Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 72

Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 72
Ég vil að viðskipta- vinir mínir geti notað peysu sem ég hannaði fyrir tíu árum við buxurnar frá því í ár. Issey Miyake Japanski fatahönnuðurinn og brautryðjandinn Issey Miyake lést á dögunum, 84 ára gamall, úr lifrarkrabba- meini en hann setti svo sannarlega mark sitt á tísku síðustu aldar og áhrif hans lifa enn. Issey Miyake var hönnuður sem sannarlega fór sínar eigin leiðir og þótti fatnaður hans og efnisnotkun nýstárleg. En það er mjög einföld f lík eftir hann sem líklega er hvað frægust, rúllukragapeysa Steve Jobs heitins, stofnanda Apple, en Issey Miyake framleiddi um 100 stykki fyrir hann á sínum tíma. Peysurnar urðu vinsælar hjá framámönnum í Silicon Valley enda var hugsunin á bak við þær að uppteknir menn á framabraut hefðu betra við tím- ann sinn að gera en að velja bindi dag hvern. Enda var notagildi og þægindi alltaf aðalsmerki Miyake. Fyrirtækið The Issey Miyake Group gaf frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu við andlátið: „Kraftmikill andi Miyake var drifinn áfram af endalausri forvitni og löngun til að miðla gleði í gegnum hönnun sína.“ Upplifði árásina á Hiroshima Issey var fæddur árið 1938 og var því aðeins sjö ára gamall þegar kjarnorkusprengja féll á heimabæ hans, Hiroshima, árið 1945. Hann neitaði alltaf að ræða áhrif kjarn- orkusprengjunnar á líf sitt enda vildi hann að eigin sögn ekki vera þekktur sem „hönnuðurinn sem lifði af kjarnorkusprengjuna“. En árið 2009 birtist aðsend grein eftir hann í The New York Times sem viðbrögð við ákalli þáverandi Bandaríkjaforseta, Baracks Obama, um eyðingu allra kjarnorkuvopna. Í greininni skrifaði hann meðal annars: „Þann 6. ágúst 1945 var fyrstu kjarnorkusprengjunni varpað á heimabæ minn, Hiroshima. Ég var þar, og aðeins sjö ára gamall. Þegar ég loka augunum sé ég enn hluti sem enginn ætti nokkurn tíma að upplifa: bjart rautt ljós, svarta skýið stuttu síðar, fólk á hlaupum í allar áttir í örvæntingarfullri til- raun til að f lýja. Ég man þetta allt. Innan þriggja ára lést móðir mín af völdum geislavirkni. Ég hef aldrei viljað deila minn- ingum mínum frá þessum degi. Ég hef reynt, án árangurs, að leggja þær að baki, valið frekar að hugsa um það sem hægt er að skapa, ekki Einn sá færasti og framsýnasti kveður Nafn Issey Miyake mun lifa áfram í hönnun hans og arf- takanna sem halda merkinu á lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Grace Jones hér á tónleikum í London árið 1981 í toppi frá Issey Miyake. Árið 1999 birtist Issey Miyake í samsettri mynd ásamt Mahatma Gandhi, Mao Zedong, Hirohito keisara og Dalai Lama í tímaritinu Time undir yfirskriftinni: „Áhrifamestu Asíubúar 20. aldarinnar.“ Sýningarstúlkur í fatnaði Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2016. Ásamt sýningardömum á tískuvikunni í París árið 1985. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is tortíma, og skapa fegurð og gleði. Ég laðaðist að fatahönnun, að hluta til því hún er skapandi form sem er bæði nútímalegt og bjartsýnt. Ég hef reynt að vera ekki skilgreindur af fortíð minni. Ég vildi ekki vera þekktur sem „hönnuðurinn sem lifði af kjarnorkusprengjuna“, og þess vegna hef ég alltaf forðast spurningar um Hiroshima. Þær létu mér líða illa.“ Ófeiminn við að gagnrýna Árið 1970 stofnaði Issey Miyake the Miyake Design Studio og sýndi sína fyrstu línu í New York árið eftir. Miyake var ófeiminn við að gagnrýna tískubransann og hrað- ann sem honum fylgir. Í viðtali við dagblaðið Village Voice árið 1983 lét hann hafa þessi orð eftir sér: „Ég vil að viðskiptavinir mínir geti notað peysu sem ég hannaði fyrir tíu árum við buxurnar frá því í ár.“ Miyake var brautryðjandi í ýmsum skilningi þess orðs. Hann var fyrsti erlendi hönnuðurinn til að sýna hönnun sína á tískuvikunni í París árið 1974 og einn sá fyrsti til að fara í samstarf við listamenn. En það sem gerði hann einstakan var skilningur hans og tilraunir með tækni þegar kemur að þróun efnanna sem hann svo notaði í fatnaðinn. Frægast a og ódý rast a l ína Miyake, Pleats Please-línan, kom á markað árið 1993 og var svar hans við því hversu ópraktískur og hátt verðlagður hátískufatnaðurinn var. Línan var ein sú fyrsta sem ekki var háð kyni og selst enn dýru verði á síðum fyrir notaðan merkjafatnað. Framúrstefnuleg klassík Issey Miyake hafði sannarlega mikil áhrif á tískustrauma undir lok síðustu aldar og árið 1999 birtist hann ásamt Mahatma Gandhi, Mao Zedong, Hirohito keisara og Dalai Lama í Times undir yfirskriftinni: „Áhrifamestu Asíubúar 20. aldar- innar.“ Einstakur fatnaður úr öllum línum Issey Miyake er í eigu stórra safna á borð við Metropolitan og Museum of Modern Art, MoMA, og mun arfleifð hans lifa um aldir alda. Það er nokkuð síðan hann dró sig út úr daglegum rekstri fyrirtækis síns en hafði þó alltaf sitt að segja um framleiðsluna. Fyrirtækið lifir enn góðu lífi og enn er framleiddur fatn- aður og ilmur undir merkjum Issey Miyake, enda um framúrstefnulega klassík að ræða. n 32 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.