Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 37

Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 37
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. september nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir laust embætti framkvæmdastjóra þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi með góða samskiptahæfni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu þjóðgarðsins. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipar framkvæmdastjóra til fimm ára í senn samkvæmt tillögum stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru sex, á Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Skriðuklaustri, í Ásbyrgi, Mývatnssveit og Skaftafelli, en aðalstarfsstöð framkvæmdastjóra verður á Höfn í Hornafirði. Helstu verkefni • Daglegur rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs • Þátttaka í störfum stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og framfylgja ákvörðunum hennar • Yfirstjórn mannauðsmála þjóðgarðsins • Ábyrgð á fjármálum þjóðgarðsins og reikningsskilum í samráði við fjármálastjóra • Tryggja að þjóðgarðurinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli • Samskipti við umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti, fjölmiðla, innlenda og erlenda samstarfsaðila Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi • Árangursrík reynsla af stefnumiðaðri stjórnun, rekstri og teymisvinnu • Þekking og áhugi á náttúruvernd • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg • Hæfni til að leiða árangursríkt samstarf ólíkra hagaðila og leysa úr ágreiningsmálum • Framúrskarandi samskiptanæmni • Framsækni og frumkvæði í vinnubrögðum • Gagnrýnin og umbótamiðuð hugsun • Góð færni í ræðu og riti á íslensku og ensku Vatnajökulsþjóðgarður starfar samkvæmt lögum nr. 60/2007. Þjóðgarðinum er ætlað að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. Á sama tíma er skýrt markmið að bjóða almenningi aðgengi og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf. Þá er þjóðgarðinum ætlað að stuðla að rannsóknum og styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans. Þjóðgarðurinn var skráður á heimsminjaskrá UNESCO árið 2019 þar sem hann hefur að geyma einstakar náttúruminjar. Að staðaldri starfa um 40 manns hjá þjóðgarðinum að margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi vel yfir 100 manns. Nánari upplýsingar um þjóðgarðinn má finna á vatnajokulsthjodgardur.is. hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.