tilfellum sem með­ höndluð hafa verið á Íslandi. Tómas Guðbjartsson  Daniel var í lögfræðinámi áður en hann hélt til Íslands, en það nám er í uppnámi eftir heilaskaða sem hann hlaut í slysinu og eftir- mál þess. MYND/AÐSEND eftir fjórar mínútur. Hann vekur líka athygli á því að aðeins einn sjúklingur á Íslandi hafi verið með- höndlaður með lægri líkamshita í umræddri vél, en frá 1991 hafa yfir fimmtíu sjúklingar verið meðhöndl- aðir hér á landi með ECMO-dælu. Heilbrigðisstarfsfólk Landspítala sé stolt af því að kunna hér til verka. Landspítali sé ein minnsta ECMO- miðstöð í heimi en geti engu að síður boðið upp á jafn flókna meðferð í ekki stærra landi. Þar vegi þyngst að teymið sem komi að meðferðinni hafi fengið þjálfun í henni á stærstu sjúkrahúsum erlendis, þar sem til- felli séu langtum fleiri en hér á landi. „ECMO-meðferð er með f lókn- ustu meðferðum sem beitt er á Landspítala og jafnframt sú dýr- asta,“ útskýrir Tómas. „Tæplega helmingur sjúklinga lif ir með- ferðina af, sem gæti í fyrstu virst lítið, en er hátt hlutfall þegar haft er í huga að sjúklingarnir eru allir við dauðans dyr þegar gripið er til meðferðarinnar, en þetta er þeirra síðasta hálmstrá,“ bætir hann við. Í þessu tilviki hafi miklu máli skipt hversu vel á sig sjúklingur- inn var kominn, enda í afar góðri æfingu. „Eins vó öf lugur stuðn- ingur fjölskyldu hans mjög þungt, ekki síst af hálfu eiginkonu hans, sem er hjúkrunarfræðingur. Án baráttuvilja þeirra hefði þetta aldr- ei gengið, enda mörg ljón á ójöfnum veginum,“ segir Tómas. Þetta var bara hræðilegt Sierra segist hafa verið í algeru áfalli þegar hún áttaði sig á alvarleika slyssins og afleiðingum þess fyrir eiginmann sinn. Í fyrstu hafi hún þó haldið í vonina um að ekki hefði svo illa farið, enda frétti hún af því að Daniel hefði getað talað þegar leitarmenn fundu hann. En svo hafi allur sári veruleikinn blasað við þegar suður á spítalann var komið. „Ég vissi ekki af því að hann væri að berjast fyrir lífi sínu fyrr en ég kom þangað,“ segir hún. „Þetta var bara hræðilegt. Ég var alveg slegin yfir þessu,“ bætir hún við. Í sama streng tekur Daniel, en það hafi verið hrikalegt áfall fyrir hann þegar honum varð ljóst hvernig komið væri fyrir honum. „Það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig á þessu nýja hlutskipti mínu og hvaða afleiðingar aflimun, lömun og heilaskaði hefði fyrir mig,“ bætir hann við. Sierra segir augljóst að fjölda- margar takmarkanir á venjubundnu lífi blasi við eiginmanni sínum, en endurhæfingin á síðustu mánuðum hefur gengið einstaklega vel – og auðvitað vonist þau bæði eftir því að Daniel endurheimti sem mest af líkamlegri og andlegri getu sinni á komandi árum og hann geti fyrir vikið orðið eins sjálfstæður í sínu daglega lífi og mögulegt er. „Núna einbeiti ég mér einkum að því að læra að lesa upp á nýtt,“ segir Daniel, en heilaskaðinn af völdum slyssins varð mestur í lesstöð heil- ans. „Ég held bara í vonina um að ég muni endurheimta þann mikil- væga hæfileika að geta lesið,“ bætir hann við. Að lokum vilja hjónin koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem komu þeim til bjargar á Íslandi, leitarmönnunum, björg- unarteyminu, hjúkrunarfræðing- unum og læknunum sem gerðu ekkert minna en kraftaverk. „Þið sinntuð okkur öll af svo mikilli ástúð,“ segir Sierra og minn- ist þar sérstaklega á viljann til að gera sitt besta. „Við fengum ein- staka umönnun,“ segir hún enn fremur, full þakklætis og biður fyrir kærar kveðjur til allra sem komu að málum. En munu þau heimsækja Ísland aftur? „Kannski. En fyrst verðum við að vinna úr öllum þeim tilfinningum sem rótað hafa upp hugum okkar frá því ógæfan reið yfir. En kannski seinna,“ segir Sierra Hund. n 26 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.