Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 50

Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 50
farskolinn.is Faxatorg 550 Sauðárkrókur & 455 6010 / 455 6011 Laust starf náms- og starfsráðgjafa Farskólinn leitar að öflugum starfsmanni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu. Farskólinn | miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Verkefni sem um ræðir eru: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat, mat á fræðsluþörfum og þróun og umsjón með fræðslu. Farskólinn leitar að einstaklingi sem er fær í samskiptum og sýnir frumkvæði í úrlausn verkefna, getur unnið sjálfstætt og í teymisvinnu. Helstu verkefni • Náms- og starfsráðgjöf til einstaklinga á Norðurlandi vestra • Umsjón og skipulag raunfærnimats fyrir einstaklinga • Þróun fræðsluverkefna; skipulag og umsjón • Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og aðra hagsmunaaðila • Önnur verkefni sem til falla Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992. Farskólinn er sjálfseignarstofnun sem sinnir verkefnum á sviði fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra. Skrifstofa Farskólans er á Sauðárkróki. Hjá Farskólanum starfa að jafnaði 4–5 starfsmenn. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Williams Þráinsdóttir í síma 455 6014. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bryndis@farskolinn.is. Umsóknir sendist á fyrrgreint netfang fyrir 25. ágúst næstkomandi. ný pr en t e hf Hæfniskröfur • Gerð er krafa um leyfisbréf í náms- og starfsráðgjöf og háskólamenntun, til dæmis á sviði kennslu og ráðgjafar • Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu er kostur ásamt því að þekkja til íslensks vinnumarkaðar • Almenn og góð tölvukunnátta • Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Gott vald á ensku • Frumkvæði og sjálfstæði í allri verkefnavinnu • Þjónustulipurð og mikil samstarfs- og samskiptahæfni Skóla- og frístundasvið Umsjónarmaður fasteignar - Hólabrekkuskóli Hólabrekkuskóli auglýsir eftir umsjónarmanni fasteignar í 100% starfshlutfall. Staðan er laus nú þegar og er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Umsjónarmaður fasteignar hefur umsjón með húsnæði skólans, daglegum þrifum, viðhaldi o.fl. Næsti yfirmaður er skólastjóri. Mikil gróska einkennir skólastarf Hólabrekkuskóla. Leiðarljós skólans er virðing, gleði og umhyggja. Hólabrekkuskóli er heild- stæður grunnskóli frá 1. – 10. bekk með tæplega 500 nemendur og 70 starfsmenn. Ef þú hefur áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað og vera leiðandi í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum þá viljum við í Hólabrekkuskóla endilega fá þig til liðs við okkur. Fríðindi í starfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar eru m.a. bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu, heilsuræktarstyrkur og frítt í sund með ÍTR kortinu. Starfshlutfall er 100% og um tímabundna ráðningu er að ræða. Umsóknarfrestur er til 19 ágúst. Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, auk annarra gagna er málið varðar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, lovisa.gudrun.olafsdottir@rvkskolar.is í síma 411 7550 / 6648236 Helstu verkefni og ábyrgð • Aðstoðar nemendur og starfsfólk skólans. • Umsjón með skólahúsnæði og skólalóð. Er tengiliður við aðila sem koma að viðhaldi og endurnýjun húsnæðis, áhalda og tækja. • Ber ábyrgð á framkvæmd þrifa. Er yfirmaður skólaliða og skipuleggur störf þeirra. • Þátttaka og aðstoð í mötuneyti. Sér um ýmsa áætlanagerð í tengslum við mötuneyti, mataráskrift o.fl. • Sér um að húsnæðið sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis við lok skóladags. • Aðstoðar við ýmis verkefni á skrifstofu skólans. • Önnur verkefni sem skólastjóri felur umsjónarmanni. Hæfniskröfur • Framúrskarandi lipurð og færni í mannlegum samskiptum. • Góðir skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í samskiptum. • Iðn- eða háskólamenntun og/eða reynsla og hæfni sem nýtist í starfi. • Tölvufærni í xcel, word o.fl. • Frumkvæði og sjálfstæði. • Stundvísi og samviskusemi. • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Við ráðum WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Stjórnendaleit Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja. Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára­ löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Almennar ráðningar á markaði Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið. Sveigjanleg nálgun Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða starfs tengdar æfingar. Matstæki Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður en ráðning fer fram. Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index) skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og staðfærð að íslenskum markaði. Ráðgjöf við starfslok Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs­ ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl. Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.