Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
nýliðafræðslu undir handarjaðri Böðvar
Einarssonar 2. stýrimanns, íklæddur flot-
búningi og leiddur pungsveittur í allan
sannleik um öryggisbúnað og öryggis-
plan áhafnar / skips. Eins og aðrir Ís-
lendingar bíður maður spenntur eftir
niðurstöðum um Icesave atkvæðagreiðsl-
una sem verður ljós fyrir miðnættið.
Niðurstaða afgerandi. Réttlætiskennd
landans réði úrslitum, niðurstaða tæp
60% nei. Ekki leggur maður af í dag.
Kótelettur upp á gamla móðinn. Sann-
kölluð kólesterólsprengja.
Sunnudagur 10. apríl.
Á siglingu áleiðis til Immingham. Mein-
leysisveður. Áframhaldandi dekur við
munn og maga. Lambahryggur af sver-
ustu gerð. Tekinn lóðs 23.25.
Mánudagur 11. april.
Sigling upp fljótið. Enn og aftur undrast
ég hversu lítið svigrúm skipstjórum er
ætlað til að athafna sig á hafnarsvæðinu.
Slússan sem fara þarf í til að komast inn
á hafnarsvæðið i Immingham er aðeins
fjórum metrum breiðari en skipið sjálft.
Þegar glíma þarf við vind og straum
blasir við að ekki má mikið út af bera
við þessar aðstæður.
Allt gekk eins og smurt
og búið að binda kl.
02.15. Fór ásamt Sig-
þóri skipstjóra í skoð-
unarferð til Grimsby
undir leiðsögn Hilmis
Svavarssonar yfir-
manns Samskipa á
Humbersvæðinu.
Óhætt er að segja að
dapurlegt hafi verið að
sjá gamla fismarkaðinn
og athafnsvæðið í
næsta nágrenni í al-
gjörri niðurníðslu. Meira að segja er búið
að loka The Winter Garden þar sem við
skipsfélagarnir á gamla Harðbaki EA 3
fórum árið 1968 á dansleik fyrir frá-
skyldar konur og ekkjur. Þá var greinar-
höfundur 16 ára „togarajaxl“ og hafði
aldrei áður lent í þvílíkum aðstæðum
þar sem maður sviptist um eins og fáni í
stormi, hálfkafnaður með andlitið á kafi
milli brjósta barmmikillar ekkju eða frá-
skilinnar skonnortu, en það er nú önnur
saga.
Hilmir sýndi okkur síðan nýja mark-
aðinn og fræddi okkur um helstu vaxtar-
brodda svæðisins, en með ströndinni er
verið að reisa gríðarlegan fjölda vind-
mylla. Hefur sú framhvæmd skapað
mikla atvinnu og verið lyftistöng fyrir
svæðið. Í lokin var okkur boðið í kaffi á
skrifstofur Samskipa eftir fræðandi bíltúr
með Hilmi sem reyndar er Eyfirðingur
og fyrrverandi frystitogarasjómaður til
margra ára.
Kl. 20.10 – landfestar leystar í Imm-
ingham. Komnir á kúrsinn til Rotterdam
kl. 22.30. Blíðuveður.
Þriðjudagur 12. apríl.
Kl. 07.30. Tekinn lóðs utan við Rotter-
damhöfn sem er að sögn stærsta far-
skipahöfn í veröldinni. Ótrúleg traffík
skipa af öllum stærðum og gerðum.
Athyglisvert fyrir leikmann að fylgjast
með hvernig snúa þurfti skipinu og
bakka drjúga vegalengd inn í höfn-
inni. Búið að binda kl. 09.30 Endalaus
straumur flutningsfarartækja á ferðinni.
Við Sigþór skipstjóri fórum í hjóltúr frá
höfninni upp í borgina þar sem hann
fræddi mig um helstu viðkomustaði
íslenskra farmanna í gegn um tíðina.
Hjóltúrinn bæði fræðandi og hressandi.
Þess má geta að í Rotterdam var bunk-
eruð olía fyrir tæpar 50 miljónir.
Miðvikudagur 13. apríl.
Brottför frá Rotterdam. Haldið áleiðis til
Cuxhafen. Á siglingu í blíðskaparveðri.
Fimmtudagur 14. apríl.
Kl. 02.40. Búið að binda í Cux. Stutt
stopp. – Landfestar kl. 06.10. Haldið
áleiðis til Varberg í Svíþjóð. Á siglingu.
Sólbaðsveður og algjört skjól bak við
brúna.
Föstudagur 15. apríl.
Landfestar kl. 04.35 í höfn í Varberg.
Fallegur bær og að sögn mjög vinsæll
ferðamannastaður yfir sumartímann.
Fékk hjólandi leiðsögn frá félaga Sigþóri
skipstjóra. – Landfestar kl. 14.05. Farið
yfir öryggismál og sýndar fræðslumyndir
sem segir mér að einu sinni í viku eru
öryggismálin tekin fyrir.
Kl. 20.50. búið að binda í Árhus.
Glæsileg umskipunarhöfn í eigu Mærsk
skipafélagsins. Höfnin hefur fengið
margar viðurkenningar fyrir góða og
hraða þjónustu.
Laugardagur 16.apríl.
Kl. 05.10 – Landfestar í Arhus. Haldið
sem leið liggur til Kollafjarðar í Fær-
eyjum.
Eitt nýjasta skipið undir merkjum Samskipa í Rotterdamhöfn.
Böðvar 2. stýrimaður á vaktinni.