Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2022, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 13.08.2022, Qupperneq 88
Mér leið svolítið á þess- ari hringferð eins og hundi í bíl af því ég var bara einhvern veginn með hausinn út um gluggann að horfa. Þá fékk ég þessa hug- mynd að sýningunni. Fritz Hendrik IV Í sýningunni Regnbogi hunds setur myndlistar- maðurinn Fritz Hendrik IV áhorfendur í spor hunds. Öll verkin eru unnin út frá lita- og lyktarskynjun hunda og lista- maðurinn býður ferfætlinga velkomna. tsh@frettabladid.is Myndlistamaðurinn Fritz Hendrik IV opnar einkasýninguna Regn- bogi hunds í Gallerí Þulu á Hjarta- torgi í dag. Sýningin er unnin út frá sjónarhorni hunds sem fylgist með heiminum úr bíl og tekur lita- palletta verkanna, uppröðun og viðfangsefni mið af skynjun besta vinar mannsins. „Ég var í bílferð að ferðast um landið síðasta sumar. Í mínu sam- bandi þá keyrir kærastan mín alltaf því hún er svo mikill aftursætisbíl- stjóri sem farþegi hjá öðrum og mér finnst bara fínt að vera í farþega- sætinu og DJ-a. Mér leið svolítið á þessari hringferð eins og hundi í bíl af því ég var bara einhvern veginn með hausinn út um gluggann að horfa. Þá fékk ég þessa hugmynd að sýningunni, að ímynda mér hvernig það væri að vera hundur, af því þeir eru náttúrlega með aðra litaskynjun en við,“ segir Fritz. Rannsakaði skynjun hunda Hann lagðist í rannsóknarvinnu á skynjun hunda og notaði meðal annars smáforritið Dog Vision sem gerir notendum kleift að sjá heim- inn eins og hundar skynja hann. „Ég hélt alltaf að þeir sæju bara svarthvítt en svo fór ég að kynna mér þetta og þá sjá þeir bláan og gulan lit. Þeir eru sem sagt með einhverja útgáfu af rauðgrænni lit- blindu,“ segir Fritz. Á sýningunni eru sex olíumál- verk sem eru máluð með litum sem hundar sjá og í miðju sýningarrým- isins má sjá skúlptúr í formi hindr- unar sem notaðar eru á hunda- sýningum með þremur stöngum, blárri, grárri og gulri, sem tákna hinn eiginlega regnboga hunds. „Þetta er svona einshvers konar myndræn framsetning á regnboga hunds, ef hundur sæi regnboga, af því hans regnbogi er náttúrlega strípaðri heldur en okkar,“ segir Fritz. Lyktin af nýslegnu grasi Auk málverka og skúlptúra má einna finna lyktarverk sem umlykur sýningarrýmið og minnir á lyktina af nýslegnu grasi. Þá eru ferómón í lyktardreifinum sem hafa róandi áhrif á hunda. „Það var í raun bara hluti af því að reyna að setja sig í spor þessa hunds. Hundar náttúrlega skynja umhverfi sitt að miklu leyti með lyktarskyn- inu þannig að mér fannst áhugavert að skoða það. Ég fékk góða hjálp frá henni Lilju Birgisdóttur í Fischer, fékk að stíga öðrum fæti inn í ilm- gerðina hjá þeim. Ég fann á netinu hvaða efnafræðilegu eiginleika nýslegið gras hefur og þau áttu meira að segja til mjög sérstakar ilmolíur fyrir það,“ segir Fritz. Myndirðu segja að sýningin væri aðgengileg fyrir hunda? „Verkin eru hengd í hundahæð þannig að það er auðvelt að skoða þau ef maður er hundur en ég get ekki sagt til um það hvernig þeir upplifa sýninguna. En allir hundar eru velkomnir og ég ímynda mér að litirnir höfði til þeirra.“ Heimsmynd manns og hunds Verk Fritz Hendriks fjalla gjarnan um þá ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menn- ingu. Þá samanstanda sýningar hans oftast af heildrænni frásögn og listrænni heimsmynd sem áhorf- endur stíga inn í. Spurður um hvort því sé eins farið með Regnboga hunds segir hann: „Já, ég held það. Það verður til ein- hver ákveðin stemning hérna inni, sérstaklega með því að lækka vegg- hæðina í samhengi við upphengið, síðan þessi lykt og lýsingin er líka aðeins dempuð til að líkja eftir því að þú sért inni í bíl.“ Að sögn Fritz segist hann upp- runalega hafa lagt upp með að gera létta og skemmtilega sýningu, eins og hann sér fyrir sér persónuleika hunda, en eftir því sem verkin tóku á sig mynd hafi hann rekist á dýpri tilvistarlegar spurningar. „Ég sá fyrir mér að þetta væri bara ótrúlega kæruleysisleg og ligeglad sýning. En eftir því sem hugmynd- in vatt upp á sig þá fór ég meira að vinna með þennan symbólisma í hugmyndinni að vera farþegi í einhverju farartæki sem er að fara eitthvert og þú hefur enga stjórn á, þarft bara að sitja og njóta. En það að vera undirgefinn og vera alltaf að sýna sína bestu hlið fyrir þeim sem er ofar manni, gerir mann kannski pínu bældan.“ n List fyrir hunda og menn Fritz Hendrik segist upphaflega hafa ætlað að gera létta og skemmtilega sýningu en eftir því sem verkin tóku á sig mynd hafi hann rekist á dýpri tilvistarlegar spurningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verkin á sýningunni eru öll máluð í litum sem taka mið af litaskynjun hunda. MYND/FRITZ HENDRIK IV tsh@frettabladid.is Danshöfundurinn Anna Kolfinna Kuran undirbýr nú dansverkið Femínískt reif í samstarfi við menn- ingarskólann Litlu systur. Verkið verður f lutt á Reykjavík Dance Festival í nóvember og auglýst er eftir ungmennum til að taka þátt í verkinu og í starfsemi Litlu systur. Litla systir er hugarfóstur dans- höfundarins Ásrúnar Magnús- dóttur sem hefur áður staðið að ýmsum samsköpunarverkum með unglingum. Spurð um hvort Femín- ískt reif sverji sig í ætt við þau verk segir Anna Kolfinna: „Þetta er kannski svolítið svipað og Ásrún hefur verið að gera í sinni vinnu sem danshöfundur en þetta er verk eftir mig þannig að ég er danshöfundurinn og mun vinna með krökkunum að allri sköpun. Þau munu semja verkið með mér.“ Að sögn Önnu Kolfinnu er mark- miðið að skapa femíníska útópíu þar sem allir upplifi sig örugga og frjálsa, óháð kyni og bakgrunni. „Við ætlum að búa til heim þar sem okkar reglur gilda og raunveru- legt jafnrétti. Öll mega vera eins og þau vilja, skilgreina sig eins og þau vilja og klæða sig eins og þau vilja.“ Öll ungmenni 14-19 ára geta sótt um að vera með til 1. september á annakolfinna@gmail.com. n Skapa femíníska útópíu Anna Kolfinna, Flóki Dagsson úr Litlu systur og Ásrún Magnúsdóttir. Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðal stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2022-2023. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist til formanns sjóðsins á netfangið: jpj@i8.is fyrir 4. sept. nk. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2021 Hjörtur Eggertsson - selló & hl.sv.stj. 2020Álfheiður E. Guðmundsdóttir- söngur 2019 Geirþrúður A . Guðmundsdóttir- selló 2018 Hrafnhildur M. Guðmundsdóttir-selló 2017 Sölvi Kolbeinsson-saxófón 2016 Baldvin Oddsson-trompet 2015 Rannveig Marta Sarc-fiðla 2014 Sólveig Thoroddsen-harpa 2013 Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012 Benedikt Kristjánsson-söngur 2011 Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010 Gunnhildur Daðadóttir-fiðla 2009 Helga Þóra Björgvinsdóttir-fiðla 2008 Jóhann Nardeau-trompet 2007 Melkorka Ólafsdóttir-flauta 2006 Elfa Rún Kristinsdóttir-fiðla 2005 Ögmundur Þór Jóhannesson-gítar 2004 Víkingur Heiðar Ólafsson-píanó 2003 Birna Helgadóttir-píanó 2002 Lára Bryndís Eggertsdóttir-orgel 2001 Pálína Árnadóttir-fiðla 2000 Hrafnkell Orri Egilsson-selló 1999 Una Sveinbjarnardóttir-fiðla 1998 Árni Heimir Ingólfsson-píanó 1997 Þórður Magnússon-tónsmíðar 1996 Ingibjörg Guðjónsdóttir-söngur 1995 Sigurbjörn Bernharðsson-fiðla 1994 Guðni A . Emilsson-hljómsveitarstjórn 1993 Tómas Tómasson-söngur 1992 Þóra Einarsdóttir-söngur Ím y n d u n a ra fl / M -J PJ » F Y R R U M S T Y R K Þ E G A R « w w w. m i n n i n g a r s j o d u r - j p j . i s Tilkynnt verður um styrkhafa fyrir 1. október 2022. Styrkur til tónlista r ná ms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-/rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 22. ágúst 2022 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september­ mánuði. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2022. Umsóknarfrestur í myndlistarsjóð rennur út 22. ágúst 48 Menning 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.