Fréttablaðið - 13.08.2022, Qupperneq 70
… ég held
að það sé
siðferðisleg
skylda
okkar að
vera hér,
veita
þjónustu
og halda
áfram
mannúðar
aðstoð.
Dr. Aleksandar
Sasha Bodiroza
Dr. Sasha tók við starfi full
trúa Mannfjöldasjóðs Sam
einuðu þjóðanna í Afganistan
á umbrotatímum. Hann segir
það aldrei hafa komið til
greina að yfirgefa landið þrátt
fyrir valdatöku Talibana.
Dr. Aleksandar Sasha
B o d i r oz a , f u l lt r ú i
Mannfjöldasjóðs Sam
einuðu þjóðanna í
Afganistan (UNFPA),
heimsótti Ísland í sumar. Dr. Sasha
fundaði með íslenskum ráða
mönnum og fulltrúum SÞ hér á
landi ásamt Pernille Fenger, fram
kvæmdastjóra UNFPA á Norður
löndunum.
Dr. Sasha tók við starfi fulltrúa
UNFPA í Afganistan í janúar 2021,
þegar vestræn herlið voru í óðaönn
að undirbúa brottflutning úr land
inu eftir áratuga hersetu, en hann
gegndi áður sama starfi í Egypta
landi. Spurður um hvernig það hafi
verið að taka við starfinu á slíkum
umbrotatímum segir Sasha:
„Þegar maður er opinber starfs
maður Sameinuðu þjóðanna þá veit
maður nákvæmlega hvað maður er
að fara út í. Fyrir mig var það aldrei
neitt vandamál. Þegar allt kemur
til alls þá er markmið UNFPA að
útvega lífsnauðsynlega þjónustu
fyrir konur og stúlkur, þannig að
það var aðalhvatinn fyrir mig.“
Ferðafrelsi jókst en frelsi dvínaði
15. ágúst 2021, rúmu hálfu ári
eftir að dr. Sasha tók við starfinu í
Afganistan, í sömu mund og síðustu
bandarísku hermennirnir yfirgáfu
landið, veltu hersveitir Talibana
afgönsku ríkisstjórninni úr sessi
og tóku völd í landinu. Síðan þá
hafa Talibanar myndað sína eigin
byltingarstjórn sem enn hefur
ekki verið viðurkennd af neinum
erlendum ríkjum. Dr. Sasha líkir
Afganistan fyrir 15. ágúst 2021 og
Afganistan eftir 15. ágúst 2021 við
tvö gjörólík lönd.
„Strax og ég kom í fyrra þá ferð
aðist ég um landið og heimsótti
þónokkur héruð. Því fylgdu margar
áskoranir. Ég hélt mig innan marka
þéttbýlissvæða, það er stórra borga,
sem var að vissu leyti svekkjandi,
sérstaklega í ljósi þess að meirihluti
þjónustusvæða UNFPA eru í dreif
býli. Eftir 15. ágúst gátum við fengið
aðgang að dreifbýlissvæðum, þann
ig að ferðafrelsi jókst á sama tíma
og almennt frelsi dvínaði fyrir fólk
í Afganistan.“
Pólitíska ástandið mjög flókið
Vestræn ríki hafa hingað til þver-
neitað að eiga í diplómatískum
samskiptum við Talibana. Er þetta
að breytast?
„Þetta er augljóslega pólitískt mál
sem ég myndi síður vilja tjá mig um.
Það sem við (UNFPA) bjóðum upp á
er lífsnauðsynleg þjónusta. Í ástandi
þar sem allir aðrir hafa yfirgefið
landið erum við þau einu sem erum
enn til staðar. Við erum hér enn og
höldum áfram umboði okkar, að
veita íbúum Afganistan þjónustu.“
Dr. Sasha viðurkennir þó að póli
tíska ástandið í landinu sé augljós
lega mjög flókið.
„Við búumst ekki við því núna, og
sennilega ekki í nánustu framtíð, að
fjöldi alþjóðlegra þátttakenda muni
breytast á næstunni. Ef við horfum
á samsetningu byltingarstjórnar
innar, þá mun heildarástandið er
varðar mannréttindi, sérstaklega
réttindi kvenna, stúlkna og minni
hlutahópa, halda áfram að vera
áskorun í Afganistan. En þrátt fyrir
það þá var nauðsynlegt fyrir okkur
að vera áfram í landinu og búa
til verklag sem gerði okkur kleift
að vera til staðar og bjóða fram
þjónustu okkar í sérhverjum lands
hluta.“
Kom aldrei til greina að fara
Þannig að það var aldrei spurning
um hvort þið mynduð yf irgefa
Afganistan eða ekki?
„Nei, það kom aldrei til greina,
Siðferðisleg skylda
að verða eftir
Dr. Aleksandar Sasha Bodiroza segir Sameinuðu þjóð-
irnar glíma við mörg krefjandi verkefni í Afganistan.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
einhver þarf að vera eftir. Ef þú lítur
á verkefni Mannfjöldasjóðs Sam
einuðu þjóðanna þá tókst okkur í
allan þennan tíma að halda áfram
að bjóða fram þjónustu okkar fyrir
fórnarlömb kynbundins of beldis,
okkur tókst að halda áfram að bjóða
óléttum konum upp á lífsnauðsyn
lega þjónustu í afskekktustu hér
uðum landsins. Á undanförnu ári
höfum við skalað upp gjörvalla
áætlun okkar.”
Langflestir við fátæktarmörk
Talibanar eru trúarlegur öfgahópur
sem byggir stjórnarhætti sína á
sjaríalögum, ströngustu túlkun
Íslamstrúar. Þó hefur borið á ein
hverjum umbótum í stjórnarhátt
um þeirra frá því þeir voru síðast við
völd í Afganistan, í byrjun þessarar
aldar. Spurður um hvort Tali banar
hafi sýnt vilja til samstarfs við
UNFPA segir dr. Sasha:
„Já, að sjálfsögðu. Það er ekki svo
margt í gangi í Afganistan núna
vegna afleiðinga efnahagshrunsins,
hruns fjármálakerfisins, nokkurra
mánaða hruns heilbrigðiskerfisins
og alls sem því fylgdi. Sum af spá
líkönunum sem voru gerð af koll
egum okkar hjá Þróunaráætlun
Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gefa
til kynna að um 97 prósent íbúa
Afganistan muni bráðlega verða
nálægt eða undir fátæktarmörkum.
Það mun hafa gríðarleg áhrif og án
viðurkenningar, án aðgengis að auð
lindum utan landsins, er ástandið
gífurlega krefjandi fyrir byltingar
stjórnina. Sameinuðu þjóðirnar eru
einu alþjóðasamtökin sem bjóða
upp á lífsnauðsynlega þjónustu í
landinu, ekki bara mannúðarstarf
og viðbragðsþjónustu.“
Samstarf við samfélagið
Að sögn dr. Sasha eru meginverk
efni UNFPA í Afganistan þrjú. Í
fyrsta lagi mæðravernd, þar sem
þau bjóða upp á lífsnauðsynlega
þjónustu fyrir óléttar konur. Í öðru
lagi vernd og þjónusta fyrir fórnar
lömb kynbundins ofbeldis. Í þriðja
lagi afhending sjúkragagna á borð
við sjúkrakassa fyrir kynheilbrigði
og getnaðarvarnir.
„Það sem er áhugavert við flagg
skipið okkar um mæðravernd, sem
kallast Family Health House, er
að við vinnum það í samstarfi við
samfélagið. Það er örugglega ein af
ástæðunum fyrir því að okkur tókst
að vinna bug á þeim hindrunum
og afskiptum sem voru sett á af
byltingarstjórninni. Í samstarfi við
samfélagið bjuggum við til skipu
lag sem gegnir hlutverki fæðingar
deildar. Síðan veljum við stúlkur
úr samfélaginu sem ganga í tveggja
ára ljósmæðraskóla, taka svo fjög
urra mánaða starfsnám á spítala
og snúa loks aftur í samfélagið og
hefja störf sem ljósmæður. Bara í
síðasta mánuði kláruðu 58 stúlkur
ljósmæðranámið og við erum að
tala um stúlkur frá afskekktustu
héruðum landsins.“
Von með nýrri kynslóð
Þannig að þú ert vongóður um að
árangur geti náðst í Afganistan?
„Það er ein saga sem ég þreytist
ekki á að segja um unga stráka, 15
til 16 ára gamla, sem ég hitti í Nan
gaharhéraði. Þegar ég spurði þá
hver væri fyrirmynd þeirra þá völdu
þeir hina frægu dönsku fótbolta
konu Nadiu Nadim sem fæddist í
Afganistan, fluttist úr landi og varð
danskur ríkisborgari, spilaði fyrir
danska landsliðið í knattspyrnu,
kláraði læknanám og varð ein af
bestu fótboltakonum heims. Ég
var að búast við því að þeir myndu
nefna einhvern eins og Messi eða
Ronaldo en þeir völdu Nadiu. Það
segir manni að það er von fyrir
Afganistan með hinni nýju kyn
slóð.“
Ástandið í Afganistan var í
algleymi vikurnar og mánuðina í
kjölfar valdatöku Talibana í ágúst
2021. Landið glímir nú við gríðar
stór vandamál á borð við hungurs
neyð, vöruskort og djúpa efnahags
kreppu og finnst mörgum sem vel
þekkja til Afganistan sem vanda
mál landsins hafi fallið í skuggann
af öðrum heimskrísum. Dr. Sasha
tekur undir þetta.
„Núna þegar fókusinn hefur
algjörlega færst yfir á það sem er
að gerast í Úkraínu og þaðan yfir á
alþjóðlegu efnahagskrísuna þá líður
okkur eins og Afganistan sé á vissan
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
hátt í skugga alls þess. Það hefur víð
tæk áhrif, bæði hvað varðar pólitík
og öryggismál.“
Vilja yfirgefa landið
Að sögn dr. Sasha eru ýmsir miður
uppörvandi hlutir að gerast í Afgan
istan er tengjast kvenréttindum,
rétti kvenna og stúlkna til náms
og vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Þá
lýsir hann yfir miklum áhyggjum
af framtíðarhorfum ungs fólks í
landinu, en Afganistan er mjög ung
þjóð með tæplega 64 prósent fólks
undir 25 ára aldri. UNFPA hefur
staðið fyrir rýnihópum með ungum
Afgönum sem hafa gefið sláandi
niðurstöður.
„Ungt fólk í Afganistan í dag árið
2022 er atvinnulaust, aftengt, sér
enga framtíð og vill f lytja burt frá
landinu. Þegar maður stendur fyrir
umræðum í rýnihópum þá eru allt
af ein til tvær manneskjur sem fylgja
ekki straumnum og hugsa öðruvísi,
vilja vera eftir út af mismunandi
ástæðum.
En hér erum við að tala um 100
prósent fólks sem vill fara. Þann
ig að ég held að það sé siðferðis
leg skylda okkar að vera hér, veita
þjónustu og halda áfram mannúð
araðstoð sem mun ekki bara bjarga
lífum heldur einnig koma í veg fyrir
það sem gæti komið,“ segir Sasha. n
Sjálfboðaliðar bjóða afgönskum stúlkum upp á leynilega kennslu í borginni Kandahar. Samkvæmt reglum Talibana mega stúlkur sem eru eldri en tólf ára enn
ekki sækja sér menntun í gagnfræða- og menntaskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
30 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ