Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Page 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
Sunnudagur 17. apríl.
Á siglingu áleiðs til Kollafjarðar. SV
fræsingur. Fór í leiðangur niður í véla-
rúm og rakti garnirnar úr þeim Trausta
yfirvélstjóra og Þorgeiri 1. vélstjóra.
Vélarúmið rétt eins og vaktklefinn ber
þeim félögum og ekki síður Kalla dag-
manni fagurt vitni, þar sem allt er gjör-
samlega spikk og span þannig að í raun
væri hægt að halda gala dansleik á
svæðinu.
Mánudagur 18. apríl.
Komnir í höfn í Kollafirði um kl. 06.00
að morgni. Friður og ró yfir þessum bæ
okkar bestu vinaþjóðar sem við færðum
timbur og fleiri nauðsynjavörur. Látið
úr höfn um hádegisbil. Haldið áleiðis til
Reykjavíkur.
Þriðjudagur 19. apríl.
Á siglingu til Reykjavíkur. Það var sér-
stök upplifun að verða vitni að því þegar
tollurinn er afhentur. Virkaði á mig eins
og ákveðin trúarathöfn. Menn stóðu í
röð og biðu eftir björginni sem er reynd-
ar ekki til skiptanna ef svo má að orði
komast. Ein flaska af sterku, 12 lítrar
af bjór og eitt carton af sígarettum.
Reyndar fá yfirmenn tvöfaldan
skammt.
Miðvikudagur 20. apríl.
Kl. 01.10 búið að binda í Reykjavík. Toll-
skoðun lokið rúmum klukkutíma síðar.
Fróðlegri og skemmtilegri ferð lokið.
Þakka Sigþóri og áhöfn hans fyrir frábær
kynni og óska þeim sem og öðrum ís-
lenskum farmönnum alls hins besta í
framtíðinni. Vonandi rennur upp sú
stund að „íslenskum“ skipafélögum
verði búnar þær aðstæður að þau skip,
sem sjá þjóðfélaginu fyrir aðföngum frá
útlöndum, sigli undir íslenskum fána.
Takk fyrir mig.
Viðurkenndar
stuðningshlífar
Höfnin í Vestmannaeyjum framundan. Hér sést glöggt hversu Vestmannaeyjarhöfn er þröng fyrir skip af þessari stærð.