Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17 lagði upp frá Íslandi sökkti Scharnhorst í mikilli sjóorrustu í Barentshafi annan í jólum 1943. Margar tilraunir voru gerðar til að granda Tirpitz. Það tókst loks í nóvember 1944 þegar skipinu hvolfdi í loftárásum breskra flugvéla við Tromsö. Tæplega þúsund manns fórust. Þjóð- verjar misstu einnig 32 kafbáta í Íshaf- inu, flesta með allri áhöfn. Auk þessa töpuðu Þjóðverjar fjölda flugvéla í ár- ásum á skipalestirnar. Bók væntanleg Saga Íshafsskipalestanna lýsir fjölmörg- um harmleikjum sem áttu sér stað í miskunnalausum stríðsátökum þar sem einstaklingarnir voru leiksoppar atburða sem enginn virtist í raun hafa nokkra stjórn á. Meðal þeirra má nefna örlög skipalestarinnar PQ17 sem var hreinlega slátrað á leið frá Hvalfirði til Rússlands. Einnig QP13 sem villtist vegna veðurs inn í tundurduflabelti við Vestfirði. Fjöldi skipa fórst þá í mannskæðasta sjó- slysi sem orðið hefur við Íslandsstrendur. Ísland og Hvalfjörður urðu skyndilega miðstöð siglinga og flotaaðgerða þar sem þúsundir manna tóku þátt, oft með mikl- um blóðfórnum og þjáningum. Aldrei í sögunni hafa jafn viðamiklar hernaðar- aðgerðir átt sér stað á hafsvæðunum í grennd við Ísland. Skipalestirnar frá Hvalfirði og atburðir í tengslum við þær, SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem hefur unnið í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU við Sjómannasamband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildar- félags Sjómenntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til náms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla? Breska fl utningaskipið Empire Lawrence siglir út Hvalfjörð áleiðis til Rússlands 21. maí 1942. Viku síðar var skipinu sökkt í loftárás þýskra fl ugvéla í Barentshafi .

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.