Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 84
Ég var bara
sjóðheitur
og það var
gaman að
jafna
vallarmetið.
Það gekk vel allt
mótið, sama hverjar
voru að spila með mér.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Maður er orðinn einn
af gömlu körlunum í
afreksgolfinu á landinu
núna.
Kristján Þór Einarsson
Golfsamband Íslands
er næstfjölmennasta
sérsambandið innan
vébanda ÍSÍ. Knatt-
spyrnusamband
Íslands er það fjöl-
mennasta.
Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is
Golffréttir og umfjöllun alla daga
„Mig hefur alltaf langað að
vinna þetta mót, alveg frá
því ég spilaði fyrst á Íslands-
mótinu í Eyjum þegar ég
var 11 ára,“ segir Perla Sól
Sigurbrandsdóttir, Íslands-
meistari í golfi 2022. Mótið
fór fram í Eyjum og var fjórðu
og síðustu umferðinni aflýst
vegna mikillar rigningar á
sunnudaginn í Herjólfsdal.
kylfingur.is
„Tilfinningin var svolítið skrýtin
þegar ég fékk að vita það að það
yrði ekki leikið meira á loka-
hringnum. Ég vildi alveg spila og
mér gekk vel þessar fjórar holur
sem ég lék þarna í rigningunni á
fjórða keppnisdegi.“
Fórstu með það markmið að vinna
mótið áður en þú mættir til Eyja?
„Ég var alveg með það bak við
eyrað án þess að setja einhverja
slíka pressu á mig. Ég náði að ein-
beita mér þannig að ég var bara
að spila mitt golf. Það gekk vel allt
mótið, sama hverjar voru að spila
með mér.“
Perla Sól hefur verið valin í Evr-
ópulið ungmenna sem keppir gegn
Bretlandi og Írlandi síðar í þessum
mánuði. Mótið er með svipuðu
fyrirkomulagi og hin þekkta Ryder
keppni. „Það verður mjög spenn-
andi og skemmtilegt. Fram undan
eru mót hér heima áður en ég fer í
þetta mót, Unglingameistaramótið
og Korpubikarinn.“
Perla Sól fagnaði Evrópumeistara-
titli 16 ára og yngri í sumar og er
með stór markmið. Hún er að byrja
í Verslunarskólanum í haust en svo
er stefnan sett á að fara í háskóla í
Bandaríkjunum og draumurinn er
síðan að gerast atvinnukylfingur.
Telur hún það vera raunhæft
markmið?
„Já, mér finnst það alveg raunhæft
en auðvitað eru nokkur ár í að ég
reyni það. Það er alla vega stefnan.“
Perla Sól vakti athygli á Íslands-
mótinu þegar hún barðist við bestu
golfkonur landsins, en fyrir mótið
var sagt frá því að kvennaflokkur-
inn hafi aldrei verið jafn sterkur
og nú, þar sem meðal þátttakenda
voru atvinnukylfingarnir Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún
Brá Björgvinsdóttir. Perla Sól hefur
sýnt að hún er með mjög gott hug-
arfar og greinilega mjög sterk and-
lega. Hún sýndi það meðal annars
í Íslandsmótinu.
Perla Sól byrjaði í golfi 8-9 ára
þegar hún fór að fylgja Dagbjarti
bróður sínum sem er líka mjög
góður kylfingur. Hún var fyrst valin í
landsliðshóp 12 ára og vakti þá strax
mikla athygli.
En hvað finnst henni skemmti-
legast að æfa í golfinu?
„Ætli það sé ekki stutta spilið,“
sagði hún og sýndi það svo sannar-
lega í mótinu í Eyjum þegar hún
tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn
í golfi 2022.
Á vefnum kylfingur.is má sjá
myndskeið og viðtöl við Kristján
Þór. n
Perla Sól stefnir hátt í framtíðinni
„Ég er aðeins að berjast við tilfinn-
ingarnar. Það hefur gengið á ýmsu
í mínu lífi að undanförnu og þessi
sigur er mjög sætur,“ sagði Kristján
Þór Einarsson, Golfklúbbi Mosfells-
bæjar, en hann varð Íslandsmeistari
í karlaflokki í golfi 2022. Þetta er í
annað sinn sem Kristján Þór tryggir
sér titilinn en í bæði skiptin hefur
hann komið í Eyjum.
Kristján lék mjög gott golf fyrstu
tvo keppnisdagana og frábært á
þeim þriðja, þegar hann lék á sex
höggum undir pari og var með
tveggja högga forskot fyrir loka-
hringinn. Hann var enn með sömu
forystu þegar þrír efstu kylfingarnir
voru búnir að leika 6 holur á loka-
hringnum. Þá var mótið stöðvað
vegna mikillar rigningar og vinds.
Svo var lokahringnum aflýst þegar
leið á daginn. Kristján Þór stóð þá
uppi sem sigurvegari.
„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur
þá get ég alveg sagt að ég fór ekki til
Eyja með það markmið að fókusa á
sigur, heldur einungis að spila mitt
golf og njóta þess að gera það. Mér
líður alltaf vel í Vestmannaeyjum
enda á ég rætur þangað.“
Þessi sigur kom þá kannski aðeins
á óvart því þú hefur ekki verið áber-
andi síðustu ár?
„Það hefur gengið mikið á í mínu
lífi fyrir utan golfvöllinn síðustu
þrjú ár þannig að golfið hefur aðeins
þurft að víkja til hliðar. En ég mætti
fullur áhuga í vor og ég hef spilað
mikið og æft vel í sumar. Markmiðin
voru ekkert sérstök, heldur að ná
golfgleðinni aftur, sem tókst. Getan
er til staðar og talsverð reynsla.
Maður er orðinn einn af gömlu
körlunum í afreksgolfinu á landinu
núna. Íslandsmeistaratitillinn var
því frábær bónus á gott sumar,“
sagði Kristján Þór Einarsson.
Á vefnum kylfingur.is má sjá
myndskeið og viðtöl við Kristján
Þór. n
Kristján Þór kann vel við sig í Vestmannaeyjum
Sig urður Bjark i Blumenstein,
Golf klúbbi Reykjavíkur, var heit-
asti kylfingurinn á þriðja hring á
Íslandsmótinu í Eyjum og jafnaði
vallarmetið, 8 undir og 62 högg
sem Haraldur Franklín Magnús
setti 2018. „Mér leið bara eins og öll
högg væru að fara nálægt. Ég var að
hitta allar brautir og öll pútt voru að
fara í. Ég var bara sjóðheitur og það
var gaman að jafna vallarmetið,“
sagði Sigurður eftir hringinn. Hann
endaði í 2.-3. sæti með Kristófer.
Íslandsmeistarinn í kvenna-
flokki 2021, Hulda Clara Gestsdótt-
ir, GR, jafnaði einnig vallarmetið í
Eyjum sem Anna Sólveig Snorra-
dóttir, GK, átti upp á 65 högg.
95 keppendur komust í gegnum
köttið – það hefði ekki verið hægt
að ná þessu á einum degi.
Næsta skref er að mótsstjórn geti
brugðist við með því að setja f leiri
út í niðurskurði. n
Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið
Starfsmenn Golfklúbbs Vestmanna-
eyja reyndu hvað þeir gátu þegar
veðurguðirnir „grétu“ og sendu
mikla rigningu yfir golfvöllinn í
Eyjum. Hlé var gert á keppni sem
hófst á sunnudagsmorgun, fjórða
keppnisdegi, en allt kom fyrir ekki
og mótinu var aflýst klukkan 15.30
en þá var völlurinn nánast á floti og
ekki leikhæfur. Ekki voru allir sáttir
við þá ákvörðun mótsnefndar að
bíða ekki aðeins lengur og freista
þess að ljúka leik. n
Allt á floti í Eyjum
Kylfingum á Íslandi heldur áfram
að fjölga og samkvæmt nýjustu
tölum frá 1. júlí síðastliðnum eru
um 23.300 kylfingar skráðir sem
félagsmenn í golfklúbba landsins.
Þetta er 5% fjölgun frá árinu 2021
og hafa kylfingar aldrei verið fleiri
innan raða Golfsambands Íslands.
Í fyrra var fjölgunin um 12%. Þetta
kemur fram í frétt á golf.is.
Mesta fjölgunin er í aldurshópn-
um 19 ára og yngri. Í aldurshópn-
um 16-19 ára er 15% aukning og í
aldurshópnum 15 ára og yngri er
12% fjölgun. Í elsta aldurshópnum,
80 ára og eldri, er einnig töluverð
fjölgun eða sem nemur 12%. Hlutfall
kvenna er svipað og á undanförnum
árum eða um 33% en markmið Golf-
sambandsins er að hlutfall kvenna
verði 40%. Börn og unglingar eru
14% af kylfingum landsins og það
setur Ísland í 4. sæti í Evrópu yfir
hlutfall 18 ára og yngri skráð í golf-
klúbba.
Golfsambandið er næstfjölmenn-
asta sérsambandið innan raða ÍSÍ
en Knattspyrnusamband Íslands er
það fjölmennasta með um 30.000
iðkendur. Árið 1934 var fyrst byrjað
að halda utan um fjölda félagsmanna
í golfklúbbum á Íslandi. Í fyrstu
talningunni voru 132 félagsmenn,
árið 1990 voru 3.400 einstaklingar
skráðir í golfklúbba landsins. Tíu
árum síðar eða árið 2000 hafði þeim
fjölgað mikið eða í 8.500. Á næstu 10
árum varð gríðarleg aukning og rétt
um 15.800 félagsmenn voru skráðir
árið 2010. n
Kylfingar hafa
aldrei verið fleiri
Perla Sól spilaði
frábærlega á
Íslandsmótinu
í Vestmanna-
eyjum.
Um er að ræða annan Íslandsmeistaratitil Kristjáns Þórs.
Sigurður Bjarki
jafnaði vallar-
metið í þriðja
hring á 8 undir
pari.
Golfíþróttin nýtur vaxandi vinsælda
hér á landi.
44 Bílar 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐGOLF kylfingur.is FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR